Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 19

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 19
Fyrri hluti Ikinn af hreinni forvitni. Honum Pykir svo gaman að rekast þar á nöfn r^kka sem hann þekkir. Allt í einu a augu hans út úr höfðinu á honum. , etta hlýtur að vera missýning, segir attn við sjálfan sig, nuddar þau og les Ur- Hann rís upp og rýnir betur í ,extann. Jú, þarna er nafn hennar svart á hvítu: ^^gnes Jónsdóttir, Álftamýri 92, eykjavík, óskar eftir pennavinum á ‘Vjrinum 13.15 ára. Er sjájf 13 ára, uugamál: Handknattleikur (leikur Fram), að fara í bíó, ferðalög og ®ttr strákar. Vill aðeins skrifa enimtilegum krökkum. Mynd fylgi •rsta bréfi ef hægt er. ^venni finnur hvernig svitinn sprett- ^r fram og hann lemur í höfuðið á sér til vera viss um að hann sé ekki að reyma. Nei, þetta er raunveruleiki. °num finnst hann hafa verið bæn- heyrður. Hann þarf ekki að hugsa sig tvisvar um áður en hann ákveður að reyna að verða pennavinur hennar. Seinni hluta dagsins sest hann við skrifborð sitt og byrjar að rita bréf til Agnesar. Hann reynir að vanda sig og vera hress. Hann spyr hvort hún sé ekki þessi frábæra Agnes í Fram sem lék á móti ÍA-liðinu fyrir skömmu. Hann hafi heyrt Frammara hrópa nafn henn- ar og marga tala um hvað hún hafi stað- ið sig vel; honum hafi sjálfum fundist hún vera frábær! Svo nefnir hann að systir hans hafi verið aðalmarkaskorari ÍA-liðsins og lýsir henni nákvæmlega — ef vera kynni að hún myndi eftir henni. Hann er viss um að þetta eykur líkurnar á því að hún vilji skrifast á við hann. Tvær klukkustundir tekur að skrifa þetta eina bréf. Svenni byrjar á því fimm sinnum en er alltaf óánægður með orðalagið og hendir því. Sjötta bréfið er best. Hann dregur síðan fram einu almennilegu myndina sem honum finnst hann eiga af sér og lætur hana fylgja með. Hún er að vísu frá því í fyrra en þó betri en nýrri myndir af honum. Þarna er hann með ljósar strípur og hrokkið dökkt hár niður að eyrum. Þóra segir að honum hafi farið svo vel að vera með strípur. Stelpur hljóta að hugsa á svipuðum nótum. Svo er hann í ÍA-knattspyrnubolnum, sem hann keppir alltaf í, sólbrúnn og sællegur. Hann hefur skorað mörg mörk í þessari treyju. Hún er númer 9 en það sést ekki á myndinni. Þegar hann er að loka umslaginu finnur hann að einhver horfir yfir öxl- ina á honum. Hann snýr sér snöggt við og sér að það er Þóra. Hún hefur læðst aftan að honum án þess að hann hafi tekið eftir því. — Aha! Ertu að skrifa kærustunni? spyr hún glottandi. Hann hrekkur í kút, þrífur í umslagið og heldur fyrir með báðum höndum svo að hún geti ekki lesið utan á það. Reiðin sýður í honum. — Æi, góða komdu þér út úr her- berginu! skipar hann hvassyrtur. Ég er bara að leika mér. Hann finnur hvernig hitinn þýtur fram í kinnar. Það skríkir í Þóru. — Þú fékkst bara áfall! Það munar ekki um það, segir hún og fer. Svenni varpar öndinni feginsamlega. Hún hefur annað hvort ekki séð nafn stelpunnar eða kannast ekki við það. Miklu er lokið þegar búið er að skrifa bréfið. Viku seinna. Svenni horfir stjarfur á umslag sem var að berast inn um lúguna. Loksins, loksins! Hún ætlar sér þá að skrifast á við hann. Hann hoppar hæð sína í loft upp og öskrar. Hann hefur ekki verið mönnum sinnandi frá því að hann sendi Agnesi bréfið. Hann hefur vaktað póstinn eins og heimsfriður væri í húfi ef aðrir á heimilinu yrðu fyrri til að sjá bréfið — ef það bærist. Hann getur ekki treyst Þóru fyllilega. Hann virðir umslagið aftur fyrir sér og þreifar betur á því eins og hann trúi ekki að það sé raunverulegt. Afs. Agnes stendur aft- an á því. Hann er með alvarlegan augn- sjúkdóm ef það er missýning. Hann getur ekki stillt sig um að kyssa rithönd hennar í kæti sinni. Þessi elska! Svenni les bréfið hægt. Ekkert liggur á. Hann vill njóta tilhlökkunarinnar sem lengst. Hann læsir sig inni í her- berginu sínu þó að enginn sé heima til að fá örugglega frið. Þetta verður heil- ög stund! „Hæ, hæ, Svenni,“ les hann. „Þakka þér ofsalega vel fyrir skemmtilegt bréf. Ég fékk tuttugu bréf frá krökkum sem vilja hafa bréfasamband við mig en ég valdi úr aðeins einn strák (þig) og tvær stelpur. Ég vil ekki eiga of marga pennavini, þá verða bréfin ekki eins persónuleg. Hvernig líst þér á að við förum að skrifast á?. . . Síðan segir hún honum dálítið frá sjálfri sér, hún sé í 7. bekk'Álftamýrar- skóla, lýsir félagslífinu þar, vinkonum sínum og áhugamálum. Hún kveðst eiga þrjú systkini og segir frá þeim. í ps-i nefnir hún að gaman væri ef þau gætu hist einhvern tíma þegar hann væri á ferðinni í bænum. Hjartað í hon- um tekur kipp þegar hann les síðustu setninguna. Kannski hefur henni litist svona vel á 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.