Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1987, Page 22

Æskan - 01.05.1987, Page 22
Pað er orðið algengara en svo að veki furðu að hljómsveitir „utan aflandi“ beri sigurorð af þeim setn upprunnar eru af Stór-Reykjavíkursvœði — í beinni keppni og að vinsœldum almennt. Ofarlega eru í huga hljómsveitirnar Grafík frá ísafirði, Greifarnir frá Húsavík (að mestu), Skriðjöklar frá Akureyri, Dúkkulísurnar frá Egilsstöðum og Sú Ellen einnig að austan, Lögmenn frá Vík — og eru hér þá aðeins taldar „ unglinga “hljómsveitir eða þœr sem í byrjun ferils hafa helst höfðað til ungs fólks — og sjálfsagt þó ekki allar. í vor hafa komið fram á sjónarsviðið svo að alþjóð (eða því sem næst) veitti eftirtekt: Stuðkompaníið frá Akureyri, Metanfrá Sauðárkróki, Kvass frá Stykkishólmi, Illskásti kosturinn frá Hvolsvelli, Rocky frá Skagaströnd, — og voru í þessari röð frá 1. til 5. sœtis í keppni Tónabœjar og Bylgjunnar. Því hefur að sjálfsögðu fylgt að blaðamenn og þeir sem undirbúa útihátíðir í sumar hafa keppst um að ná tangarhaldi á þessum nýju „stjörnum“. Þegar þetta er slegið inn í tölvuna er til að mynda vitað að Metan, Kvass og Rocky verða allar í Galtalækjarskógi. (Raunar verða þar líka Rauðir fletir, velmetnir Reykvíkingar, og Bláa bílskúrs- bandið af sama svæði en þar er í far- arbroddi Guðmundur sá Pétursson sem vakti heimsathygli á íslandi þeg- ar hann plokkaði gítarinn að kosn- ingadagskveldi) Við höldum þeim sið að kynna hér í blaðinu vinsælustu hljómsveitirnar. Að þessu sinni byrjum við raunar á Metan en segjum síðar frá hinum. Fimm ára! Ég hringdi norður á Krók til að leita hófanna um viðtal við piltana í Met- an. (Ég mátti til að skrifa leita hóf- anna af því að þeir eru á þessu þekkta hrossaræktarsvæði) Árni Þór tók vel í viðtalsbeiðnina. Ég vissi að þeir eru allir ungir að árum og velti fyrir mér hvort þeir hefðu frá nokkru sérstöku að segja, spurði hvort þetta væri ekki nýstofnuð hljómsveit. „Ja, við erum nú fimm ára í dag...“ Ég vissi ekki hvort ég ætti að óska þeim innilega til hamingju eða biðja innvirðulega afsökunar á fáfræði minni. Sennilega gerðist hvorugt. Ég held að ég hafi ekki sagt neitt skynsamlegra en „Nú, það er bara svona.“ En við ákváðum að ég hringdi síðar. (Fyrirgefðu, Jón Bergsson!) Og það varðaði nú mestu. Karl Jónsson varð fyrir svörum. Hann sagðist vera 18 ára og leika á trommur. Jafnaldra honum eru Svavar Sigurðsson gítarleikari, Kristinn Baldvinsson, Birkir Guð- mundsson og Kristján Gíslason hljómborðsleikarar, og er sá síðast- nefndi jafnframt söngvari, en ári yngri er Árni Þór Þorbjörnsson bassaleikari. „Erum mjög stoltir af því" Þegar ég heyrði að þeir eru svo margir þótti mér enn aðdáanlegra að þeir skyldu hafa haldið saman í fimm ár. „Já, við erum allir vinir og félagar og höfum verið frá því að við vorum smápattar. En það reynir auðvitað á að vera svona mikið saman. Það er ekki alltaf „elsku vinur“ hjá okkur enda er nauðsynlegt að hreinsa and- rúmsloftið annað veifið.“ Fjórir þeirra eru við vinnu í Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki (— já, nám er vinna!) en Kristinn og Birkir stunda aðra vinnu á staðn- um. Námsmennirnir segjast eiga tvo vetur eftir til stúdentsprófs — ef ekkert verði til að tefja. Ég þykist heyra að þeir eigi við annir við spila- mennsku — þó að það sé ekki rætt frekar. Metan: Kristinn, Karl, Árni Þór, Kristj^ — Birkir krýpur fyrir framan. Ljósnn-: 22

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.