Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1987, Qupperneq 45

Æskan - 01.05.1987, Qupperneq 45
 ** alþjóS!!S~menn ^1' Sakleysisins ásamt gæslumönnum sínum, stórgæslumanni og 3agæslumanni. m'^' atriða léku nokkrir félagar ukunnar á hljóðfæri. Hallvarður Logason og Steinþór Ö. Gunn- rsson léku saman á básúnu og bari- -°n; Kristín E. Guðmundsdóttir lék Pianó, Ása Einarsdóttir á fiðlu, Al- Sandra Kojic og Margrét D. afnarsdóttir fjórhent á píanó. Arnj Norðfjörð þinggæslumaður irutJi ávarp og Kristín Steindórsdótt- terði gæslumönnum gjafir úr 'nningarsjóði Steindórs Björns- s°Qar frá Gröf. Gæslumaður þakkaði öllum vetr- rstarfið og síðan var fundi slitið. ^tn sóttu 107 manns. hi A f'r ^un<áinn voru kaffiveitingar í 'ðarsal fyrir fullorðna fólkið. Voru Par fltttt ávörp og Æskunni færðar ^ argar góðar gjafir. Á meðan sátu °rnin að hamborgurum, gos- >kkjum og ís í öðrum sal og döns- UOu síðan við diskótek til kl. 22.30. ^ ,A laugardaginn fór glaður hópur j barna og 8 fullorðinna í Galta- ®kjarskóg. Par stjórnaði Árni orðfjörð íþróttaþrautum og var 'kið kapp í krökkunum því að góð erðlaun voru í boði. Veðrið var með eindæmum gott og kunnu allir vel að meta að hlaupa um í skógin- um. Um kvöldið var kvöldvaka með skemmtiatriðum sem félagar sáu sjálfir um og þar fór fram úrslita- keppni íþróttaþrautanna. Eftir kvöldkaffið voru svo veitt verðlaun af ýmsu tagi, bikarar, peningar, bækur og leikföng. Á sunnudag var hverjum frjálst að gera það sem hann vildi fram eftir degi. Óvæntur viðburður varð um kaffileytið er bornar voru fram súkkulaðitertur en einn félaganna, Hörður Ellert, átti afmæli þann dag og hélt það hátíðlegt þarna. Um kl. 16.30 var síðan haldið heim og þar með var fjögurra daga afmælishaldi lokið.“ — Gæslumenn Æskunn- ar, auk Lilju, eru Helgi Hafsteinsson og Rúna Baldvinsdóttir. Eins og hundrað árum áður! Afmælisdagur Sakleysisins nr. 3 á Akureyri var 10. júlí en hans var minnst laugardaginn 4. október. Um miðjan daginn var kvikmyndasýning í aðra öld... í Borgarbíói fyrir félaga barnastúkn- anna þriggja á Akureyri og gesti. Hátíðarfundur var um kvöldið og hófst kl. 20.30 Hann sátu um 80 manns. Guðmundur Magnússon flutti ágrip af sögu stúkunnar og ræð- ur héldu Kristinn Vilhjálmsson stór- gæslumaður unglingastarfs og Es- björn Hörnberg leiðtogi barnastarfs á vegum alþjóðasambands góð- templara. Lýst var kjöri heiðursfé- laga stúkunnar, þeirra Klöru Niel- sen og Kristins Vilhjálmssonar. Klara varð félagi í stúkunni árið 1914! Að fundi loknum var boðið til veislu. Par voru framreiddar girni- legar tertur og kökur og súkkulaði- drykkur borinn með. Á stofnfundi stúkunnar hundrað árum áður gaf Friðbjörn Steinsson börnunum ein- mitt súkkulaði að drekka. Pað var mikill munaður í þá daga. Friðbjörn var einn af frumherjum góðtempl- arastarfs á íslandi og fyrsti stór- gæslumaður unglingastarfs. Eydís Úlfarsdóttir, ritari stúkunnar, lék á fiðlu ásamt móður sinni Mögnu Guðmundsdóttur sem einnig var fé- lagi stúkunnar í bernsku. Stúkunni voru færðar margar og myndarlegar gjafir og gestir voru all- ir leystir út með penna og bókamerki sem gerð höfðu verið í tilefni afmæl- isins og voru áletruð með nafni stúk- unnar. Gæslumennirnir, Sveinn Krist- jánsson og Sigurlaug Jónsdóttir, höfðu veg og vanda af öllum undir- búningi. Þeim var vel þakkað fyrir ánægjulegan fund og myndarlega veislu — og ekki síður fyrir ósér- hlífið starf sem gæslumenn í tæpa tvo áratugi. í tilefni afmælisins gaf barnastúk- an út afmælisrit og minnispening. í ritinu eru birtar kveðjur frá ýmsum velunnurum stúkunnar. Meðal þeirra er Pétur Sigurgeirsson bisk- up. Hann segir þar: „Pað er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að senda ykkur afmælis- kveðju í tilefni af 100 ára afmæli barnastúkunnar ykkar „Sakleysið'1. Ég er þess fullviss að þið hafið gott af því að vera í barnastúku. Pá hugsa ég til bernskudaga minna á ísafirði. Þar var ég í barnastúku. 45

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.