Æskan

Volume

Æskan - 05.10.1987, Page 6

Æskan - 05.10.1987, Page 6
Úr æviferli Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar kenna sér undir skóla. Guðmun u og ráðfærði sig við nokkra félagn s ^ kom svo aftur með þau góðu tíðin u j þeir ætluðu að hjálpa honum. g dýrmæta hjálp var bæði mikil og g *. öll án endurgjalds. Þessir félagat mundar voru þeir Stefán Krist,||* frá Hrísey, síðar prófastur, og B° Bjarnason frá Reykhólum, síðar p astur. T ,|'U; Stúdentsprófi lauk Sigurður u Undirtitill Æskunnar var „Barnab1 " til mikillar ógæfu og jafnvel örlagavald- ar. Jóhannes varð með tímanum mikill drykkjumaður, ábyrgðarlaus gagnvart framtíð sinni og sinna. Þannig lærði sonurinn sem bam að þekkja það heim- ilisböl, sem áfengisneysla veldur oft og tíðum. Þar mun Sigurður hafa sagt Bakkusi ævilangt stríð á hendur. Stór- höggur reyndist hann jafnan í þeirri hríð og vopnfimur vel sem á öðrum sviðum. Vafalaust hefði Jóhannes á Læk átt auðvelt með að sjá börnum sínum öll- um fyrir ágætu uppeldi og mikilli menntun, slíkur snilldarmaður sem hann var á mörgum sviðum. En þar lagði drykkjuskapurinn allt í auðn. Og þar kom, að ógæfan dundi yfir af öllum sínum ofurþunga. Kominn á efri ár minntist Sigurður með tár í augum þeirrar smánar og hugraunar, þegar heimilið var leyst upp og allt flutt hreppaflutningi vestur í fæðingarsveit Jóhannesar, í Stafholtstungur í Mýra- sýslu. Þá var Sigurður kominn á tólfta ár. Fjölskyldunni var sundrað eins og venja var á þeim árum, þegar hið opin- bera þurfti að grípa í taumana. Sigurð- ur var vistaður á bæ sem heitir að Flóðatanga. Þar vann hann fyrir sér, kauplaust, næstu sjö árin. Þaðan réðst hann svo í vinnumennsku að Svarfhóli í sömu sveit. Um þær mundir var hugur hans mjög farinn að stefna til æðra náms. Hann var nú kominn á þrítugsaldur, félaus með öllu og átti engan að, sem gæti styrkt hann fjárhagslega. Árum saman hafði hann þrælað myrkranna á milli og mænt vonaraugum til þeirra framtíðar- dyra, sem honum voru harðlæstar. Nokkrir jafnaldrar hans þar úr sveit- inni, sem haldið höfðu út á mennta- brautina, höfðu fengið undirbúning hjá prestinum, sem var nágranni Sigurðar. Þangað vogar hann sér eitt haustkvöld, gerir boð fyrir prest sinn og stynur því upp, hvort hann vilji kenna sér undir skóla gegn sumarvinnu. Því var þver- neitað. Vafalaust hefir prestur viljað ráða unga manninum heilt með því að beina hug hans frá æðra námi, félaus- um og komnum á þrítugsaldur. Sár urðu þessi fyrstu vonbrigði á þeirri braut, sem hann hafði valið sér. Sigurður Júlíus Jóhannesson 1897 Sigurður ráfaði út í haustmyrkrið, lagðist þar milli þúfna og hágrét örlög sín og allt umkomuleysið. Gott hefði verið að finna móðurhöndina strjúka burtu tárin. En mamma var svo langt í burtu, og þarnaláhann, aleinn, umvaf- inn hrollsvölu haustmyrkrinu. Ekki voru þó viljastyrkur og þraut- seigja þessa gáfaða unga manns þar með brotin á bak aftur. Hann tjáði hús- bónda sínum, Birni bónda á Svarfhóli, hug sinn og hvernig komið væri. Björn tók málin í sínar hendur og reyndist Sigurði hinn mesti drengskaparmaður. Þá gat enginn orðið lausamaður nema greiða hátt gjald. Það var piltinum ó- kleift. Þótt Björn væri yfirvald sveitar- innar, leyfði hann honum að teljast vinnumaður á Svarfhóli, en vera lausa- maður. Þarna var fundin leið til bjargar út úr ógöngunum. Sonur Björns bónda, Guðmundur, var þá við nám í Latínuskólanum, en varð síðar sýslumaður Borgfirðinga. Hann reyndist Sigurði sem besti bróð- ir. Nú lá leiðin öll til Reykjavíkur. Þar bjó þá faðir Sigurðar með ráðskonu, blásnauður. Þó fékk Sigurður húsa- skjól þar. Brátt lagði hann leið sína upp í Latínuskóla, gerði boð fyrir Guð- mund frá Svarfhóli og bað hann að 6

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.