Æskan - 01.09.1985, Page 18
áo
Ný bók_________________
/ þessum mánuði gefurÆskan
út nýja skáldsögu eftirEðuarð
lngólfsson, Sextán ára í
sambúð. Hún er sjálfstætt fram-
hald metsölubókarinnar
Fimmtán ára áföstu sem kom
út ífyrra. Bókin fjallar um sömu
aðalpersónur, þau Áma og
Lísu. Þau eru farin að búa þó
Útdráttur
að ung séu að árum og Lísa er
ólétt. Hún stundar nám áfyrsta
ári í menntaskóla en hættir þuí
um áramótin uegna bamsfæð-
ingarinnar. Ámi hefurhins ueg-
arfrestað öllu framhaldsnámi
um óákueðinn tíma og starfar í
uerslun. — Hér uerður gripið
niður í 2. kafla sögunnar:
úr nýrri bók eftir Eðvarð Ingólfsson
Sextán ára í sambúð
Sextán ára stelpa sem hét Maríanna,
kom til starfa í búðinni þennan dag.
Hún var ráðin til þess að vera á
kassanum fyrir hádegi en í ^endla-
störfum eftir hádegi. Áður hafði
Árni séð einn um sendlastörfin á
tveim jafnfljótum en komst ekki yfir
að sinna þeim sem skyldi því að um-
svifin á lagernum höfðu aukist mik-
ið. Einnig var í hans verkahring að
sjá til þess að ekkert vantaði fram í
búðina og raða í hillur.
Ekki fór á milli mála að þessi
Maríanna var meiriháttar aðdáandi
hljómsveitarinnar Duran-Duran.
Hún var í bol með barmmerki hljóm-
sveitarinnar og í sokkum merktum
henni.
Þegar Árni kom inn í kaffiherberg-
ið síðar um daginn sat Maríanna þar
fyrir. Hún var að lakka neglur sínar
og blés ótt og títt á fingurna.
— Hvað heitirðu aftur? spurði
hún án þess að líta upp þegar hann
settist við borðið með kaffiglas.
- Árni. Hann var hálffeiminn.
— Alveg rétt, ég heyrði það í
morgun. Fallegt nafn.
- Það má nota það, sagði hann í
hógværð sinni. Hann var að hugsa
um að segja henni að sér fyndist
Maríanna líka fallegt nafn en kunni
ekki við það. Það var svo hallærislegt
eins og hann væn að endurgjalda
hrósið.
Hún hélt áfram að lakka og lét
nærveru hans ekkert á sig fá, hafði
greinilega mikið sjálfstraust. Hann
horfði á hana útundan sér, tilbúinn
að renna augunum í aðra átt ef hún
liti upp.
Maríanna var algjör súkkulaðipía,
ein af þeim sem strákar verða bál-
skotnir í við fyrstu sýn. Hún var með
falleg, gráblá augu og ljósar lamba-
krullur niður á herðar, hafði líklega
fengið sér permanent. Hún var brún
eftir lampaljós og hafði mjallahvítar
og beinar tennur.
Lísa var líka súkkulaðipía - en
öðruvísi. Allt í einu skammaðist
Árni sín fyrir að vera að bera þær
saman, fannst eins og hann hefði
ekki leyfi til að dást að annarri
stelpu. Lísa var hans og stóð fyrir
sínu.
Maríanna lauk við að lakka, virti
hendurnar fyrir sér og hélt fingrun-
um aðskildum svo lakkið klístraðist
ekki.
— Ég sé að þú heldur með Duran-
Duran, sagði hann og kímdi.
— Þeir eru bestir, alveg frábærir.
Hún dró enga dul á það.
- Ertu nú viss um það? Hann
langaði að stríða henni dálítið.
Hún leit upp frá puttavaktinni og
starði undrandi á hann. Augun
stækkuðu um helming. Að hann
skyldi voga sér að vefengja það, las
hann út úr svipnum.
— Með hvaða hljómsveit heldur
þú? spurði hún varfærnislega.
Honum var skemmt.
- Ég held með Wham! skrökvaði
hann.
— Wham! hrópaði hún eins og
það væri það skelfilegasta sem hægt
var að hugsa sér.
- Trúirðu því ekki? Hann gat
ekki stillt sig um að glotta.
Hún horfði andartak í augu
honum.
— Glætan! Þú ert að skrökva, ég
sé það á augunum. Hann hló — vildi
ekki kvelja hana lengur.
18