Æskan - 01.05.1987, Qupperneq 23
r ;
á k. —iii
— Þrír hljómborðsleikarar —
hvernig reynist það?
„Það gengur með afbrigðum vel.
Við erum mjög stoltir af því.“
Þegar talað er í síma er maður
ekki alltaf viss um hvernig á að taka
það sem sagt er. Stundum er nauð-
synlegt að sjá svipinn líka. Ég ræð
ekki alveg í tóninn en svarið gefur
mér tilefni til að rifja upp söguna um
manninn sem spurði hvorir væru
betri með sig, Skagfirðingar eða
Húnvetningar en var svarað að það
væru Þingeyingar. Sjálfsagt er sagan
til í mörgum mvndum og sýslunum
víxlað að vild. Eg Húnvetningurinn
fer ekki frekar út í þá sálma. En eftir
samtalið þykist ég hafa skynjað að
þetta séu fremur hógværir piltar þó
að þeir beri sig vel eins og vera ber!
— Tónlistarsmekkur?
„Hann er svipaður hjá okkur öll-
um. Það má segja að við séum alætur
á tónlist.
Já, við vorum í tónlistarskóla og
gerðum heiðarlegar tilraunir á því
sviði en hættum svo vegna tímaleys-
is. Við Árni Þór byrjuðum sjö ára en
hinir aðeins eldri en við,“ segir Karl.
Eftirlætishljómsveitir?
„Stuðmenn eru númer eitt, tvö og
þrjú. Ég held að við nefnum ekki
aðra.
Nei, engin sérstök erlend hljóm-
sveit, að minnsta kosti engin sem við
erum á einu máli um.“
Alltaf fylgt okkar
eigin línu
— Hafið þið tekið ykkur ein-
hverja hljómlistarmenn til fyrir-
myndar umfram aðra?
„Nei, við teljum að við höfum allt-
af fylgt þeirri línu sem við höfum
skapað sjálfir. En raunar er aldrei
hægt að sverja fyrir að þeir sem mað-
ur hrífst af hafi einhver áhrif..
Ég spyr hvernig þeirri „línu“ verði
best lýst en kemst litlu nær því en
það að þetta sé „þeirra eigin lína“ og
að hún sé mjög langt frá pönki.
— Hafið þið áður tekið þátt í
keppni sem þessari?
„Fyrir „löngu,“ þegar SATT
(Samband alþýðutónskálda og tón-
listarmanna) stóð fyrir Músíktil-
raunum, vorum við með. Pá hétum
við Bad boys (Slæmir strákar).
Nei, við vorum ekkert pönkaðri þá
þó að nafnið hljómi kannski þannig.
Við höfum alltaf verið sömu yndis-
legu strákarnir."
— Hafið þið komið oft og víða
fram?
„Frá því í fyrrahaust höfum við
leikið á almennum dansleikjum, all-
víða, en áður á unglingadansleikjum
og viðburðum („uppákomum“).“
Hljómplata
í sumar
— Fiamtíðaráætlanir?
„Áætlanir gerum við aðeins til
skamms tíma. í sumar munum við
leika á ýmsum stöðum, m.a. á Bind-
indismótinu í Galtalækjarskógi um
verslunarmannahelgina, og hljóð-
rita lög til útgáfu á plötu. Annað er
ekki að segja að svo komnu nema
við ætlum okkur að komast í fremstu
röð...“
— Verða ykkar eigin tónsmíðar á
hljómplötunni?
„Já, við höfum leikið okkar eigin
lög — með öðru — frá því að við
byrjuðum. Við höfum bara ekki
fengið tækifæri til að koma þeim á
framfæri fyrr en núna. Á plötunni
verða a.m.k. sex lög.
Annars má bæta því við að við
höfum samið söngleik; flest lög og
textar eru fullmótuð. Okkur dreym-
ir að sjálfsögðu um að setja hann á
svið. Hann fjallar um feiminn strák
myndbandssjúkra foreldra og sæta
stelpu, dóttur vinafólks þeirra. Það
er mjög létt yfir þessu.
Já, sennilega verða það nemendur
Fjölbrautaskólans sem flytja söng-
leikinn en það er þó óráðið enn.
Krakkarnir eru ekki algerir byrjend-
ur í slíku. Þegar við félagarnir vorum
í 9. bekk var söngleikurinn Grettir
fluttur af nemendum grunnskólans í
7.-9. bekk. Við sáum um hljómlist-
ina og Kristján lék Glám.“
Pá erum við nokkru nær um strákana
í Metan.
En við bíðum auðvitað í ofvæni
eftir að heyra í þeim. Skagfirðingar
og nágrannar njóta nálægðarinnar
— við hin verðum að bíða um sinn.
Raunar hitti ég þá í Galtalæk
— ásamt þúsundunum þar.
Kannski þú líka, lesandi góður?
23