Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 32
Aldrei of varlega farið
í umferðinni!
Núna þegar skólar eru að hefja
göngu sína, dagurinn styttist og veður
verða válynd er rík ástæða til þess að
hvetja börn og unglinga til að fara
gætilega í umferðinni. Þau mörgu um-
ferðarslys sem verða hérlendis á ári
hverju sýna okkur og sanna að aldrei
er of varlega farið. Alltof margir
hljóta ævilangt örkuml eða deyja í um-
ferðarslysum. Á einu augnabliki
ráðast örlög okkar um aldur og ævi.
Já, það eru dýrkeypt augnablik; allt
gerist á örskotsstundu áður en við-
komandi veit af. Ef hann gæti séð
slysið fyrir lenti hann alls ekki í óhöpp-
um. Þess vegna er eina ráðið að fara
varlega, flýta sér hægt og vera athug-
ull; það er áhrifaríkasta meðalið gegn
umferðarslysum. Þetta á bæði við um
ökumenn og aðra vegfarendur, s.s.
börn og unglinga.
Við og við kannar Umferðarráð um-
ferðarmál hérlendis. í sumar var gerð
viðamikil könnun á vegum Bifreiðaeft-
irlits ríkisins, lögreglu og Umferðar-
ráðs. Rúmlega 2500 bifreiðar voru
stöðvaðar eða 2% þeirra 125 þúsund
bfla sem áætlað er að til séu í landinu.
Það jafngildir því að annar hver ís-
lendingur, hvort sem hann hefur bfl-
próf eða ekki, eigi bíl. Helstu niður-
stöður könnunarinnar voru þessar:
*Þriðji hver ökumaður hafði kveikt
ljós á bifreið sinni.
*Þriðji hver ökumaður var í bílbelti.
*381 barn sat í aftursæti. Þar af voru
107 í barnabílstól og 16 sátu á bílpúða
eða notuðu belti. Önnur börn voru
laus í aftursætinu.
*Sjúkrataska var í 431 bfl (17.7%)
*í 2102 (86.6%) bílum var útvarps-
tæki.
Fleiri atriði voru könnuð, svo sei^
ástand bifreiðanna. 18 bílar voru me
lélega hemla, 6 voru með stýrið í ólag'
og 10 með slæmar rúður. Hugsið yk%
ur hvað þessir bflar voru hættuleg'r
umferðinni! Af þessu getum við séð a
börn mega aldrei treysta því, t.d. ÞeS
ar þau fara skyndilega yfir götu, 3
allir bílar geti hemlað í tæka tíð. Þaa
ættu alltaf að líta til beggja handa á a
en þau ganga yfir götu og helst að no
göngubrautir séu þær til staðar.
Gleymum því ekki að það þarf ek 1
nema eitt augnablik til að lenda í ur”
ferðarslysi. Sumum reynist Þet.‘,
augnablik svo dýrkeypt að þe'r s'
aldrei framar ástvini sína.
Förum gætilega í umferðinni
treystum best á okkur sjálf!
32