Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 31

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 31
í viðtali héldu lagi fengju að læra á hljóðfæri og vera með í hljómsveitinni. Hann rétti okkur munnstykki og benti okkur síð- an á að fara út í horn og stæla brunabíls- hljóð. Margir krakkanna heltust úr lestinni á þessu prófi en ég komst áfram. Síðan skoðaði Ólafur á mér munninn, kjálka og tennur, til að at- huga hvaða hljóðfæri hentaði mér best. Ég vildi læra á klarinett en hann vildi að ég lærði á trompet og það varð úr.“ — Er erfitt að læra á trompet? „Já, það krefst mikillar vinnu. Ég æfi minnst eina klukkustund á dag. Þetta kallar á þrotlausa þjálfun ef maður ætl- ar að halda sér vel við.“ — Eru fleiri í fjölskyldu þinni sem kunna eða eru að læra á hljóðfæri? „Aðeins systir mín. Hún er að læra á klarinett.“ Bjarni á fimm systkini. Systurnar eru í meirihluta, þrjár, en þeir bræðurnir tveir. Eldri bróðir hans er 30 ára. „Ég kalla hann stundum afa til að stríða honum af því aldursmunurinn er mikill á okkur," segir Bjarni og hlær við. „Stund sem aidrei gleymist" En hvernig atvikaðist að Bjarni tók þátt í Látúnsbarkakeppninni? „Ég sá auglýsingu um hana í Morg- unblaðinu kl. 8 einn morguninn," svar- eföihenna“! , "Ég var í Hólabrekkuskólaskóla Pegar ég byrjaði að læra á trompet,“ eg>r Bjarni. „Það vildi þannig til að ^ngkennarinn okkar, Ólafur, kom inn 1 ekkinn og bað þá að rétta upp hönd ^em vildu leika í skólahljómsveit. Við °rum nokkur sem gátum hugsað okk- Ur það. Síðan fór hann með okkur nið- r 1 söngstofu og tilkynnti að þeir sem ar hann. „Ég gerði þá ekkert í málinu en hugsaði þó um hana. Nokkru seinna hringdi vinur minn og núverandi um- boðsmaður, Hjalti Þorsteinsson, í mig og kvaðst hafa látið skrá mig að mér fornspurðum. Við höfðum kynnst vel í félagsstarfi í Árbæjarskóla. Svo kom að undankeppninni. Ég keppti á dansleik í félagsheimilinu Stapa í Njarðvíkum. Ég veit ekki af hverju ég var sendur þangað en ekki á Hótel Sögu þar sem Reykvíkingar kepptu. Ég hef satt að segja aldrei feng- ið neina skýringu á því. Við vorum nokkur sem tókum þátt í undankeppn- inni og fengum að æfa okkur með hljómsveitinni sama dag og keppnin fór fram. Um kvöldið bar ég svo sigur úr býtum. Skömmu seinna bað Jakob Magnús- son mig um að koma fram á Hótel Sögu og syngja lagið Slá í gegn sem ég hafði valið mér að flytja í keppninni í Stapa. Undirtektirnar á Sögu voru alveg frá- bærar. Ég hafði aðeins sungið fyrstu línuna þegar fólkið stóð upp og klapp- aði fyrir mér. Það stóð svo aftur upp þegar ég söng viðlagið. Þetta var væg- ast sagt stórkostleg reynsla fyrir mig og mikil hvatning." — Af hverju valdirðu lagið Slá í gegn en ekki eitthvert annað iag? „Ég ætlaði fyrst að syngja lagið Taktu til við að tvista en svo fannst mér röddin njóta sín betur í Slá í gegn. Þeg- ar ég var búinn að velja lagið endanlega skrifaði ég textann hjá mér til að læra hann og pikkaði út hljómana til að geta leikið með á gítar. Ég fékk síðan lánað söngkerfið hjá hljómsveitinni okkar og æfði mig að syngja lagið í herberginu mínu. Fyrst söng ég það með Agli Ólafssyni af plötu Stuðmanna en svo án hans.“ Bjarni segist hafa verið haldinn mikl- um sviðsskrekk í keppninni, hann hafi nötrað og skolfið áður en hann fór inn á Með umboðsmanni sínum og vini, Hjalta Þorsteinssyni 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.