Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1987, Page 46

Æskan - 01.05.1987, Page 46
Mér eru enn í fersku minni áhrifin sem ég varð þar fyrir gagnvart áfengi. Þangað hygg ég að megi rekja rætur þess að ég tamdi mér það að vera bindindismaður. Ég man að ég leit upp til eldri félaga minna í stúkunni og fylgdist vel með starfi þeirra á stúkufundum. Annar félags- skapur studdi mig í þessum góða ásetningi. Það var skátafélagið Ein- herjar. Það samræmdist ekki skáta- félagsskapnum að drekka áfengi.“ Fundirnir verða oft langir Barnastúkan Fjallarós nr. 145 fagn- aði 30 ára afmæli með fundi í fyrra- haust. Auk venjulegra fundarstarfa var spilað bingó og dansflokkurinn Svörtu ekkjurnar úr Reykjavík sýndi. Kristinn Vilhjálmsson stór- gæslumaður flutti ávarp og færði stúkunni peningagjöf fyrir hönd Unglingareglunnar. Að lokum var sest að góðum veitingum. Stúkan starfar í Seljalandsskóla undir Eyjafjöllum. í bréfi gæslu- manns stúkunnar, Rósu Aðalsteins- dóttur á Stóru-Mörk, til blaðsins segir m.a.: „Stúkan var stofnuð 9. mars 1986 og varð því 30 ára á síðasta ári. Ekki eru lengur til tölur um félagafjölda fyrstu árin en þegar núverandi gæslumaður tók við stúkunni haust- ið 1965 voru félagar 48 að tölu. Stúk- an starfaði þá í tveimur deildum, „austan-deild“ og „vestan-deild“. Þetta kom til af því að á þeim árum var kennslufyrirkomulag í skólanum þannig að börnin komu aðeins ann- an hvorn dag í skólann — annan daginn börnin sem áttu heima aust- an við skólann en hinn daginn þau sem áttu heima vestar í sveitinni. Þar sem fundir voru haldnir eftir skóla- tíma varð að hafa tvær deildir. Þetta breyttist með breyttum kennsluhátt- um 1967 og síðan hefur stúkan starf- að í einu lagi. Börnum hefur fækkað í sveitinni frá því er var og nú eru fé- lagar 22. Stúkan starfar þó enn af miklum krafti. Fundirnir vilja oft verða lang- ir því að auk venjulegra fundarstarfa og fræðslu um bindindismál sjá börnin um skemmtiatriði, oft frum- samin leikrit, spurningakeppni. tískusýningar og margt fleira. Un ' anfarin ár hafa diskódansar ven meðal atriða og ekki minnkaði áhug inn á því er Kristinn kom með dans flokkinn á afmælisfundinn. Enn er ótalinn einn þáttur í star j stúkunnar en það eru ferðirnar a vormót barnastúkna í Galtalækjar' skógi. Margir af þeim sem fóru 1 fyrstu ferðirnar eru nú hátt á þrítugs- aldri og eiga þaðan ógleymanlegar minningar. Bst. Fjallarós sendir félögum allra barnastúkna á landinu og lesendum Æskunnar bestu kveðjur.“ Nágranni Fjallarósar, — Fjallasól nr. lól-. varð 20 ára í vetur. Hún heldur fundi í Skógaskóla. Ólafur Jónsson fra Hafnarfirði, en hann stofnaði stúk- una, stjórnaði afmælisfundinum' Stórgæslumaður ávarpaði félaga og Bergþóra Árnadóttir söng og stjórn- aði fjöldasöng. Organisti var Þórður Tómasson, einn stofnenda. Að loknum fundi var afmælisveisla og myndarlegar tertur bornar á borð. Guðlaugur Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Stórstúkunnar, tók fundarstörf upp á myndband og er það í fyrsta sinn sem slík heimildar- mynd er tekin. Á fundum stúkunnar er lesið upp og föndrað og félagar fá tækifseri til að tjá sig um það sem þeim liggur a hjarta. Einnig eru flutt stutt skemmtiatriði og spilað bingó. Að sjálfsögðu taka félagar þátt í vor- mótinu í Galtalækjarskógi. Gseslu- maður stúkunnar er Guðný A. Val- berg á Þorvaldseyri. 46 Frá afmælishátíð bst. Fjallasólar. Ölafur og Guðný fyrir miðju

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.