Æskan

Volume

Æskan - 05.10.1987, Page 42

Æskan - 05.10.1987, Page 42
pAi V. KAFLI Guörún Marinósdóttir leggur hönd aö verki: Ur skuggalegu húsasundinu lágu tvær leiöir, önnur fram hjá nokkrum útúrfullum öskutunnum en hin með- fram hálfhruninni timburgirðingu. Lítil birta var þarna en lyktin bar ekki vitni um mikið hreinlæti. Álengdar heyrði ég í bíl og fannst mér hljóðið koma úr áttinni sem öskutunnurnar voru í. Þess vegna tók ég á rás í þá átt. Leiðin lá um nokkur forug sund útötuð í drasli. Skyndilega var ég kominn á breiða götu þar sem nokkur umferð var þó að enn væri nótt. Ég sá strax að þetta var Seleyrarvegurinn, aðalgatan í bænum. Einmitt við þá götu er skrifstofan mín. Bersýnilegt var að í næsta nágrenni vinnustaðar míns var annar heimur en sá sem ég þekkti best. Ég hélt að dyrum sem stóð á: VEGAGERÐIN - UMDÆMISSKRIF- STOFA,opnaði með lykli mínum og tók lyftuna upp á 4. hæð. Á dyrum skrifstofu minnar stendur Bergur Jóns- son — umdæmisverkfræðingur. Ég fór þar inn. Þar sem ég var að verða fullur gruiisemda leit ég í skyndi yfir skrifborðið, teikniborðið og skjala- hirslumar. Allt virtist óhreyft. Á teikniborðinu lágu drög að hönnunar- teikningum mínum af veginum gegnum Skuggadal en hann átti að verða Sel- eyringum samgöngubót. Það var stærsta verkefni mitt um þessar mundir að vinna að hönnun þessa vegar. Nú átti að hætta að nota stórhættulegan fjöruveginn þar sem brimið svall á aðra hönd en skriðuföll og snjóflóð ógnuðu á hina. Ég var að hugsa um ævintýri nætur- innar meðan ég horfði á teikningamar. Einnig var ég að velta því fyrir mér hvort of snemmt væri að hringja heim og láta fjölskylduna vita af mér. Þá hringdi síminn. Þegar ég tók upp tólið var fátt um kveðjur eða kurteisishjal. Dmngaleg karlmannsrödd sagði for- málalaust: VEGURINN UM SKUGGADAL SKAL ALDREI VERÐA LAGÐUR. Baldur VI. KAFLI Edda Björk Ármannsdóttir heldur söqunni áfram: Ég heyrði strax að þetta var sami mað- urinn og hafði skipað mér að fara inn í myglulyktarhúsið. — Hvers vegna ekki og hver ert þú? spurði ég. — ÉgheitiBaldurefþaðskiptirein- hveiju máli, sagði dmngalega karl- mannsröddin. Svo var skellt á. Ég leit á klukkuna og sá að hún var korter yfir fjögur. Ég hafði farið seint að sofa og nú hafði lítið orðið um svefn. Því ákvað ég að fara heim og reyna að sofna. Á leiðinni niður í lyftunni hugs- aði ég um hvaða Baldur þetta hefði ver- ið. Ég vissi um tvo menn á Seleyri og í nágrenninu sem hétu Baldur og gat varla sagt að ég þekkti þá. Annar var sjómaður og átti heima einhvers staðar á Grásleppuveginum. Hinn var bóndi á Skuggabjörgum í Skuggadal. Nýi veg- urinn átti einmitt að liggja um hans jörð. Þetta hlaut því að vera Skugga- Baldur eins og hann var kallaður. Ég vissi að minnsta kosti ekki um neinn annan sem gat komið til greina. Á lel inni heim ákvað ég að reyna að koffl3 að því næsta dag hvers vegna í ósköp unum Skugga-Baldur væri að þessu. Ég stóð lengi og horfði á rústirnar a bflnum mínum áður en ég gekk iun húsið heima. Þegar ég fór inn ganginn að svefnherberginu þótti mér grunsani lega kalt í húsinu. Ég leit þess vegnn eftir því í hinum herbergjunum hv0 einhvers staðar væri opinn gluggi- . ar ég leit inn í þvottahúsið brá mer 1 brún. Búið var að mölva dyrnar sem lágu út í garðinn. Ég fann hæfile£a stóra spónaplötu í geymslunni negldi hana fyrir gatið, fór síðan inn 1 svefnherbergið og reyndi að sofna- Eftir öll þessi ævintýri varð mér ek ' svefnsamt svo að ég reis upp aftur eh,r nokkra stund og rölti fram í eldhús-1 mér varð litið á eldhúsbekkinn sá e? eitthvað sem ekki átti að vera þar. Skn ugur og þvældur bréfmiði lá á borðinu' Á hann var skrifað með stórum- klunnalegum og hlykkjóttum stöfum eins og skjálfandi barn hefði verið ac verki: 42

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.