Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 52

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 52
Vertu með KÁRI JÓNSSON SKRIFAR: í frjálsum í þessum öðrum þætti okkar tökum við fyrir kastgrein, kúluvarpið. Kúlu- varp er ein af fjórum kastgreinum frjálsíþróttamanna, hinar eru kringlukast, spjótkast og sleggju- kast. Þyngd kastáhalda fer eftir aldri kastaranna. Stelpur 14 ára og yngri: 3 kg kúla. Strákar 14 ára og yngri: 3 kg kúla. Stelpur 15 ára og eldri: 4 kg kúla. Strákar 15-16 ára: 4 kg kúla. Strákar 17-18 ára og eldri: 6,5 kg kúla. Strákar 19 ára og eldri: 7,20 kg kúla. Hafðu alltaf málbandið með þér á æfingar og skrifaðu niður besta árangur í hverjum þætti æfinganna. Við skulum taka æfingar sem þyngjast stig af stigi og byrja á því einfaldasta. Gripið - haltu kúlunni með fingr- unum, en ekki í lófanum, þannig að þrír fingur hafi góða spyrriu á kúl- unni, en iitlifingur og þumalfingur styðji við til hliðar. Æfingar - kastað úr hring eða aftan við spýtu. 1. æfing: Kastað úr kyrrstöðu - kúlan við hálsinn - notaðu lausu hendina til að styðja við kúluna. Snúðu hliðinni í kastátt. Hafðu mestan þunga í aft- ari fætinum. Um leið og þú kastar kemur mesta spyrnan frá aftari fæti. Mynd I. 2. æfing: Kastaðu úr sömu stöðu og í æf- ingu 1 en nú byrjar þú jafnfætis upp við spýtuna og lætur þig falla eitt skref aftur í kaststöðuna og spyrnir strax upp úr því. Nú þarftu að passa lausu hendina að hún fari ekki niður í byrjun kastsins. Mynd II. 3. æfing: Nú snýrðu baki í kastáttina, fellur eitt skref inn í hringinn og kastar. Athugaðu að báðar axlir séu jafn- háar og olnbogar beggja handa eiga að vísa beint út. Þegar spyrn- an kemur úr aftari fætinum hugs- aðu þá um að mjöðmin komi vel fram. Hafðu skó eða peysu 1 - 2 m aftan við hringinn, sem þú horfir á frá byrjun þar til mjöðmin er komin fram og útkastið kemur. Mynd III- Þessar æfingar hér á undan eru allar til að æfa upp útkastið en það er mikilvægasti hluti kastsins. 4. æfing er svo til að kasta með atrennu, sem byrjar aftast í hringn- um og er oftast eitt skref eða hopp á öðrum fæti og lent í þeirri stöðu sem þú hefur verið að æfa fyrir útkastið. Þeir sem eru að kasta í fyrsta sinn ættu að taka „hliðar saman hliðar" -skref í atrennunni. A mynd IV getur þú séð algengasta máta atrennunnar. Steini: í hvert sinn, sem ég hristi höfuðið, finn ég til. Læknirinn: En hvers vegna ertu þá alltaf að hrista höfuðið? Steini: Hvernig ætti ég annars að vita, hvort ég finn til eða ekki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.