Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 47

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 47
Gúmmístígvélið Fyrir nokkrum árum þegar ég var atta ára en frænka mín sjö stálumst út á hafnargarða. Við vorum í Sumarfríi og okkur langaði til að §era eitthvað verulega skemmtilegt °§ helst harðbannað. Þennan dag Var þoka og hlýtt í veðri og við vor- um léttar á okkur þegar við trítluð- um út úr bænum og upp á hraun. Þegar við komum að Skansinum atum við nokkrar fallegar hundasúr- Ur sem vaxa þar út um allt. Pví næst §engum við að sandfjörunni. . I flæðarmálinu lá reykháfur á hlið- 'nni. Hann hafði verið tekinn af ein- nyerju húsi og færður þangað. Við fórum að reyta þara sem óx neðan á honum og létum hann upp á stromp- 'nn. Við lékum okkur í mömmuleik °g þóttumst vera að elda. Við hugs- uðum bara um þarann sem við vor- Urn að matbúa og tókum ekki eftir sjónum sem var farinn að flæða allt í ^ringum okkur. Allt í einu fann ég að ég var orðin fennandi blaut í fæturna. Ég var í skóm en Steinunn var í gúmmístíg- vélum. Ég hnippti í Steinunni og ðenti henni á þá ísköldu staðreynd að við værum næstum því úti á rúm- sjó. Við flýttum okkur því að klifra uPþ á strompinn. Ég stakk upp á að Steinunn bæri ^nig í land þar sem hún var í gúmmí- stígvélum. Satt að segja leist henni ekki eins vel á þessa ágætis hugmynd °g mér, hún var gjörsamlega á móti henni, meira að segja svo að ég varð a& láta undan. Okkur datt fljótt ann- að ráð í hug og það gátuin við báðar s®tt okkur við. Steinunn átti að vaða fyrst í land og kasta til mín stígvélun- um og svo kæmi ég á eftir. Steinunn stökk niður af strompnum og óð í jand. Sem betur fór var logn og ágæt- isveður svo að hún komst ósködduð í land. Hún kastaði öðru gúmmístígvél- inu til mín. Ég greip það fimlega. Svo kastaði hún hinu en þá fór verr. eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur Það sveif langt yfir mig og lenti langt úti á sjó. Steinunn stóð alveg bandóð í fjör- unni og kallaði á gúmmístígvélið og bjóst greinilega við að það kæmi fljúgandi til sín. Hún öskraði af ein- tómri illsku og tók svo til við að dansa æðisgenginn stríðsdans í flæð- armálinu. Ég fékk að vita að þetta væri alveg nýtt og dýrt og æðislega þægilegt og fallegt gúmmístígvél sem þarna var að sigla nærri hafnargarðinum. Ég sá þetta óbætanlega stígvél óljóst í fjarska. Steinunn gerði hlé á þessu diskórokki eða indíánahoppi sem var engu líkt, tók undir sig stökk og hljóp út að vita. Ég sá á svip hennar að hún hafði komið auga á hið dýr- mæta stígvél. Hún stökk niður í stór- grýtisurðina og hoppaði lipurlega á sokkaleistunum milli steinanna. Síð- an óð hún út í til að ná gúmmístígvél- inu. Hún þurfti ekki að vaða langt, ekki nema einn til tvo metra og þar náði hún tökum á þessu stórmerki- lega gúmmístígvéli og neitaði að láta það af hendi aftur. Ég varð því að svamla í land á einu gúmmístígvéli. Raunar var orðið svo djúpt að ekk- ert gagn var að stígvéli! En nú fórum við fyrst að hugsa um hvað mamma mín og pabbi og amma okkar og afi segðu. (Steinunn á heima hjá afa og ömmu). Við fórum til ömmu því að við héldum að það væri vissara að halda þessu ferðalagi leyndu fyrir foreldrum mínum. En svo slysalega vildi til að pabbi og mamma voru í heimsókn þar. Þegar þau sáu okkur urðu þau alveg æf. Pau þurftu að fá nákvæma lýsingu á því hvað við hefðum verið að gera. Ég laug djarflega og sagði að við hefðum dottið í poll. Pabba og mömmu fannst það ótrúlegt, varla hefðum við báðar dottið í sama poll- inn. Við vorum blautar upp á mið læri og grænar af þara og slýi og aldrei þessu vant hafði ekki rignt neitt að ráði í tvo daga. Þau vildu fá að vita hvar þessi dul- arfulli pollur væri. Ég sagði að hann væri á leikskólanum Rauðagerði. Pabbi og mamma óku þangað með mig en létu Steinunni bíða. Þegar þangað kom hófst mikil leit að poll- inum. Að lokum komust þau að þeirri niðurstöðu að enginn pollur væri þarna. Pau urðu alveg fjúkandi vond yfir hvarfi pollsins og sögðu að ég væri að skrökva, það væri alveg greinilegt að við hefðum verið niðri í fjöru. Ég þrætti og þrætti en ekkert dugði því að Steinunn var búin að viðurkenna allt þegar við komum til baka. Stíg- vélin hennar komu nefnilega upp um okkur. Þau voru morandi í grálodd- um, sölvahrútum og öðrum sjávar- pöddum sem eru ekki alla jafna á íeikskólum. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.