Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 40

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 40
Bókaklúbbur Æskunnar Kafli úr nýrri bók Bjorn Ronningen: Furðulegur ferðalangur Við Danni snerum okkur að Telmu. Við hljótum að hafa verið skrýtnir á svipinn því hún snarstansaði í miðju herberginu, hallaði undir flatt og horfði rannsakandi á okkur bláum skýrum augum sínum. - Hvers vegna spiliði plötur svona snemma? sagði hún nefmælt. — Bíðið bara þangað til mamma og pabbi vakna! Þá! ... hélt hún áfram stóreyg, — þá held ég... Meðan augu mín runnu leitandi yfir það sem fyrir varð á þessari vonlausu eign, sem allir hafa fyrir löngu gefist upp við að halda reglu á, vonaði ég að sýnin fyrir framan hliðið væri ekki bara draumur sem hefði leyst upp og horfið á meðan við snerum okkur að Telmu. Ég glennti upp augun. Þetta var raunveruleiki! Ég fékk gæsahúð af spenningi yfir því sem ég sá. Án þess að ég tæki eftir því fálmaði ég eftir hendi Danna og dró hann með mér inn í sumarævintýrið. Telma stóð þétt við hlið Danna og hélt fast í hina höndina á honum. Þannig stóðum við hönd í hönd. Ég veit ekki hve lengi. Ekkert okkar sagði orð. Tíminn stóð kyrr í litla kvistherberginu. Þá rauf Telma þögnina: - Þetta hlýtur að vera fljúgandi diskur? hvísl- aði hún lágt. Þetta var sannarlega líkt Telmu. Hún er nefnilega ein af þeim sem veit allt um alla hluti, þó að hún sé aðeins sjö ára. Danni, sem fer næst í þriðja bekk, sagði: - Það eru engir fljúgandi diskar til, eða það segir kennslukonan að minnsta kosti! Eg, stóri bróðir þeirra sem er 12 ára og heiti Vilhjálmur eftir einhverjum frænda mínum sem ég hef aldrei séð, verð að ganga á milli og stilla til friðar eins og venjulega. - Komum! ákvað ég í flýti. — Komum og athugum hvað í ósköpun- um þetta getur verið! Við hlupum út úr húsinu á náttföt- unum. Ég fór fremstur, Danni kom á eftir með Telmu í eftirdragi. Þegar við vorum komin hálfa leið niður heimkeyrsluna heyrði ég þyngslalegt fótatak á eftir okkur. Ég sneri mér við. Datt mér ekki í hug? Þarna kom pabbi skálmandi. Ég sá á því hvernig hann hreyfði sig að hann var jafn furðu lostinn og æstur og við. Hann lyfti hendinni aðvarandi til að stöðva okkur. Þegar hann sá að það var til einskis, lét hann hana falla aftur en herti á sér til að ná okkur. Honum tókst það ekki fyrr en niðri við þunga járnhliðið. Þar stóðum við öll þrjú í óvissu um hvað í vændum var. Pabbi nam staðar fyrir aftan 0 ur másandi og blásandi. - Hver P í....! hrökk út úr honum. Hann glenn.g upp augun eins mikið og búast ma ^ af syfjuðum manni sem langar ti liggja lengur í rúminu og sofa. Við horfðum í sömu átt og *ian0|ClJr hörfuðum til baka og hengdum ok eins og litlir ungar í sloppinn hans- Þarna, rétt við hliðið út í heimir"1'^ rykugum veginum sem venjuleg3 einn og yfirgefinn svona snem morguns, stóð það furðulegasta farn^ tæki sem ég hef nokkurn tíma aug litið. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.