Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 10

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 10
Morgunnitin erfagur og mildur. Ég ekfram og aftur í leit að húsi Valgeirs Guðjónssonar. Við œtlum að hittast klukkan tíu. Ég er á réttri götu en mér gengur illa að finna húsnúmerið. Hann virðist búa ífelum. ílitlum botnlanga eru tvö hús sem ekki eru tölusett og það ruglar mig í ríminu. Ég geng á allar bjöllur — en allt kemur fyrir ekki — engin þeirra er merkt Valgeiri eða konu hans. Skyldi hann vera með dulnefni á bjöllunni sem aðeins Stuðmenn og nánustu œttingjar þekkja svo að hann fái frið fyrir aðdáendum? hugsa ég með mér. Rétt hjá er efnalaug. Hurð á salnum, þar sem hreinsunin fer fram, er opin. Starfs- menn eru að hleypa út gufumettuðu lofti. Best að spyrja þá, segi ég við sjálfan mig og rek höfuðið inn til þeirra. Ekki eykst vonin þegar ég sé að þar vinna einungis þrír menn af erlendu bergi brotnir, líklega Víetnamar. Þeir hafa komið auga á mig svo að ég ákveð vondaufur að bera upp erindið til að þeir haldi ekki að ég hafi ætlað að ræna nýlega hreinsuðum buxum til þess að fara í til tón- listarmannsins. Ég nefni húsnúmerið sem ég er að leita að og ungur grannvaxinn maður étur það upp eftir mér á bjagaðri íslensku. aldrei saj Ertu að leita að Valgeiri Guðjónssyni? spyr hann um hæl. Von kviknar í brjósti mér. Ég er líklega kominn á sporið. — Jú, ég veit hvar hann á heima, bætir Víetnaminn við eftir að ég hef svarað ját- andi. Það er rauður Saab fyrir utan hjá hon- um og ljós logar á luktinni fyrir ofan dyrnar. Nafnið er á bjöllunni. Stoltið skín af manninum, hann kannast greinilega eitthvað við Valgeir. Jú, ég finn húsið eftir leiðbeiningunum. Ljós logar á luktinni þó að bjart sé úti og ég dingla bjöllunni. Enginn svarar. Ég hendist aftur út í efnalaug og fæ að hringja. Jú, Val- geir er heima en bjallan er biluð! Fundum okkar ber saman eftir mínútu. Hann bíður á tröppunum til að leiða vegvilltan inn í hús. Fyrsta áfanga er náð! Grímur fyrir andlitinu Valgeir Guðjónsson þarf tæplega að kynna mörgum orðum. Hann er 35 ára, kvæntur Ástu Kr. Ragnarsdóttur og þau eiga soninn Árna Tómas 10 ára. Valgeir er höfundur sumarsmellsins, Popplags í g-dúr sem trónaði á toppi vinsældalista í nokkrar vikur. Segja má að það hafi tekið þar við sæti verðlaunalagsins Hægt og hljótt sem keppti fyrir íslands hönd í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Fleiri góð og vinsæl lög hefur Valgeir samið einn eða með öðrum, svo sem Vopn og verjur sem Bubbi Morthens syngur og Bara þú og ég, sungið af Bjarna Arasyni látúnsbarka. Svo má nefna nokkur lög Stuðmanna, svo sem íslenska karlmenn, Sigurjón digra, Slá í gegn, Ástardúett Hörpu Sjafnar Hermund- ardóttur og Kristins Stuðs Styrkárssonar Proppé og mörg fleiri. Valgeir býður mér til stofu og kaffibrús- inn eltir okkur. Þegar við höfum komið okkur makindalega fyrir í brúnum leður- hornsófa spvr ég hvort hann hafi frá barn- æsku ætlað sér að verða tónlistarmaður. „Nei, ég ætlaði mér aldrei að verða tón- listarmaður að atvinnu þó að ég byrjaði að gutla á gítar 10 ára,“ svarar hann. „Pað er Jakob vini mínum Magnússyni að kenna ég fetaði inn á þessa braut. Stuðmanna intýrið hófst í Menntaskólanum við Ham ^ hlíð. Hann plataði mig til að vera me tveim tveggja laga plötum sem voru ge út undir nafni Stuðmanna. Það var m' dulúð yfir hljómsveitinni því að enginn að vita hverjir við vorum. Annað tvegg laga á fyrstu smáskífunni okkar var H°n^' will you mary me sem margir kannast' Hún kom út 1973. Við spiluðum á nok 'ru^ böllum og vorum þá með grímur f>’nr 1 . litinu. Það var fremur erfitt en gaman ^ fylgjast með fjölmiðlamönnum og fleiru leiða getum að því hverjir við værum- Jakob Magnússon varð líka örlaga'a í lífi Steinars Bergs, hins kunna hljómp ° útgefanda. Fyrsta platan, sem hann ga var Sumar á Sýrlandi sem jafnframt ' fyrsta breiðskífa okkar Stuðmanna- 1 ^ höfðum þá gengið á milli útgefenda en eng^ inn þeirra hafði trú á að hún seldist >rl^ kostnaði. Steinar datt í lukkupottinn þ'1 ^ platanslóígegn. Hann gerðist upp úr þeS hljómplötuútgefandi og nú er fyrirtæki a eitt hið stærsta sinnar tegundar hérlendis- — Lékuð þið á böllum í MH? ., „Það var lítið um það. Ég man að við sp> uðum stutta stund á árshátíð skólans se haldin var á Hótel Sögu. Þá lékum við e'n góngu vagg og veltu (rock’n roll) toniis ^ Þetta var á hippaárunum. Við vorum fermingarfötunum okkar og létum brilljan tín í hárið. Það þótti djarft á þessum tíma þegar allir létu sér vaxa sítt hár og klæðna urinn var langt frá því að vera formlegur- árum seinna klæddu nýbylgjuhljómsve|Iir sig með þessum hætti.“ — Hvernig voru svo undirtektirnar. „Þær voru með fádæmum góðar. KraN arnir virtust vel kunna að meta okkur. L® man að ég kastaði mér á hnén með gítarin11 og tók gítarsóló. Þegar ég sá hvað fólk>nu þótti þetta fyndið varð mér rórra. Þetta 'ar engin smáræðis bíræfni því að allur heimur inn hefði hrunið og ég orðið hal!ærislegur huga krakkanna ef sýningin hefði mistes ist.“ Spilverkið varð til stuttu á eftir Stuð 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.