Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 32

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 32
I VEIÐAR MEÐ ÖNGLl ÆVAGAMLAR |~ Veturinn sem nú er liðinn hefur verið óvenjulega erfiður og snjó- þungur. Þess vegna er vorið og sumarið okkur kærkomið. Stanga- veiði er áhugamál margra íslend- inga og sýndi könnun sem gerð var fyrir nokkru að um 20% þjóðarinnar stundi stangaveiði meira eða minna. í gömlum bókum er sums- staðar hægt að sjá að veiðar með öngli eru ævagamlar. Gaman er að renna fyrir fisk og finna kippinn þegar hann tekur, hvort sem beitan er maðkur, spúnn eða fluga. Margt getur verið ótrú- legt í veiðiskapnum og sögurnar kannski ennþá ótrúlegri. En veiðin er auðvitað það mikilvægasta og svo útiveran. Það getur verið gam- an að setjast út við á og sjá góðan veiðimann renna fyrir fisk. Það er sérstök tilfinning. 1. apríl mátti byrja sjóbirtings- veiðina og lögðu margir á sig langar ferðir og fengu fallega birt- inga. 1. maí opnuðu fyrstu veiði- vötnin og við Elliðavatn komu margir fyrstu dagana, veiðimenn á öllum aldri. Laxveiðin hefst síðan 1. júní þegar Norðurá í Borgarfirði verður opnuð formlega. Skyldu menn fá lax fyrsta daginn? Því miður er það orðið þannig með laxveiðina að hún er varla nema fyrir þá efnamiklu og ung- lingar eiga erfitt með að borga frá 6-15 þúsund fyrir dag í sæmilegri veiðiá. Þess vegna verður silungur- Ungir áhugamenn um laxveiði fylgjast með þegar laxi er sleppt í eldisþrær við Elllðaár. inn frekar fyrir valinu og veiðar í sjó með ströndum fram. Er þetta miður æskileg þróun og henni verður von- andi snúið við með tíð og tíma því að allir eiga að geta veitt lax. Á íslandi eigum við fjöldann allan af Urriði veiddur snemma vors í Elliðavatni- Ungir stangveiðimenn við Elliðavatn. góðum stangaveiðimönnum sem kunna að veiða og hafa gaman af því. Til þess er leikurinn víst gerður. Sú aldna kempa, Björn J. Blöndal í Laugarholti, hefur frætt margan veiðmanninn í gegnum tíðina og fræðir okkur í lokin um stangveiði- hann segir orðrétt [ bók sinni, Vatnaniður: „Stangarveiðin er vandasöm íþrótt, víst er um það. En þó mun sá vandinn mestur að velja sér félaga. Sá er besti veiðimaður- inn að mínum dómi, er flestar ánægjustundir hefur af íþrótt sinni, og er prúðmannlegastur við allar lifandi verur, sem verða á vegi hans. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.