Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 6
Smásaga Klukkan hringir. Það er föstudagur. Ég fálma eftir klukkunni, rek mig í hana, hún dettur á gólfið. Fjárinn sjálf- ur. En hún þagnar og það er fyrir öllu. Ég opna augun, lít á klukkuna. Hún er korter yfir sjö. Ahh, ég get lúrt örlitlu lengur. Ég loka augunum, opna þau aft- ur, lít á klukkuna. Hana vantar korter í átta. Árans . . . Ég þýt fram úr rúminu, hoppa í buxurnar, treð peysunni yfir höfuðið, finn enga sokka, stekk upp á bað, klíni málningu framan í mig, hárið allt í óreiðu, geri árangurslausa tilraun til að greiða úr því - mér er í nöp við þetta hár - tek töskuna og æði út. Kem rétt á eftir kennaranum og fæ punkt, þriðja punktinn í þessari viku. Svona þurfti þetta að fara, loks þegar 16. afmælisdagurinn rann upp. Danska í tveim fyrstu tímunum. Ég dotta. Skrepp upp í sjoppu í frímínútum og kaupi mér samloku. Skólinn búinn, ég fer heim; mamma að röfla yfir drasli í herberginu. Æ, hvað manneskjan getur verið þreytandi. Ég leggst upp í rúm, nenni ekki að hlusta á hana. Fer að hugsa um kvöldið, þá á sko að „flippa“ - gefa sér lausan tauminn: Fyrst út að borða, síðan í bíó, kannski að líta í bæinn og svo í „partí“. Þetta verður pottþétt. Ég ætti kannski að skreppa í bæinn og kaupa mér peysuna í Karnabæ. Ég hringi í Kötu. Hún samþykkir að skreppa með. Förum í bæinn, kaupum peysuna, förum heim. Pabbi er kominn, brosandi út að eyrum, óskar mér til hamingju með afmælið, teymir mig nið- ur í herbergi. Á miðju gólfinu standa þessi líka fínu tæki frá Sharp. Vá! Ég hoppa upp um hálsinn á honum. Einmitt það sem mig langaði í. Ég er komin í ljómandi skap og set plötu með Ma- donnu á fóninn. Kata horfln inn í herbergi með Stjána. Ég sit ein og yfirgefm þegar Jonni geng- ur til mín, sest og spyr hvort ég sé ekki hress. VÁÁ, Ég trúi þessu ekki, sætasti strákurinn í bekknum sest hjá mér (Er mig að dreyma?) Ég svara, kafroðna. En hann er svo ræðinn að það er eiginlega ekki hægt að vera feiminn. Við töluffl saman um heima og geima. Stelpurnar horfa á mig með illskulegu augnaráði. Mér er sama. Klukkan er farin að ganga tvö, verð að fara að drífa mig, segi hon- um það. Hann brosir allt-í-lagi-brosinu Ég klæði mig í peysuna - og buxurnar sem amma gaf mér, meiriháttar flottar - geri aðra tilraun til hressa upp á útlitið, tekst betur en í morgun. Kata kemur, við ætlum að borða á Pitsuhúsinu. Á eft- ir förum við á nýju myndina með Rob Lowe (Hróbjarti Elsku!), hittum krakk- ana úr skólanum, sláumst í hópinn og förum í „partí“ hjá stelpu í bekknum. Svaka stuð. og segist ætla að verða samferða. Við kveðjum og göngum af stað. Hann tekur utan um mig. Við göngum þarna 1 myrkrinu tvær venjulegar manneskjur a venjulegu föstudagskvöldi en í huga mínum er ekkert venjulegt. Ég er í upp' námi held ég sé hrifin af honum, er ekki viss. Jú, ég er hrifin af honum en ástin er svo flókin. Við erum komin heim, hann kveður, smellir kossi á kinnina á mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.