Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 6

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 6
Úr æviferli Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar kenna sér undir skóla. Guðmun u og ráðfærði sig við nokkra félagn s ^ kom svo aftur með þau góðu tíðin u j þeir ætluðu að hjálpa honum. g dýrmæta hjálp var bæði mikil og g *. öll án endurgjalds. Þessir félagat mundar voru þeir Stefán Krist,||* frá Hrísey, síðar prófastur, og B° Bjarnason frá Reykhólum, síðar p astur. T ,|'U; Stúdentsprófi lauk Sigurður u Undirtitill Æskunnar var „Barnab1 " til mikillar ógæfu og jafnvel örlagavald- ar. Jóhannes varð með tímanum mikill drykkjumaður, ábyrgðarlaus gagnvart framtíð sinni og sinna. Þannig lærði sonurinn sem bam að þekkja það heim- ilisböl, sem áfengisneysla veldur oft og tíðum. Þar mun Sigurður hafa sagt Bakkusi ævilangt stríð á hendur. Stór- höggur reyndist hann jafnan í þeirri hríð og vopnfimur vel sem á öðrum sviðum. Vafalaust hefði Jóhannes á Læk átt auðvelt með að sjá börnum sínum öll- um fyrir ágætu uppeldi og mikilli menntun, slíkur snilldarmaður sem hann var á mörgum sviðum. En þar lagði drykkjuskapurinn allt í auðn. Og þar kom, að ógæfan dundi yfir af öllum sínum ofurþunga. Kominn á efri ár minntist Sigurður með tár í augum þeirrar smánar og hugraunar, þegar heimilið var leyst upp og allt flutt hreppaflutningi vestur í fæðingarsveit Jóhannesar, í Stafholtstungur í Mýra- sýslu. Þá var Sigurður kominn á tólfta ár. Fjölskyldunni var sundrað eins og venja var á þeim árum, þegar hið opin- bera þurfti að grípa í taumana. Sigurð- ur var vistaður á bæ sem heitir að Flóðatanga. Þar vann hann fyrir sér, kauplaust, næstu sjö árin. Þaðan réðst hann svo í vinnumennsku að Svarfhóli í sömu sveit. Um þær mundir var hugur hans mjög farinn að stefna til æðra náms. Hann var nú kominn á þrítugsaldur, félaus með öllu og átti engan að, sem gæti styrkt hann fjárhagslega. Árum saman hafði hann þrælað myrkranna á milli og mænt vonaraugum til þeirra framtíðar- dyra, sem honum voru harðlæstar. Nokkrir jafnaldrar hans þar úr sveit- inni, sem haldið höfðu út á mennta- brautina, höfðu fengið undirbúning hjá prestinum, sem var nágranni Sigurðar. Þangað vogar hann sér eitt haustkvöld, gerir boð fyrir prest sinn og stynur því upp, hvort hann vilji kenna sér undir skóla gegn sumarvinnu. Því var þver- neitað. Vafalaust hefir prestur viljað ráða unga manninum heilt með því að beina hug hans frá æðra námi, félaus- um og komnum á þrítugsaldur. Sár urðu þessi fyrstu vonbrigði á þeirri braut, sem hann hafði valið sér. Sigurður Júlíus Jóhannesson 1897 Sigurður ráfaði út í haustmyrkrið, lagðist þar milli þúfna og hágrét örlög sín og allt umkomuleysið. Gott hefði verið að finna móðurhöndina strjúka burtu tárin. En mamma var svo langt í burtu, og þarnaláhann, aleinn, umvaf- inn hrollsvölu haustmyrkrinu. Ekki voru þó viljastyrkur og þraut- seigja þessa gáfaða unga manns þar með brotin á bak aftur. Hann tjáði hús- bónda sínum, Birni bónda á Svarfhóli, hug sinn og hvernig komið væri. Björn tók málin í sínar hendur og reyndist Sigurði hinn mesti drengskaparmaður. Þá gat enginn orðið lausamaður nema greiða hátt gjald. Það var piltinum ó- kleift. Þótt Björn væri yfirvald sveitar- innar, leyfði hann honum að teljast vinnumaður á Svarfhóli, en vera lausa- maður. Þarna var fundin leið til bjargar út úr ógöngunum. Sonur Björns bónda, Guðmundur, var þá við nám í Latínuskólanum, en varð síðar sýslumaður Borgfirðinga. Hann reyndist Sigurði sem besti bróð- ir. Nú lá leiðin öll til Reykjavíkur. Þar bjó þá faðir Sigurðar með ráðskonu, blásnauður. Þó fékk Sigurður húsa- skjól þar. Brátt lagði hann leið sína upp í Latínuskóla, gerði boð fyrir Guð- mund frá Svarfhóli og bað hann að 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.