Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 18

Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 18
Líf og fjör í Vogunum Kæra Æska! Ég á heima á Vatnsleysuströnd og geng í Stóru-Vogaskóla. Félagslífiö hér er ágætt. Diskótek eru hálfsmán- aðarlega og þá er hægt að fara í tölvu- leiki og borðtennis. Skákmót eru hald- in í skólanum og s.l. vor var haldið skólaíþróttamót. Keppt var í knatt- spyrnu, körfubolta, hlaupi milli bekkja og víðavangshlaupi. Að lokum kepptu nemendur, einn til tveir úr hverjum bekk, á móti kennurum. Myndbandakvöld eru svo stöku sinn- um. í samkomuhúsinu Glaðheimum var fyrir stuttu haldinn hinn árlegi kveðju- dansleikur. í skólanum voru prófin tekin fyrr en venjulega og þar á eftir var svokölluð vinnuvika sem verið hef- ur annað hvert ár. Núna voru starfandi 6 hópar. Þeir hétu: Alþingi, há- skólinn, fjölmiðlar, íþróttir, tónlist og náttúruvernd. Hóparnir kynntu sér það sem felst í nöfnum þeirra. Þau sem voru í fyrsttalda hópnum skoðuðu Alþingi, kynntu sér sögu þess og starf- ið sem þar er unnið. Fannst mörgum fullmikið stjanað við þá alþingismenn og má nefna að þarna mátti sjá skóburstunartæki ásamt fleiru. Nokkrir krakkar fóru og skoðuðu aðalbyggingu háskólans. Þar voru allir mjög vinsamlegir og tilbúnir til að kynna þeim allt. Stúdentarnir ætluðu einnig að bjóða okkur í fimm-bíó en þeir fá ókeypis á fimm- og sjö-sýning- ar. Og fyrst ég er að nefna bíó má geta þess að s.l. vetur var farið með 6., 7., 8. og 9. bekk nokkrum sinnum í bíó og leikhús. Til dæmis var farið á hina vinsælu Óskarsverðlaunamynd „Ama- deus“ og skrifuðum við ritgerð um hana á eftir. Eins og þið hafið getað lesið þá er alltaf líf og fjör hjá okkur unglingun- um í Vogunum. Bæ, bæ, Anna Kapitola Engilbertsdóttir, 14 ára Grímuball í Varmahlíð Hæ, kæra Æska! Mig langar til að segja þér frá því hvernig er að vera í skóla í Varmahlíð. Það er alveg ágætt. Yngri kynslóðin fær oft diskótek og við fengum líka eitt grímuball síðasta vetur. Ég hef átt heima á Hólum í Hjalta- dal og þá áttum við sjö kindur. Ég á eina vinkonu sem heitir Guðný Klara. Ég er oftast með henni. Kær kveðja, Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir UTAN AF LANDI...UTAN AF LANDI Fallegur og skemmtileguí bær Kæra Æska! Ég heiti Kristjana Nanna og á heimá á Akureyri. Félagslífið hér er ágseú- Það er hægt að æfa badminton, hand- bolta, körfubolta, sund og marg1 fleira. Svo eru spilasalir í bænum- ES er í Barnaskóla Akureyrar. Þar eru haldin böll fyrir 4., 5. og 6. bekk tvisv- ar til þrisvar á vetri. 6. bekkur ser algjörlega um þau. Svo fá þessir sömu bekkir að halda bekkjarkvöld, hver • sínu lagi, einu sinni á skólaárinu. Svo eru haldin bekkjarpartý við og V1 heima hjá krökicunum. Ég er í bekk. Akureyri er fallegur og skemmú' legur bær. Á veturna er hægt að gefa ótal margt á hlýjum og sólríkum fr*' dögum, t.d. að fara í fjallið. Það er stutt þangað, fimm til tíu mínútnu akstur. Fólkið fer þangað með rútu Uppi á fjalli eru fjórar lyftur og oft mjög gott færi fyrir skíðafólk. ^er finnst ofsalega gaman að vera þar- Hér á Akureyri starfa skátar og fleiri félög. Svo geta unglingar l*rt tónlistarskóla. Ég er að læra á þve/' flautu í Tónlistarskóla Akureyrar. og er líka í blásarasveit. Allir krakkar sem kunna eitthvað á blásturshljó( færi eru í slíkri sveit. Krakkar sem efU að læra á fyrsta vetri eru í svokallaðr A-sveit, eftir tvo vetur fara þau 1 ^ sveit og í C-sveit eftir þrjá vetur- Sveitin sem ég er í nefnist D-svet1- Hún er fyrir krakka sem hafa l®rt fjóra vetur eða lengur. Það er mj°r gaman í tónlistarskólanum. Að síðustu vil ég þakka fyrir mjöt gott blað. Bless, bless, Kristjana Nanna Jónsdóttir, Rauðumýri 8, Akureyri UTAN AF lanp1. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.