Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1987, Qupperneq 26

Æskan - 01.05.1987, Qupperneq 26
Hitt og þetta frá Hólmavík Hæ, hæ, kæri Æskupóstur! Við erum hér tvær á Ströndum og eigum heima í sama húsi á Hólma- vík. Samt erum við ekki systur. Við heitum Guðbjörg og Jensína og erum báðar 14 ára. Við ætlum að segja ykkur sitt hvað frá Hólmavík — þó að raunar sé ekki frá miklu að segja. Við erum í skólanum frá mánu- degi til föstudags (en það eru víst fleiri!) og líkar ágætlega. Félagsmið- stöð er opin tvisvar í viku og kvöld- vökur eru haldnar hálfsmánaðar- lega. Á kvöldin förum við oftast út að ganga. Þessa dagana er dansnám- skeið hér og á því er ofsalegt fjör. Einn kennaranna, Attý, stjórnar leiklistarnámskeiði fyrir þá nemend- ur 7., 8. og 9. bekkjar sem vilja taka þátt í því. Það er frábært. Við erum að setja á svið leikritið um Lísu í Undralandi. Það er nokkuð „stórt stykki“ og við erum dauðhræddar um að það takist ekki nógu vel. Hér er líka tónskóli. í honum eru allmargir nemendur og leika á ýmis hljóðfæri. Árshátíðin verður haldin eftir nokkra daga og undirbúningur stendur sem hæst. Við erum því sjaldan heima. Við biðjum að heilsa öllum les- endum Æskunnar og þeim sem vinna við blaðið — og þökkum kær- Hæ, Æska! Eg heiti María og á heima skammt frá Eiðum á Fljótsdalshéraði. Ég er í skóla að Eiðum. Þar er ágætt að vera. Félagslíf hefur verið gott en mætti þó vera enn betra. Eina helgina var haldið íþrótta- mót fyrir alla „litlu“ skólana í grenndinni, þ.e. Brúarásskóla í Jök- ulsárhlíð, Skjöldólfsstaðaskóla í Jökuldal, Hallormsstaðaskóla, Borgarfjarðarskóla og Eiðaskóla. Keppt var í innanhússknattspyrnu, borðtennis, langstökki, hástökki, skák og 800 metra hlaupi. Keppend- um var skipt í þrjá flokka; saman kepptu nemendur 1. — 3. bekkjar, 4,— 6. bekkjarog7. — 8. bekkjar. Krökkunum frá Eiðum gekk ágæt- lega í flestum greinum. Kvöld eitt í vetur fengum við grunnskólanemar lánaðan íþrótta- salinn hjá nemendum Alþýðuskól- ans og héldum körfuknattleiks- keppni. Mínu liði gekk alveg ágæt- lega en ég man ekki í hvaða sæti við vorum. Knattspyrna utanhúss og borð- tennis hafa líka verið mikið stunduð í vetur. Nokkrir krakkar tóku þátt í Aus urlandsmóti í borðtennis og einn e tveir hlutu meistaratitil í sinUI flokki. , - Hér var líka haldið íþróttamo1 1 óvenjulegum keppnisgreinnm- Keppt var í hjólböruleikni og " akstri, tunnuveltu (hver kernS_ lengst?), hindrunarhlaupi, klemnm leit (hver finnur flestar?), öskru ^ (hver hefur hæst?), pokahlaup' tvíhlaupi. Þátttaka var góð, raUIlU miklu betri en stjórnendurnir bjug? ust við. Bless, bless, María H. Pétursdóttir, Snjóholti, Eiðaþinghá. Eftirherma Kæra Æska! Ég sendi þér tvo brandai"3 Lísa: Mamma, mamma, ég 3 hermt eftir skógarþresti! Mamma: Flautaðu þá fyrir mtg- Lísa: Ég get ekki flautað en ég 3 étið maðka! Hvort er betra að flytja börn ee>‘ múrsteina á palli vörubifreiðar -’ Múrsteina. Þeir þurfa ekki að fa ‘ á salernið! Bless, bless, Mœja. lega fyrir frábært blað. Bless, Jensína og Guðbjörg. ÆSKUPÓSTURINN 26

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.