Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1987, Page 40

Æskan - 01.05.1987, Page 40
Afreksmenn og ofurhuga1 „Afrek einstakra íþróttamanna okkar, sem eru á heimsmœlikvarða, sanna að með ástundun og markvissri þjálfun er hœgt að ná árangri sem skapar meistarann um leið og einstaklingurinn verður líkamlega og andlega betur undir það búinn að takast á við lífið og tilveruna. “ Þessi setning er úr ársskýrslu Iþróttasambands fatlaðra 1986. Varstu hissa á því? Vissir þú ekki að það samband væri til? Jú, sennilega, en eflaust hefur þér komið á óvart að talað er um afrek á heimsmæli- kvarða. F>ar er þó ekkert ofmælt. Og það á við marga af félagsmönnum í íþróttafélögum fatlaðra. Pó er ekki langt síðan slíkum félögum var kom- ið á legg. Hið fyrsta þeirra, íþrótta- félag fatlaðra í Reykjavík, var stofn- að 30. maí 1974. Landssambandið r var stofnað fimm árum síðar og nú eru 14 félög innan vébanda þess. Mikilvægt er fyrir alla að geta stundað íþróttir við sitt hæfi. Það á ekki síst við um fatlað fólk. Raunar er því það enn meira virði en öðrum- íþróttaiðkun hefur aukið því sjálfS' traust og auðveldað því að eiga sam- skipti við ófatlaða, auk þess að styrkja það og stæla. A gúmbáti niður Hvítá Sá hugsunarháttur var lengi ríkj- andi hér á landi að fötlun hindraði menn í að taka þátt í að heita má öll- um íþróttum. Sem betur fer hefur það breyst. Mönnum verður æ betur ljóst að fatlað fólk getur reynt sig í fjöldamörgum greinum. Fréttir fjöl- miðla af ágætum árangri þess í íþróttum hefur fært flestum heim sanninn um það. Þó er ekki að efa að ýmsa hefur undrað að lesa frásögi1 um þátttöku fatlaðra í ferð á gúlT1' báti niður Hvítá í fyrrahaust. Tildrögin voru þau að félagar Nýja ferðaklúbbsins, sem skipulafh höfðu ferð breskra ofurhuga um Is' land í fyrrasumar — en meðal þeirra voru nokkrir fatlaðir, " . buðu félögum ÍF að taka þátt í h'kr> för og farin hafði verið niður Hvítá- Boðinu var tekið með þökkum og úr varð að átta fatlaðir garpar sigldu með stjórnendum frá Nýja ferða- klúbbnum um 13 km leið niður Hvít* ána neðan Gullfoss. Fjórir þeirra voru hjólastólanotendur og þrír af þeim meira eða minna lamaðir upp að höndum. Tveir leiðangursmanna voru spelkaðir á fótum og tveir voru þroskaheftir. Útbúa varð sérstök sæti úr plastbrúsum fyrir þrjá af 40

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.