Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 22
TraiTTTB
— Ertu búinn að ná lágmarki í
mörgum greinum til að fá að keppa á
leikunum?
„Já, í fimm. En svo verður maður
að endurtaka það þegar líður nær
keppni.“
300 verðlaunapeningar
Eðvarð var næst spurður að því á
hvaða aldri sundmenn væru í topp-
formi.
„23-25 ára,“ svaraði hann að
bragði. „Þá eiga þeir að vera best á sig
komnir og hafa mikinn líkamlegan
styrk. Margir hérlendis hætta að æfa
18—19 ára. Kannski er um að kenna
að þeir ná ekki þeim árangri sem þeir
vænta á alþjóðlegum sundmótum.“
- Ertu nokkuð hjátrúarfullur fyrir
keppni?
„Já, ég verð alltaf að vera í sérstakri
skýlu þegar ég keppi.“
- Finnurðu á þér hvenær þú ert vel
undirbúinn fyrir keppni eða koma
metin bara óvænt?
„Já, ég finn alltaf á mér hvort ég sé í
ham. Ég gæti þess að hvfla mig vel
fyrir mótin.“
— Hefurðu alveg sloppið við
meiðsli?
„Já, að mestu leyti. Ég hef örfáum
sinnum fundið til í öxlinni og orðið að
vera frá æfingu í nokkra daga. Erfiðast
við svona meiðsli er þegar þau verða
líka sálræn. Maður verður niðurdreg-
inn og óttast að þau verði varanleg.
Sem betur fer hafa þau verið smávægi-
leg til þessa.“
- Veistu hvað þú átt marga verð-
launapeninga?
„Þeir eru rúmlega 300,“ svaraði Eð-
varð og brosti út í annað. „Ég er með
það á hreinu því að ég er svo oft
spurður um þetta.“
- Segðu okkur lítillega frá sundfé-
laginu í Njarðvíkum. Er það öflugt?
„Ég tel það. Við eigum á að skipa
góðu sundfólki á aldrinum 16-20 ára.
Ég er þriðji elstur í þeim hópi. Við
höfum góðan þjálfara, Friðrik J. Ól-
afsson. Hann er mikill hugsjónamaður
í þessu starfi og hefur lagt á sig ótrú-
lega mikla vinnu. Hann er sjálfmennt-
aður í sundkennslu en er lærður
múrari.“
Líf og fjör í lauginni!
Eðvarð starfar ekkert annað í sumar
en að æfa sund. Foreldrar hans og
vinir veita honum mikinn stuðning og
hvatningu. Við gerðumst næst svo
ágengir að spyrja hvort hann væri
nokkuð á leið í sambúð.
Hann hló við. „Nei, ég er sem betur
fer laus við allar svoleiðis hugrennmg
ar - ennþá sem komið er.“
- En áttu vinkonu?
Eðvarð varð dularfullur á svip-
„Ég læt þig vita þegar ég trúlo a
mig“, svaraði hann að bragði og glottl.
Hann vildi auðheyrilega ekki ræða þa°
frekar.
- Ferðu oft á böll?
„Já, já. Það er helst að við krak
arnir í Njarðvík förum í Stapanm'
— Hlustarðu mikið á tónlist?
„Já, ég geri það. Ég hef óbilandi tru
á Police og þá einkum Sting. Svo he
ég dálæti á lögum Gunnars Þórðaf
sonar. Bjarni Tryggva er líka gdður'
— Áttu önnur áhugamál en sundi
„Já, ferðalögin sem ég nefndi áðaUj
Það er einstaklega gaman að ferðast
margra landa og bera þau saman- ~
hef komið austur fyrir járntjald-
fannst mér fólkið ekkert hafa til að 1
fyrir. Svo finnst mér gaman að lesa
er þessa dagana að ljúka við Laxness
safnið. Mig hefur alltaf langað til a
lesa reiðinnar býsn, miklu meira en L-
geri-“, bú
- Áttirðu þér draumadís þegarb
varst yngri? (forvitinn blaðamaðuf t^
Ekki leyndi sér á svip Eðvarðs a
hann hafði gaman af spurningu11
„Já, það átti að verða myndarkve ,
maður sem kynni að búa til g°°
mat. Hún átti að líkjast mömmu-
- Heldurðu enn fast við þessa hu
mynd þína? i
Hann hló. „Nei, ég held ekki- Parf
sambúð verður að skipta með s
verkum.“
- Ertu bjartsýnn að eðlisfari? .
„Já, ég verð að telja mig í þeirn 10 jf
þótt öll umræða um kjarnorkutilraU
og slys dragi stundum úr manni- {
Þetta kjarnorkukapphlaup er t0.lf
rugl! Það er undarlegt að þesir ^a^jj
sem hafa veröldina í hendi sér s 1(
ekki geta talað saman eins og menr1
Við stóðum á bakkanum á Laug
dalslauginni þegar síðasti hluti við ^
ins fór fram. Áður en Eðvarði toicSt^
smeygja sér ofan í vatnið, spurðum ^
hann hvernig unglingarnir í Njaf
væru.
22