Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 20

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 20
Unglingasaga myndina, segir hann við sjálfan sig — og vonar það innst inni. Svenni getur ekki dregið að svara bréfinu. Hann sest við skrifborðið sitt, ýtir drasli, sem þar er, til hliðar, tekur fram stílabók og byrjar að skrifa. Hann hefur frá mörgu að segja. Næstu vikur skrifast Svenni og Agn- es á og kynnast hvort öðru æ betur. Honum finnst þau vera farin að þekkj- ast nógu vel til að hittast. Hann getur varla beðið þess dags! Hann hefur hugsað mikið um hvernig hann eigi að koma orðum að því — en þá er það hún sem verður fyrri til að nefna það. Hún skrifar um að hann þurfi endilega að slá á þráðinn ef hann eigi leið í bæinn og síðan, ef hann hefði tíma, gætu þau hist og ef til vill farið saman í bíó. Akraborgin er í förum á milli Akra- ness og Reykjavíkur mörgum sinnum á dag svo að Svenni er ekki í vandræðum með að komast á milli þurfi hann á því að halda. Nú ætlar hann að gera sér upp erindi til að geta hitt Agnesi. Frá því að hún nefndi þetta í bréfinu fyrir nokkr- um dögum hefur hann ekki getað hugs- að um annað. Meira segja kennaramir og sumir félaga hans kvarta undan því hvað hann er utan við sig. Svenni ákveður að skreppa yfir Flóann næsta laugardag. Hann hringir í Agnesi kvöldið áður til að vera viss um að hún geti hitt hann. Honum finnst hann vera að hníga niður þegar hann heyrir rödd hennar í símanum. Ekki verður aftur snúið. — Hæ, Agnes, segir hann hálfstam- andi. Þetta er Svenni. — H?e,segirhúndræmtogsvokem- ur stutt þögn. Annað hvort hefur hún lítinn áhuga á að heyra í honum eða þekkir hann ekki. Hann er á nálum. — Svenni, pennavinur þinn, flýtir hann sér að bæta við og óttast að hann lifi þetta ekki af. Hjartað berst og ham- ast. — Svenni, ert það þú!? hrópar hún svo glaðlega. Fyrirgefðu, ég kveikti ekki á perunni. En gaman að heyra í þér. Hvað segirðu, gæi? — Allt fínt! Hann ákveður að koma sér beint að efninu. Heyrðu Agnes, ég þarf að fara í bæinn á morgun. . . — Þú segir nokkuð! Svo hugsar hún sig um stutta stund. Verðurðu lengi? Hann getur ómögulega merkt á hljóminum hvort hún hlakkar til þess að hitta hann eða spyr bara af kurteisi. — Nei, bara eina nótt. Mér datt í hug. . Hann er hikandi. — Hvað? segir hún varfærnislega þegar hann þagnar. — Hvort við gætum eitthvað hist. Við höfum talað um það í bréfunum, þú manst. Hann finnur að hann er orð- inn skraufþurr í hálsinum. — Já, það væri gaman. Röddin er glaðleg.- Hvaða tími myndi henta þér best? Ekki er annað að heyra en að hún taki því vel. — Ég verð kominn um hálffjögur- leytið. Gætum við ekki bara hist fljót- lega eftir það, t.d. á Lækjartorgi? Hann finnur hvernig svitadroparnir renna í stríðum straumum niður síð- una. — Mér líst vel á það. . . Hefurðu kannski tíma til að skreppa í bíó? Frábært að hún skyldi hafa frum- kvæði að því! Hann átti bara eftir að nefna það. — Ég hef ekki séð neina af þeim sem nú eru sýndar. Viltu stinga upp á mynd? — Já, ég gæti hugsað mér að sjá Eyrnamanninn. Hún verður sýnd klukkan fjögur. Vinkona mín hefur séð hana og segir að hún sé bráðfyndin. Hún fjallar um mann sem getur flogið um heiminn þveran og endilangan á eyrunum. Algjör súpermaður! En ég vil segja þér strax að ég verð svo að fara á æfingu fljótlega eftir bíó. Það má eng- an vanta því að við eigum að leika áríð- andi leik á sunnudaginn. Hann skilur það, þakkar bara fyrir að hún skuli gefa sér tíma til að fara með honum í bíó. Þau ákveða að hittast við Útvegsbankann á Lækjartorgi kort- er fyrir fjögur. Eftir símtalið æpir hann af fögnuði svo að amma hans, sem er í heimsókn, fær fyrir hjartað. Svenni er bókstaflega með hjartað í buxunum þegar hann gengur frá Akra- borginni og í átt að Lækjartorgi. Veðr- ið er milt og gott. Hann er í bestu fötun- um sínum, snjóþvegnum gallabuxum. brúnum háskólabol, sem Þóru finnst svo fallegur, og í leðurjakka. Það du|' * .Ótl^ 1 ekkert minna fyrir fyrsta stefnum<- ^ ^ lífi hans. föstu. Hann hefur aldrei enn Svenni leggur sér lífsreglurnar einu sinni. Hann einsetur sér að v . léttur og skemmtilegur við A8ne Hann má fyrir alla muni ekki vera Í.XUU11 llltl LJlll UllU 1 * gj1 klaufalegur og taugaveiklaður. " þetta búið spil. Hann stikar inn Austurstrætið. Leid' sinn- in styttist. Hann dregur nokkrum • um djúpt andann. Fljótlega kem^ hann auga á Agnesi þar sem hún shur tröppunum við Útvegsbankann. k1 hefur greinilega klætt sig upp á eins hann. Hann fær ekki betur séð en hún sé búin.að setja á sig rauðan kinnaÚ 0 einnig varalit. — Hæ, Agnes, segir hann t?e~c[ hann er kominn upp að henni. Eg Svenni. Honum finnst hann dáh11 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.