Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 32

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 32
 Aldrei of varlega farið í umferðinni! Núna þegar skólar eru að hefja göngu sína, dagurinn styttist og veður verða válynd er rík ástæða til þess að hvetja börn og unglinga til að fara gætilega í umferðinni. Þau mörgu um- ferðarslys sem verða hérlendis á ári hverju sýna okkur og sanna að aldrei er of varlega farið. Alltof margir hljóta ævilangt örkuml eða deyja í um- ferðarslysum. Á einu augnabliki ráðast örlög okkar um aldur og ævi. Já, það eru dýrkeypt augnablik; allt gerist á örskotsstundu áður en við- komandi veit af. Ef hann gæti séð slysið fyrir lenti hann alls ekki í óhöpp- um. Þess vegna er eina ráðið að fara varlega, flýta sér hægt og vera athug- ull; það er áhrifaríkasta meðalið gegn umferðarslysum. Þetta á bæði við um ökumenn og aðra vegfarendur, s.s. börn og unglinga. Við og við kannar Umferðarráð um- ferðarmál hérlendis. í sumar var gerð viðamikil könnun á vegum Bifreiðaeft- irlits ríkisins, lögreglu og Umferðar- ráðs. Rúmlega 2500 bifreiðar voru stöðvaðar eða 2% þeirra 125 þúsund bfla sem áætlað er að til séu í landinu. Það jafngildir því að annar hver ís- lendingur, hvort sem hann hefur bfl- próf eða ekki, eigi bíl. Helstu niður- stöður könnunarinnar voru þessar: *Þriðji hver ökumaður hafði kveikt ljós á bifreið sinni. *Þriðji hver ökumaður var í bílbelti. *381 barn sat í aftursæti. Þar af voru 107 í barnabílstól og 16 sátu á bílpúða eða notuðu belti. Önnur börn voru laus í aftursætinu. *Sjúkrataska var í 431 bfl (17.7%) *í 2102 (86.6%) bílum var útvarps- tæki. Fleiri atriði voru könnuð, svo sei^ ástand bifreiðanna. 18 bílar voru me lélega hemla, 6 voru með stýrið í ólag' og 10 með slæmar rúður. Hugsið yk% ur hvað þessir bflar voru hættuleg'r umferðinni! Af þessu getum við séð a börn mega aldrei treysta því, t.d. ÞeS ar þau fara skyndilega yfir götu, 3 allir bílar geti hemlað í tæka tíð. Þaa ættu alltaf að líta til beggja handa á a en þau ganga yfir götu og helst að no göngubrautir séu þær til staðar. Gleymum því ekki að það þarf ek 1 nema eitt augnablik til að lenda í ur” ferðarslysi. Sumum reynist Þet.‘, augnablik svo dýrkeypt að þe'r s' aldrei framar ástvini sína. Förum gætilega í umferðinni treystum best á okkur sjálf! 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.