Æskan - 01.05.1987, Síða 4
„Ég hef bara difið í því sjálf...“
Ragnheiður Runólfsdóttir er
í hópi þess efnilega, unga
fólks sem skipar landslið
okkar í sundi. Hi'in hefur sett
hvert Islandsmetið á fœtur
öðru og var kosin besta
sundkonan á alþjóðlegu móti
í Aberdeen í Skotlandi í apríl.
Þegar þetta er ritað á hún öll
Islandsmetin í bringu-og
baksundsgreinum og
fjórsundi.
Okkur lék hugur á að forvitnast um
feril Ragnheiðar — en ekki reyndist
auðvelt að finna tíma fyrir viðtal.
Þannig hefur raunar verið um fleiri
af viðmælendum okkar. Það er
margt önnum kafið fólk. Ragnheið-
ur var í próflestri auk erfiðra æfinga
og lauk prófum síðan á nokkrum
dögum þar sem fyrir dyrum stóð ferð
á „Litlu-Olympíuleikana í Món-
akkó. Endirinn var sá að við töluð-
um saman í síma kvöldið áður en
hún fór þangað.
Ragnheiður er tvítug; „Skaga-
maður í húð og hár.“ segir hún — en
þó er langt frá því að hún hafi dvalist
stöðugt þar í bæ. í vetur stundar hún
nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
og áður hafði hún verið við nám og
æfingar í Svíþjóð og Kanada.
„Hér er svo vel búið að fólki, sem
vill æfa sund, og frábær þjálfari,"
svarar hún spurningu um hvers
vegna hún sé nú á Suðurnesjum.
Augljóst er að mikið þarf til að ná
þeim árangri sem Ragnheiður getur
státað af. En hve oft í viku og hve
lengi í senn æfir hún?
Allt að 30
stundir á viku
„Lengst af 6 daga í viku, jafnvel 5
stundir á dag. Við Eðvarð (Þór Eð.-
varðsson — sjá 6. tbl. Æskunnar
1986) æfum saman eftir áætlun sem
Friðrik Ólafsson hefur samið fyrir
okkur.“
hófct ^.Ve götnul varstu þegar þú
i æflngar af alvöru?
hef ®fVar skráð í félagið átta ára en
aldri^E re8lulega frá fjórtán ára
en a æföi ýmislegt annað áður
^iesM Sner' mer alve8 að sundinu,
knat. lan(fknattleik og honum næst
Ja í Spyrnu-
by'rii lfarar vilJa &Íarna aö krakkar
•andcrA^ að æfa °§ félagar mínir >
'öinu hafa margir gert það.“
nárns^n llvers vegna fórstu utan til
ferð ^ ^ alltaf baft löngun til að
Hei3St kynnast öðrum þjóðum.
aðst a ^ ^kranesi var ekki nógu góð
KeaA 1,1 æfinga °g ég vildi fara
snnAu° sem ég gæti einbeitt mér að
UfMfun auk námsins.
hejr-Vlrjöð var ég eitt og hálft ár í
tj] d avistarskóla sem aðeins tók við
skíðValar þeim sem æfðu sund og
krisn rÓttir- Skólastarfið var mjög í
ar';egUnt anda og við fórum þrisv-
J4.é?UíkaP*
lú v 6r trnud en þaö getur maður
sv0nerið Þó að ekki sé farið alveg
g a oft til guðsþjónustu!
Sagð1 u ^ SV° bálft ar hér heima. Þá
land f?afþór Guðmundsson fyrrum
úin„! lðsþjálfari mér frá skóla í Ed-
°n- Hann hafði lært í Kanada
þjálfarann við skólann.
lfa Mkti
h)-j0n mælti mjög með honum. Ég
SapA^ 1 beint í þjálfarann og hann
v.&Ul mpr «-»A 1_
aHtaf ei' Það var ekkert mál. Ég
sjálf Veriö svona- Bara drifiðíþe
fé^r.fér mikið fram í Kanada. Ég
luRsJ^alÍlsögn og var í ágætum fé-
þVf QkaP' Ég held að ég búi enn að
Urrj ^.þaö komi fram í sundmótun-
n°kknUna' Árangurinn kemur oft
j j,ru eftir erfiðar æfingar.
ar tj| anada eru háar fjárhæðir veitt-
einb .'þfóttamála. Krakkarnir geta
þvf e.ltf sér stöðugt að æfingum af
aitna þau vinna ekkert á milli skóla-
mér að koma.
hef
þessu
Óvenjuleg
heimilisdýr
Ég bjó hjá efnaðri fjölskyldu.
