Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 18

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 18
Unglingasaga eftir Eðvarð Ingólfsson Hún heitir Agnes, þessi kvika og leikna stelpa í Fram. Hún er meðalhá og ljós- hærð með dökkbrún augu. Algjör súkkulaðidís! Svenni er að horfa á leik Fram og íA í íþróttahöllinni á Akranesi. Þóra systir hans, sem er einu ári yngri en hann, 13 ára, leikur með síðamefnda liðinu. Hann ætti auðvitað að halda með ÍA eins og allir sannir Akurnesingar gera — en hann segir ekki nokkmm manni frá því að hann heldur með Fram þegar Agnes er með boltann. Hann getur ekki slitið augun af henni; hún er svo sæt. Þetta er í annað sinn sem Svenni sér Agnesi keppa. í fyrra skiptið var það í Reykjavík fyrir mánuði þegar liðin léku saman í fyrri umferð í riðli sínum í íslandsmótinu. Hann ætlaði ekki að nenna á leikinn en Þóru tókst að draga hann með, sagði að ekki veitti af stuðn- ingsliði og bróðir sinn gæti því ómögu- lega skorast undan. Margir skólafélag- ar þeirra úr Gmndaskóla fóm til að hvetja liðið og Svenna fannst svo sem ágætt að fá frí í skólanum til að skreppa í bæinn. Hann sá ekki eftir því þegar hann uppgötvaði þessa stórkostlegu Agnesi! Þóra þurfti ekki að minnast á það einu orði að hann sæi seinni leik- inn, honum fannst það svo sjálfsagt. Það er ekki orðum aukið að Svenni er bálskotinn í Agnesi. Honum finnst hún beinlínis vera ómótstæðileg og bera af öðmm stelpum í liði sínu. Ekki var erfitt fyrir hann að komast að því hvað hún héti þegar áhangendur Fram- liðsins vom að hvetja hana áfram í fyrri leiknum. Þeirhrópuðu: Agnes! Agnes! þegar hún var með boltann. Eftir leik- inn gaf Svenni sig á tal við hávaxinn og hjólbeinóttan Frammara sem fræddi hann á því að hún væri dóttir Jóns Bjarnasonar, þjálfara liðsins. — Þetta er æðislega skemmtileg og vinsæl stelpa, sagði Frammarinn og var greinilega stoltur af því að þekkja hana. Agnes Jónsdóttir! Svenna fannst honum verða heilmikið ágengt, hann gæti auðveldlega flett pabba hennar upp í símaskránni og komist að því hvar hún ætti heima. stefnum( Næstu daga átti Svenni erfitt með að sofna fyrir hugsunum um hana. Hann lét sig dreyma um að þau væru á föstu og leið þá alltaf svo vel. En svo varð hann niðurdreginn þegar hann fór að velta fyrir sér hvernig hann gæti komist í kynni við hana. Hann hafði fram að þessu hugsað mörg ráð en misst trú á þeim öllum. Hann var í stökustu vand- ræðum! Þessum seinni leik í A og Fram lýkur með jafntefli. Akurnesingar geta vel við unað því að þeir skoruðu jöfnunar- markið á síðustu sekúndunum. Svenni er mjög ánægður með úrslitin því að hann hefði ekki viljað að Agnes tapaði og ekki heldur óskað systur sinni þess. Jafntefli er besta niðurstaðan. Svenni reynir að gleyma Agnesi næstu daga en getur það ekki. Honum er farið að líða illa yfir því að finna enga leið til að kynnast henni. Hann er búinn að missa trú á að af þvl 'e ^ nokkurn tíma. Hann hefur sig ekk'1 ^ hringja í hana þó að hann viti nUtneuII, því að hann veit hreinlega ekki hvað hann á að tala, óttast að húns ^ á sig og haldi að hann sé einhver rn_ dallur! { Viku eftir að leikurinn fór /ra^6t. íþróttahöllinni á Akranesi rennir p urinn nýjustu Æskunni inn um D ^ lúguna heima hjá Svenna. ^annfij;. áskrifandi að henni. Þóra hefur oft1 ^ ið blaðið þegar hún hefur séð Þa ^ undan honum og lesið þáð án þesS spyrj a fyrst um leyfi. En nú er þa^ r sem er fyrri til enda enginn an heima. Hann er nýkominn úr sk° um' ' lætur Svenni nær sér í svaladrykk og - fara vel um sig með Æskuna uPn^(. stofusófa. Hann les hverja greinin3 e ^ ir aðra og einnig les hann pennu" 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.