Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 56

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 56
Spurt um verðlaunaþrautir Kæra Æska! Ég þakka fyrir gott blað. Mig langar að spyrja þig tveggja spurninga. 1. Ef maður fær verðlaun í getraun hjá ykkur þarf maður þá að ná í þau sjálfur? 2. Getur hver sem er sent lausnir við getraunum? Er það ekki einungis bundið við áskrifendur? Mér finnst að krossgáturnar mættu vera fleiri. Annars er þetta besta blað í heimi. Ein að norðan Svör: 1. Nei, við sendum verðlaunin með pósti hvort sem verðlaunahafarnir eiga heima í Reykjavík eða úti á landi. 2. Allir geta tekið þátt í getraunum blaðsins. Þar sem Æskan er einnig seld í lausasölu er ekki hægt að binda þátt- tökuna við áskrifendur. Gaman í Digranesskóla Kæri Æskupóstur! Ég er í Digranesskóla og langar að segja ykkur frá skólalífinu. Einstaka sinnum eru haldin diskótek fyrir minn aldurshóp. Svo eru haldnar kvöld- vökur sem valdir krakkar sjá um. Ýmis skemmtiatriði eru sýnd og dans- að. Ekki má gleyma að minnast á skíðaferðirnar upp í Bláfjöll. Það er alltaf gaman að fara þangað í góðu veðri og verða brúnn og sællegur. Að lokum ætla ég að láta fljóta hér með nokkra málshætti. Ég hef safna þeim frá því að ég byrjaði að borða páskaegg. Enginn verður óbarinn biskup- Meira vinnur vit en strit. Fall er fararheill. Betri er lítill fiskur en tómur diskur- Fyrr má nú rota en dauðrota. Anna Draumaprins á Egilstöðum Hæ, kæra Æska! Ég ætla að lýsa draumaprinsinum mínum. Hann er ljóshærður með ljós- ar strípur og meðalhár vexti. Hann verður í 8. bekk í vetur og hefur mikinn áhuga á badminton og knatt- spyrnu. Bless, bless, Ein á Egilstöðum Tamningaskóli Kæri Æskupóstur! Ég vil byrja á því að þakka fyrir frábært blað. Mig langar til að spyrja ykkur nokkurra spurninga. 1. í hvaða skóla getur maður lært hestatamningar? 2. Hvað þarf maður að vera gamall? Með bestu kveðju, Eva Marin Hlynsdóttir, Giljum, Vesturdal, 560 Varmahlíð Svar: Hérlendis er ekki til neinn sérstakur tamningaskóli. Hins vegnn læra nemendur Bændaskólans a Hvanneyri og Hólum í Hjaltadal un irstöðuatriði hestatamninga. Til er fe' lag tamningamanna sem gengst fyrir námskeiðum. Formaður þess er Ragn, heiður Sigurgrímsdóttir, Keldnaholh 1 Stokkseyrarhreppi. Ef til vill getur hún veitt þér frekari upplýsingar' Síminn hjá henni er 99-6306. ÆSKUPÓST URINN 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.