Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1984, Side 52

Æskan - 01.05.1984, Side 52
Vertu með KÁRI JÓNSSON SKRIFAR: í frjálsum í þessum öðrum þætti okkar tökum við fyrir kastgrein, kúluvarpið. Kúlu- varp er ein af fjórum kastgreinum frjálsíþróttamanna, hinar eru kringlukast, spjótkast og sleggju- kast. Þyngd kastáhalda fer eftir aldri kastaranna. Stelpur 14 ára og yngri: 3 kg kúla. Strákar 14 ára og yngri: 3 kg kúla. Stelpur 15 ára og eldri: 4 kg kúla. Strákar 15-16 ára: 4 kg kúla. Strákar 17-18 ára og eldri: 6,5 kg kúla. Strákar 19 ára og eldri: 7,20 kg kúla. Hafðu alltaf málbandið með þér á æfingar og skrifaðu niður besta árangur í hverjum þætti æfinganna. Við skulum taka æfingar sem þyngjast stig af stigi og byrja á því einfaldasta. Gripið - haltu kúlunni með fingr- unum, en ekki í lófanum, þannig að þrír fingur hafi góða spyrriu á kúl- unni, en iitlifingur og þumalfingur styðji við til hliðar. Æfingar - kastað úr hring eða aftan við spýtu. 1. æfing: Kastað úr kyrrstöðu - kúlan við hálsinn - notaðu lausu hendina til að styðja við kúluna. Snúðu hliðinni í kastátt. Hafðu mestan þunga í aft- ari fætinum. Um leið og þú kastar kemur mesta spyrnan frá aftari fæti. Mynd I. 2. æfing: Kastaðu úr sömu stöðu og í æf- ingu 1 en nú byrjar þú jafnfætis upp við spýtuna og lætur þig falla eitt skref aftur í kaststöðuna og spyrnir strax upp úr því. Nú þarftu að passa lausu hendina að hún fari ekki niður í byrjun kastsins. Mynd II. 3. æfing: Nú snýrðu baki í kastáttina, fellur eitt skref inn í hringinn og kastar. Athugaðu að báðar axlir séu jafn- háar og olnbogar beggja handa eiga að vísa beint út. Þegar spyrn- an kemur úr aftari fætinum hugs- aðu þá um að mjöðmin komi vel fram. Hafðu skó eða peysu 1 - 2 m aftan við hringinn, sem þú horfir á frá byrjun þar til mjöðmin er komin fram og útkastið kemur. Mynd III- Þessar æfingar hér á undan eru allar til að æfa upp útkastið en það er mikilvægasti hluti kastsins. 4. æfing er svo til að kasta með atrennu, sem byrjar aftast í hringn- um og er oftast eitt skref eða hopp á öðrum fæti og lent í þeirri stöðu sem þú hefur verið að æfa fyrir útkastið. Þeir sem eru að kasta í fyrsta sinn ættu að taka „hliðar saman hliðar" -skref í atrennunni. A mynd IV getur þú séð algengasta máta atrennunnar. Steini: í hvert sinn, sem ég hristi höfuðið, finn ég til. Læknirinn: En hvers vegna ertu þá alltaf að hrista höfuðið? Steini: Hvernig ætti ég annars að vita, hvort ég finn til eða ekki?

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.