Hún átti setur með sundlaug og
stórri lóð. Börnin eru tvö, annað
stúlka á aldur við mig. Hún æfði líka
sund en ekki í sama flokki og ég.
Fjölskyldan hélt mörg heimilis-
dýr. Sum þætti okkur ef til vill
óvenjuleg. Þar voru tveir hundar,
tveir kettir, fjórar kanínur, fuglar,
skjaldbökur og slöngur. Dýrin voru
öll alin upp saman — í góðu sam-
komulagi.
Mér var nú ekki beinlínis um það
þegar slöngurnar skriðu fyrst upp í
rúm hjá mér. Þær eru í búrum en þau
eru opin og þeim verður stundum
kalt á nóttinni, greyjunum. En þetta
var ekkert mál í lokin. Þær eru auð-
vitað ekki eitraðar og bara svona
meðalstórar.“
Mér þótti þetta jafnforvitnilegt og
ég býst við að ykkur þyki og spurði
Ragnheiði hvort hún ætti ekki mynd
af sér með slöngu í fangi.
„Nei, það var ómögulegt að taka
mynd af þeim. Þeim er illa við leift-
urljósið og snöggar að forða sér ef
myndavél er brugðið upp.
Skjaldbökurnar eru lengst af í
vatni en fara í sólbað annað veifið til
að herða skelina. Þær vildu þá stund-
um liggja á bókunum og lesa með
mér!“
Helgar sig
æfingum
En nú ætlar Ragnheiður æfa hér-
lendis. Hún fékk það nám, sem hún
stundaði erlendis, metið til stiga og
stefnir að því að ljúka stúdentsprófi
fyrir næstu jól. Þegar ég spyr um
framtíðaráætlanir kveðst hún ætla
að helga sig æfingum fram að Ól-
ympíuleikunum í Seúl 1988. Eftir
það hyggst hún leggja stund á nám í
íþróttasálfræði — til undirbúnings
þjálfarastarfi.
„Nei, það eru engin sérstök skil-
yrði sett fyrir því starfi. Friðrik,
þjálfarinn okkar, er til að mynda
múrari. En hann hefur lesið óhemju
mikið um þjálfunaraðferðir og fylg-
ist mjög vel með. Hann er ofsalega
áhugasamur.“
— Gerir þú ráð fyrir að æfa og
keppa mörg ár enn?
„Ég er alveg ákveðin í því að halda
áfram. Ég hef gífurlegan áhuga.
Jú, maður verður einstaka sinnum
þreyttur og getur orðið leiður ef ekki
gengur eins vel og stefnt er að. En
það þýðir ekki annað en að hafa sig
upp úr því og sigrast á letinni,“ segir
Ragnheiður hressilega.
Hún ætti ekki að þurfa að berjast
við leiða og leti þessa dagana eftir
þær fréttir sem berast af góðum ár-
angri hennar í keppninni í Mónakkó
— einmitt þegar ég er að skrifa
þessar línur.
Félagar hennar standa sig líka mjög
vel. Við Eddi óskum þeim öllum
góðs gengis — fyrir hönd lesenda
blaðsins.
Æfingabúöir?
Ég talaði einnig við Friðrik þjálf-
ara til að fá nánari lýsingar á æfing-
unum en fram komu í tali okkar
Rajgnheiðar.
I vetur syntu Ragnheiður og Eð-
varð á morgnana frá kl. 6-8 og aft-
ur í tvær til tvær og hálfa klukku-
stund síðari hluta dags. Þrekæfingar
stunda þau í 45 mínútur í senn.
Morgunæfingar hafa þó ekki verið
hvern einasta dag.
Það skiptir miklu fyrir þá sem
leggja svo mikið á sig að vera ekki
einir við æfingar. Þær eru afar þreyt-
andi og geta orðið leiðigjarnar. Eð-
varð og Ragnheiður synda að mestu
sömu vegalengdir og því hentar vel
4
„Ég er alveg ákveðin í því að halda áfram. Ég hef gífurlegan áhuga.“
5