Æskan - 01.03.1986, Síða 36
SLEGIÐ Á ÞRÁÐINN
Langar til að skrifa bók
Það er ekki á hverjum degi
sem Æskan kemst í kynni við 13
ára gamlan rithöfund og blaða-
útgefanda. Sá sem hér um ræðir
heitir Sigríður Indriðadóttir og
á heima á Akranesi. Hún er
nemandi í 7. bekk Grundar-
skóla. Við fréttum að hún hefði
í fyrravetur gefið út blað sem
hét Máni. Við slógum á þráðinn
til hennar og báðum hana að
segja okkur frá þessu blaði.
„Það kom út 4-5 sinnum,“ sagði
hún. „Pabbi minn, sem rekur prent-
smiðju, gaf mér pappírinn í blaðið en
svo fékk ég að ljósrita það í skólanum.
Upplagið var 40-60 blöð og það seldist
upp í öll skiptin.“
— Fékkstu nokkra aðstoð við útgáfuna?
„Nei, ég sá um þetta allt sjálf. Hins
vegar studdu foreldrar mínir mig og
sérstaklega afi minn, Valdimar Ind-
riðason.“
— Hvers konar efni var í Mána?
„Þetta voru frumsamdar smásögur,
gátur, þrautir, brandarar og fleira.“
— Gekkstu í hús og seldir blaðið?
„Nei, ég var of feimin til þess. Ég
seldi krökkum í 5. og 6. bekk það.
Máni fékk ágætar viðtökur og það
hvatti mig til að halda áfram í útgáfu-
starfinu."
— Hefurðu samið margar smásögur?
„Já, allmargar. Ég hef satt að segja
ekki töluna á þeim.“
— Hvar hafa þær birst?
„í blaðinu Mána og svo hef ég lesið
flestar þeirra fyrir bekkinn.“
— Ertu með einhverja sögu í smíðum
núna?
„Já, það er framhaldssaga sem ég
hef verið að lesa fyrir krakkana. Ég
hef samið hana jafnóðum og er núna
búin með 13 kafla. Hún fjallar um 14
ára tvíbura, strák og stelpu, kynni
þeirra af öðrum krökkum - og lífinu
almennt."
— Kemur ástin eitthvað við sögu?
Sigríður hlær við.
„Já, verður það ekki að vera? Ann-
ars verður sagan ekki raunveruleg.
Krakkar hugsa mikið um ástina.“
— Ertu rómantísk?
Smá þögn en svo segir hún:
„Já, verðum við ekki að segja: Dá-
lítið. Erum við ekki öll eitthvað róm-
antísk?"
— Skrifarðu um sjálfa þig í þessum
sögum?
„Nei, ekki nema að hluta. Ég hef
auðvitað talsverð áhrif á hugsanir og
viðhorf persónanna.“
— Dreymir þig um að gefa út bók seinna
meir?
„Já, ég er alveg ákveðin í því."
— Hvenær ertu helst í skapi til ski i.ta?
„Á kvöldin milli kl. 10-12 og sV°
þegar ég dvelst hjá afa og ömrnu 1
Borgarnesi. Þá færist alltaf mikil r°
yfir mig og hugurinn verður frjórri ^
venjulega.“
Hefur ást á landi og þjóð
— Svo að við víkjum að öðru: Er gott
eiga heima á Akranesi? ..
„Það er sæmilegt, gæti samt veö
betra. Ég hef ekki verið annars stað3r
og hef því ekkert til samanburðar.”
— Er gott félagslíf hjá unglingunum-
„Það er ágætt. Böll eru haldin aðfa
hverja helgi í félagsmiðstöðinni Arnar,
dal og svo eru stundum bekkjarkvölð1
Grundarskóla. Einnig er hér öflnH1
íþróttalíf eins og margir vita.“
— Er eitthvað af pörum í 7. bekk?
„Nei, ekkert par - ekki ennþá!'
— Að síðustu. Hvaða áhugamál a(tU
önnur en ritstörf?
„íþróttir — þá aðallega handknat^
leik. Einnig þykir mér mjög gaman a
dansa. Já, ég æfi djassballett. Svo 11C
ég áhuga á bréfaskiptum og að kyI,n
ast fólki. Það mætti kannski bæta vl
að mér þykir afar vænt um land m1
og þjóð og hugsa mikið um mannlífta-
landshætti. Ég reyni að þekkja sjá*1
mig betur en ella með því að kynna
fólkinu í landinu.“
— Þakka þér fyrir samtaiið, Sigríður.
og gangi þér vel á ritvellinum.
36