Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1985, Síða 40

Æskan - 01.09.1985, Síða 40
• Framhaldssagan_______________________ Litla rauða ryksugan eftirHerdísi Egilsdóttur Veslings ryksugan! Henni leiddist enn meira í geymslunni en nokkurn tíma í búðinni. Þar hafði þó verið eitthvað að horfa á, fólk að koma og fara og jafnvel von um mat. En hér! Hér sást ekkert, heyrðist ekkert nema hungurgaulið í maganum á henni sem hékk niður máttlausari en nokkru sinni fyrr. En loksins komu samt blessuð jólin! Einn daginn brakaði og brast í stiganum. Gamli maðurinn opnaði geymsludyrnar og tók kassann með ryksugunni varlega út á gólf. Jæja, jæja, tautaði hann. Blessuð litla ryksugan! Nú færð þú að lifa glaða stund í kvöld þegar konan mín opnar kassann þinn. Ég get sjálfur varla beðið. Það var freistandi að sækja þig hingað í gær þegar við vorum að skríða um gólfið og tína hvert korn upp af gólfunum! Ja, þvílíkt! Og vita svo af þér hér í felum! En ég lét sem ekkert væri! Nú fer ég með þig niður að jólatrénu. Ryksugan lá grafkyrr í kassanum og hlustaði á þetta skemmtilega tal. Hún ansaði auðvitað engu. Ryksugur tala bara við aðrar ryksugur en ekki menn. Gamli maðurinn laumaðist með ryksuguna í fanginu framhjá eldhúsdyrunum þar sem konan hans var að undirbúa ilmandi jólamatinn og kom henni vel fyrir undir litla jólatrénu innan um aðrar gjafir. Ryksugan var greinilega 40

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.