Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1985, Síða 20

Æskan - 01.09.1985, Síða 20
I o Föndur Dýrin stór og smá Um daginn rákumst við á skemmtilega bæklinga sem sýna hvernig nota má hólka innan úr pappírsrúllum til að búa til ótalmargt það sem sniðugum föndrara dettur í hug. Bæklingarnir eru frá fyrirtæki sem fram- leiðir Edet-pappírsvörur en þær fást víða í verslun- um. Hólkarnir eru allir litaðir, — gulir, rauðir, græn- ir og bláir eins og regnboginn! Það auðveldar að gera úr þeim margs konar hluti. Okkur finnst ekki þörf á að lýsa því hvernig fara skal að. Þið sjáið á myndunum hvernig pappahólk- arnir eru klipptir til, og tengdir saman með klemm- um, garni eða lími. Stundum þarf að nota aukahluti, t.d. við að gera skíðamanninn, en þeir eru víðast hvar við höndina. Þið málið auðvitað líka til að gæða dýrin lífi, gætið ykkar aðeins á að gera tígrisdýrið og slöng- una ekki svo grimmdarleg að apinn og gíraffinn verði skelkaðir! Sjálfsagt er fyrir unga lesendur að fá mömmu, pabba eða eldri systkini til að leiðbeina sér. Það er líka alltaf gaman þegar fjölskyldan vinnur saman að föndri. 20

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.