Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1988, Page 13

Æskan - 01.02.1988, Page 13
Séð yfir hluta tjaldbúðanna. Ekki veitti af þrifum eftir þrautabrautastaut! b°rgina. Sumir böðuðu sig við strönd- lna’ aðrir reyndu sig í siglingum - og ^nhverjir fóru í verslanir. ótið var haldið í Cataract skátagarðin- Uln' ^ar var margt um manninn; 15000 * atar frá 90 þjóðlöndum áttu þar saman lu ánægjulega daga. Þessi skátagarður er 160 hektarar (!) að Stærð og þar er allt sem þarf til að taka á J*011 fjölmenni, s.s. hreinlætisaðstaða, ,V°ttahús, bankar, verslanir, pósthús, sl°kkvistöð og sjúkrahús. Glæsileg upphafsathöfn fór fram á afar St0ru sviði en mótið var sett um mið- nætti með flugeldasýningu og síðan var ný)U ári fagnað með söng og dansi fram e llr nóttu. Veðrið var gott, 15 stiga hiti °§ íslensku þátttakendurnir kunnu því *SKANi vel - þótt einkennileg tilfinning fylgdi því að dansa í grasinu - á stuttbuxum og pilsum á nýjársnótt. Strax og við höfðum reist tjöldin, gengið frá tjaldbúðarsvæði okkar og dregið fána að húni þyrpust að okkur er- lendir skátar og vildu skipta á merkjum og smáhlutum. Það er siður á mótum sem þessu og meira var sóst eftir íslenska fararmerkinu en nokkru öðru. Dagskrá mótsins var mjög fjölbreytt. Þar mátti spreyta sig á eða una sér við klifur og sig, hellakönnun, bogfimi, rat- leiki, íþróttir, dýraskoðun, vatnsbrautar- „bunur“ og útsýnisflug yfir mótssvæðið og Sidney. Þrautaferð á hjólum og um Áskorendadalinn nutu þó einna mestrar hylli. Við íslendingarnir þágum strandferðir með þökkum og vorum í essinu okkar við sjó- og sólböð í 30 stiga hita! Skoðun- arferðir um Sidney voru líka mjög vin- sælar. Áhuga vöktu einkum tveir staðir: Hið glæsilega óperuhús - og heimsfræg- ur hamborgarastaður herra Dónalds! Réttirnir þar voru kærkomin tilbreyting frá fæðinu á mótsstað og skal játað að ýmsir gerðu þeim góð skil. Á kvöldin var margt til skemmtunar. Á aðalsviðinu lék til að mynda Sinfón- íuhljómsveit Sidney-borgar og þar voru líka haldnir rokk- og djasstónleikar. Á litlum sviðum víða um mótssvæðið voru sýnd ýmis þjóðleg atriði við mikla hrifn- ingu. Samstaða Norðurlandaþjóðanna var

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.