Æskan - 01.05.1987, Side 38
(rinn Bob Geldof, forsprakki „ Live Aid; -
tónleikanna.
merkilegt framlag í baráttuna gegn
aðskilnaöarstefnunni í S-Afríku að ís-
lenska sjónvarpið sýndi Bono og fé-
laga kyrja lagið í annáli erlendra frétta
fyrir árið 1985.
Um svipað leyti kom írska þjóð-
lagasveitin Clannad laginu „In a Li-
fetime" efst á vestræna vinsælda-
lista. Bono Vox söng þar sem gestur.
Alþjóðlega mann-
réttindahreyfingin
í fyrra skipulagði Bono mikla tón- I
leikaferð á vegum Alþjóðlegu mann-
réttindastofnunarinnar, Amnesty Int- I
ernational, um Bandaríkin. Honum til I
fulltingis voru Sting og söngkonan
Joan Baez, sem heimsótti íslend- I
inga sællar minningar í haust er leið. I
Núna fyrir páska innsigluðu írsku I
fjórmenningarnir í U2 stöðu sína sem 1
virtasta og vinsælasta rokkhljóm- ■
sveit heims þegar þeir sendu frá sér ■
vel heppnaða plötu, „The Joshua
Tree“. Af henni hefur lagið „With or I
Without You “ (Með eða án þín) stað- ■
ið fyrir sínu, m.a. á vinsældalistum m
Rásar 2 og Bylgjunnar. Eftir sem
áður er U2 þó framar öðru breiðskífu-
hljómsveit.
Easterhouse
I kjölfar vinsælda U2 hefur fjöldi
hljómsveita gert út á sömu mið í
rokkmúsíkstíl með góðum árangri.
Nægir í því sambandi að nefna
Cactus New World og Easterhouse
sem báðar eiga ættir að rekja til (r-
lands. Sú síðarnefnda hefur reyndar
gert út frá Manchester á Englandi.
Forsprakkar hennar eru samt írar og
uppistaðan í yrkisefnum þeirra er
málefni Irlands.
Sade og Madonna
Ágæti Poppþáttur!
Hver er póstáritun Sade og Ma-
donnu? Viljið þið birta veggmynd af
Sade og fróðleiksmola um hana? (Ég
veit allt um Madonnu).
S.L.M.
Sade
Helen Fola-Sade Adu fæddist í Níg-
eríu 16. janúar 1960. Hún ólst upp í
Englandi og lærði fatahönnun. Sem
tískuteiknari komst hún í kynni við
liðsmenn Spandau Ballet og fleiri
poppara. Hún var sísyngjandi og
semjandi sönglög. Frumraun henn-
ar á sviði var þó bakröddun með
hljómsveitinni Pride. Áður en leið á
löngu var Ijóst að það voru sönglög
Sade og hvíslandi söngrödd hennar
sem fólk vildi heyra öðru fremur.
Póstáritun Sade og Madonnu er:
SADE
1-3 Mortimer Street
London W1, England
MADONNA
Winterland, Suite 500
150 Regent Street
bals
Fine Young Cannibals
Getið þið sagt mér eitthvað urn
liðsmenn Fine Young Cannibals og
birt veggmynd af þeim?
Freddi
Fine Young Cannibals (Ungar og
ágætar mannætur) varð til þegar
vinsæl ska-hljómsveit, Beat, hsettr
Þá ákváðu bassaleikarinn David
Steel og gítarleikarinn Andy Cox ao
stofna tríó. Þeir auglýstu eftir söngv-
ara. Roland Gift svaraði auglýsiog'
unni og var ráðinn. Sérstæð rödd
hans á eflaust nokkurn þátt í þoirri
vinsældum sem Fine Young Canni-
bals njóta fyrir lög á borð við
„Johnny Come Home“ og „Susp'
icious Minds".
að Ragnhildur Gísladóttir hefur
stofnað nýja hljómsveit? Sú hljóm-
sveit heitir Leynisveitin og hefur á
að skipa auk Ragnhildar hljómborðs-
leikurunum Jakobi Magnússyni og
Jóni Kjell.
að Helgi Björnsson, fyrrverandi
söngvari Grafíkur, hefur stofnað
hljómsveit sem hann kallar Og svo
skein sól? Með Helga í hljómsveit-
inni eru nokkrir fyrrverandi liðsmenn
Tappans, m.a. Jakob Magnússon
fyrrverandi bassaleikari MX21.
Ragnhildurog Jón Kjell
að Þorsteinn Magnússon, gitar'
leikari MX21, hefur að undanförnu
verið á þeysireið út um allan heid
38