Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 22

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 22
TraiTTTB — Ertu búinn að ná lágmarki í mörgum greinum til að fá að keppa á leikunum? „Já, í fimm. En svo verður maður að endurtaka það þegar líður nær keppni.“ 300 verðlaunapeningar Eðvarð var næst spurður að því á hvaða aldri sundmenn væru í topp- formi. „23-25 ára,“ svaraði hann að bragði. „Þá eiga þeir að vera best á sig komnir og hafa mikinn líkamlegan styrk. Margir hérlendis hætta að æfa 18—19 ára. Kannski er um að kenna að þeir ná ekki þeim árangri sem þeir vænta á alþjóðlegum sundmótum.“ - Ertu nokkuð hjátrúarfullur fyrir keppni? „Já, ég verð alltaf að vera í sérstakri skýlu þegar ég keppi.“ - Finnurðu á þér hvenær þú ert vel undirbúinn fyrir keppni eða koma metin bara óvænt? „Já, ég finn alltaf á mér hvort ég sé í ham. Ég gæti þess að hvfla mig vel fyrir mótin.“ — Hefurðu alveg sloppið við meiðsli? „Já, að mestu leyti. Ég hef örfáum sinnum fundið til í öxlinni og orðið að vera frá æfingu í nokkra daga. Erfiðast við svona meiðsli er þegar þau verða líka sálræn. Maður verður niðurdreg- inn og óttast að þau verði varanleg. Sem betur fer hafa þau verið smávægi- leg til þessa.“ - Veistu hvað þú átt marga verð- launapeninga? „Þeir eru rúmlega 300,“ svaraði Eð- varð og brosti út í annað. „Ég er með það á hreinu því að ég er svo oft spurður um þetta.“ - Segðu okkur lítillega frá sundfé- laginu í Njarðvíkum. Er það öflugt? „Ég tel það. Við eigum á að skipa góðu sundfólki á aldrinum 16-20 ára. Ég er þriðji elstur í þeim hópi. Við höfum góðan þjálfara, Friðrik J. Ól- afsson. Hann er mikill hugsjónamaður í þessu starfi og hefur lagt á sig ótrú- lega mikla vinnu. Hann er sjálfmennt- aður í sundkennslu en er lærður múrari.“ Líf og fjör í lauginni! Eðvarð starfar ekkert annað í sumar en að æfa sund. Foreldrar hans og vinir veita honum mikinn stuðning og hvatningu. Við gerðumst næst svo ágengir að spyrja hvort hann væri nokkuð á leið í sambúð. Hann hló við. „Nei, ég er sem betur fer laus við allar svoleiðis hugrennmg ar - ennþá sem komið er.“ - En áttu vinkonu? Eðvarð varð dularfullur á svip- „Ég læt þig vita þegar ég trúlo a mig“, svaraði hann að bragði og glottl. Hann vildi auðheyrilega ekki ræða þa° frekar. - Ferðu oft á böll? „Já, já. Það er helst að við krak arnir í Njarðvík förum í Stapanm' — Hlustarðu mikið á tónlist? „Já, ég geri það. Ég hef óbilandi tru á Police og þá einkum Sting. Svo he ég dálæti á lögum Gunnars Þórðaf sonar. Bjarni Tryggva er líka gdður' — Áttu önnur áhugamál en sundi „Já, ferðalögin sem ég nefndi áðaUj Það er einstaklega gaman að ferðast margra landa og bera þau saman- ~ hef komið austur fyrir járntjald- fannst mér fólkið ekkert hafa til að 1 fyrir. Svo finnst mér gaman að lesa er þessa dagana að ljúka við Laxness safnið. Mig hefur alltaf langað til a lesa reiðinnar býsn, miklu meira en L- geri-“, bú - Áttirðu þér draumadís þegarb varst yngri? (forvitinn blaðamaðuf t^ Ekki leyndi sér á svip Eðvarðs a hann hafði gaman af spurningu11 „Já, það átti að verða myndarkve , maður sem kynni að búa til g°° mat. Hún átti að líkjast mömmu- - Heldurðu enn fast við þessa hu mynd þína? i Hann hló. „Nei, ég held ekki- Parf sambúð verður að skipta með s verkum.“ - Ertu bjartsýnn að eðlisfari? . „Já, ég verð að telja mig í þeirn 10 jf þótt öll umræða um kjarnorkutilraU og slys dragi stundum úr manni- { Þetta kjarnorkukapphlaup er t0.lf rugl! Það er undarlegt að þesir ^a^jj sem hafa veröldina í hendi sér s 1( ekki geta talað saman eins og menr1 Við stóðum á bakkanum á Laug dalslauginni þegar síðasti hluti við ^ ins fór fram. Áður en Eðvarði toicSt^ smeygja sér ofan í vatnið, spurðum ^ hann hvernig unglingarnir í Njaf væru. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.