Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 33

Æskan - 01.02.1988, Blaðsíða 33
Marilyn Monroe— endurfædd? Kæra Æska. Ég heiti Björg Ragnheiður Páls- ottir. Ég er tíu ára og á heima í opavogi. Mig langar til að eignast Pennavini sem eru jafngamhr mér. ugamál mín eru: Sund, frímerkja- “ nun= fimleikar, dýr, söngur, dans, ottlist o.fl. _ Að síðustu vil ég spyrja Vkkur þriggja spurninga: • Hvað kemur Æskan út oft á ári? • Hvað heitir Eddie Murphy réttu nafni? 3- Er satt að Madonna hafi sagt að feckpVær* Marilyn ^onroe endur- ®iess, bless. fyörg Ragnheiður Pálsdóttir, Skólagerði 54, 200 Kópavogi. Svör: l- Æskan kemur út 10 sinnum á ári. 0 ublöðunum hefur verið fjölgað Utn eitt. 3 y^ivord Regan Murphy. ■ Já, það er satt. Hún átti reyndar B l v'ð að hún vceri Marilyn Mon- r°e 1 raun heldur líktist henni í út- hti. LjóðasamKeppni— Kæra Æska. ^ Ml6 iangar til að spyrja þig hvort , . sé að efna til ljóðasamkeppni í mu. Ég hef mikinn áhuga á því. m leið og ég kem þessari ósk á amfaeri sendi ég ykkur tvö ljóð: 8 ætla að semja skrítið ljóð, sv° kátt sem ég segi, yrir mína fögru þjóð, a minnsta kosti þegi. iiir sitja heima hér, ^ngja, vefa, prjóna. n aðeins til að þóknast þér °g honum gamla Skjóna. Bima 12 ára. —SKotinn í stelpu— Kæra Æska. Ég hef verið hrifinn af stelpu síðan ég sá hana fyrst. Ég held að hún sé ekki hrifin af mér og hafi því ekki áhuga á að byrja með mér. Hvað á ég að gera? Með þökk fyrir birtinguna. sos Svar: Þú veitir svo takmarkaðar upplýsingar um sjálfan þig og að- stœður þínar að það er erfitt að ráð- leggja þér nokkuð. Ef stelpan hefur engan áhuga á þér enn sem komið er þá er líklega fátt annað til ráða en að reyna að kynnast henni betur, gefa henni fceri á að sjá hvem mann þú hefur að geyma í von um að áhuginn kvikni. Þá fer hún kannski að sjá þig í öðru Ijósi og verður hrif- in af þér. En þú mátt alls ekki vera með neina stœla við hana eða vera of ýtinn. Veittu áhugamálum henn- ar athygli og vertu kurteis. Ekki tala of mikið um sjálfan þig! Það er nefnilega ekki víst að hún hafi eins mikinn áhuga á sjálfum þér og þið bœði á henni. Skilurðu hvað við eigum við? Gangi þér vel! —Vatnið er blautt!— Frábæra Æska. Mamma hefur verið áskrifandi að þér í 23 ár. Ég hef lesið öll blöðin og mér finnst þau mjög góð. Enn höfum við ekki fengið veggmynd af Whitney Houston. Getið þið ekki bætt úr því hið bráðasta? - Hér er svo skrítla: Maður nokkur átti páfagauk sem kunni að tala. Einn góðan veðurdag ákvað maðurinn að fara í sund og tók hann með sér. Páfagaukurinn horfði á þegar hann bjó sig undir að stinga sér í djúpa endann á lauginni. Allt í einu galaði hann: „Varaðu þig! Vatnið er BLAUTT!“ Kær kveðja, Sunna Lind Smáradóttir, Skólavegi 48, Fáskrúðsfirði. —Bréf úr Mosfellsbæ- Kæri Æskupóstur. Ég er í 8. bekk Gagnfræðaskólans í Mosfellsbæ og mig langar til að lýsa félagsh'finu hér í bænum. Hérna er æðislega gott að eiga heima og nóg um að vera fyrir ungt fólk. Nokkur böll hafa verið haldin í vetur. M.a. komu Greifarnir í eitt skipti og einu sinni var haldið svonefnt „rokkball“. Opin hús eru í félagsmiðstöðinni Bóli á þriðjudögum og fimmtudögum. Á mánudögum og miðvikudögum er klúbbastarf, t.d. eru starfandi hesta- klúbbur, borðtennisklúbbur og al- mennur klúbbur sem fer m.a. á skíði, skauta, heldur myndbandakvöld o.fl. Íþróttalífið er alveg ágætt. Hægt er að æfa handknattleik, knattspyrnu, sund, frjálsar íþróttir og hnit (bad- minton). Skilyrði til íþróttaiðkana eru mjög góð og eiga eftir að verða betri því að Landsmót ungmennafé- laganna verður haldið hér árið 1990. T.d. er verið að gera nýjan útileik- völl. Jæja, þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra að sinni. Reyndar eitt að lok- um: Hvað lestu úr skriftinni? Ronja Svar: Úr skriftinni lesum við að þú sért vel greind, ákveðin, metnaðar- gjöm og hafir góða stjóm á sjálfri þér. —Heimilisfang Unnar- Kæri Æskupóstur. Geturðu gefið mér heimilisfang og símanúmer Unnar Berglindar, kynnis í Töfraglugganum. Hún var í viðtali hjá ykkur í 8. tbl. Það væri frábært ef þið gætuð birt veggmynd af henni. Með kærri kveðju. Maja. Svar: Því miður getum við hvorki skýrt þér frá heimilisfangi né síma- númeri Unnar Berglindar. Það er regla hjá flestum (líklega öllum) ís- lenskum tímaritum að gefa alls ekki þessar upplýsingar um þekkt fólk. Það er reynandi fýrir þig, ef þú vilt komast í kynni við Unni Berglindi, að skrifa Töfraglugganum í Sjón- varpinu. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.