Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 41

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 41
Ur ýmsum áttum SPAKMÆLI j’Pakrnælin eru sígild og firnast aldrei. Vert mannsbarn á landinu, sem komið er t'l vits og ára, ætti að geta haft þeirra j101 og brotið þau til mergjar með því að Sa þau með íhugun og eftirtekt og oftar en einu sinni. .Til þess að láta eitthvað gott af sér ‘°a gefa sumir öðrum heilræði sem þeii m sjálfum auðnast ekki að fara eftir. 2. þgr alltaf þvf. 3 er velkomið að halda að þú sért 'at jafnungur. Hafðu bara ekki orð á Sumt fólk getur ekki notið þess sem ^ o á fyrir löngun í annað meira. ' ^krafskjóða er sá sem alltaf talar um ^nnað fólk við þig. ■ f-eiðindaskjóða er sá sem alltaf er að ^ a um sjálfan sig. ' Bráðskemmtilegur er sá maður sem 7a v>ð þig um sjálfan þig. nólki má skipta í þrennt: Pá fáu sem a atvikin gerast, þá mörgu sem horfa á ö sern gerist og allan þann aragrúa sem hef3 ^“Sniynd hefur um það sem gerst Talandi fiskar [je^aður hefur skilningarvit og getur f]e^rt’ talað, bragðað og þefað og st sPendýr geta þetta líka. En hvernig er þessu háttað með fiskana? Við vitum að þeir sjá. En geta þeir líka heyrt, talað, fundið bragð, greint lit o. s. frv.? Nú skulum við athuga eitt og eitt í senn og heyra hverju vísindamennirnir svara um það. Mál er svo flókið að réttara er að segja um dýr að þau gefi frá sér hljóð. Sumir djúpfiskar, sem lifa í gruggugu vatni þar sem skyggni er slæmt, geta gefið frá sér hljóð. En ekki gera þeir það með neinum raddböndum heldur á svipaðan hátt og engispretturnar. Þeir núa saman liðum í bakuggunum svo að brakhljóð heyrist greinilega í vatninu. Aðrir fiskar geta framleitt hljóð með sundmaganum. Þeir „ropa“ með sundmaganum þegar þeir koma upp úr sjónum á önglinum. Fiskarnir hafa engin eyru eða hlustir en heyra samt og innra eyrað er furðu líkt og í manninum. En þeir heyra miklu verr en maðurinn. Þegar þú vilt njóta bragðsins, t.d. af súkkulaði, sem best þá þrýstir þú molan- um upp í góminn með tungunni. í henni eru bestu bragðtækin. Fiskarnir finna bragð með tungunni en líka með vörun- um og með roðinu. Þess vegna er senni- legt að þeir finni bragð af vatninu sem þeir synda í. Fiskar eru mjög þefnæmir. Og loks má geta þess að tilraunir sýna að þeir geta greint sundur liti. Þeir sjá meira að segja útfjólubláu geislana sem eru huldir mannsauganu. í fiskakerum var kveikt rautt ljós þegar fiskarnir voru fóðraðir. Smám saman fóru þeir að koma undir eins og rauða ljósið var kveikt en þeir komu ekki ef ljósið var með öðrum lit. Rödd hirðisins Maður nokkur á Indlandi var ákærður fyrir að hafa stolið á frá nágranna sínum. Báðir mennirnir voru leiddir fyrir rétt með ána. Dómarinn átti erfitt með að skera úr því hvor væri réttur eigandi ær- innar. Allt í einu datt honum ráð í hug. Hann vissi vel hvernig menn í Austur- löndum voru vanir að kalla á hjarðir sínar. Hann skipaði því öðrum mannin- um að fara inn í hliðarherbergi. Því næst sagði hann þeim sem eftir var í dómsalnum að kalla á ána. Maðurinn reyndi það en hvernig sem hann fór að tókst honum ekki að lokka hana til sín. Ærin þekkti hann bersýnilega ekki. Þá lét dómarinn manninn í hliðarher- berginu reyna. Hann gaf strax frá sér hljóð sem hann var vanur að nota við smalamennskuna. Um leið og ærin heyrði hljóðið tók hún undir sig stökk inn í hliðarherbergið. Nú var ekki vandi fyrir dómarann að útkljá málið. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.