Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1988, Qupperneq 33

Æskan - 01.02.1988, Qupperneq 33
Marilyn Monroe— endurfædd? Kæra Æska. Ég heiti Björg Ragnheiður Páls- ottir. Ég er tíu ára og á heima í opavogi. Mig langar til að eignast Pennavini sem eru jafngamhr mér. ugamál mín eru: Sund, frímerkja- “ nun= fimleikar, dýr, söngur, dans, ottlist o.fl. _ Að síðustu vil ég spyrja Vkkur þriggja spurninga: • Hvað kemur Æskan út oft á ári? • Hvað heitir Eddie Murphy réttu nafni? 3- Er satt að Madonna hafi sagt að feckpVær* Marilyn ^onroe endur- ®iess, bless. fyörg Ragnheiður Pálsdóttir, Skólagerði 54, 200 Kópavogi. Svör: l- Æskan kemur út 10 sinnum á ári. 0 ublöðunum hefur verið fjölgað Utn eitt. 3 y^ivord Regan Murphy. ■ Já, það er satt. Hún átti reyndar B l v'ð að hún vceri Marilyn Mon- r°e 1 raun heldur líktist henni í út- hti. LjóðasamKeppni— Kæra Æska. ^ Ml6 iangar til að spyrja þig hvort , . sé að efna til ljóðasamkeppni í mu. Ég hef mikinn áhuga á því. m leið og ég kem þessari ósk á amfaeri sendi ég ykkur tvö ljóð: 8 ætla að semja skrítið ljóð, sv° kátt sem ég segi, yrir mína fögru þjóð, a minnsta kosti þegi. iiir sitja heima hér, ^ngja, vefa, prjóna. n aðeins til að þóknast þér °g honum gamla Skjóna. Bima 12 ára. —SKotinn í stelpu— Kæra Æska. Ég hef verið hrifinn af stelpu síðan ég sá hana fyrst. Ég held að hún sé ekki hrifin af mér og hafi því ekki áhuga á að byrja með mér. Hvað á ég að gera? Með þökk fyrir birtinguna. sos Svar: Þú veitir svo takmarkaðar upplýsingar um sjálfan þig og að- stœður þínar að það er erfitt að ráð- leggja þér nokkuð. Ef stelpan hefur engan áhuga á þér enn sem komið er þá er líklega fátt annað til ráða en að reyna að kynnast henni betur, gefa henni fceri á að sjá hvem mann þú hefur að geyma í von um að áhuginn kvikni. Þá fer hún kannski að sjá þig í öðru Ijósi og verður hrif- in af þér. En þú mátt alls ekki vera með neina stœla við hana eða vera of ýtinn. Veittu áhugamálum henn- ar athygli og vertu kurteis. Ekki tala of mikið um sjálfan þig! Það er nefnilega ekki víst að hún hafi eins mikinn áhuga á sjálfum þér og þið bœði á henni. Skilurðu hvað við eigum við? Gangi þér vel! —Vatnið er blautt!— Frábæra Æska. Mamma hefur verið áskrifandi að þér í 23 ár. Ég hef lesið öll blöðin og mér finnst þau mjög góð. Enn höfum við ekki fengið veggmynd af Whitney Houston. Getið þið ekki bætt úr því hið bráðasta? - Hér er svo skrítla: Maður nokkur átti páfagauk sem kunni að tala. Einn góðan veðurdag ákvað maðurinn að fara í sund og tók hann með sér. Páfagaukurinn horfði á þegar hann bjó sig undir að stinga sér í djúpa endann á lauginni. Allt í einu galaði hann: „Varaðu þig! Vatnið er BLAUTT!“ Kær kveðja, Sunna Lind Smáradóttir, Skólavegi 48, Fáskrúðsfirði. —Bréf úr Mosfellsbæ- Kæri Æskupóstur. Ég er í 8. bekk Gagnfræðaskólans í Mosfellsbæ og mig langar til að lýsa félagsh'finu hér í bænum. Hérna er æðislega gott að eiga heima og nóg um að vera fyrir ungt fólk. Nokkur böll hafa verið haldin í vetur. M.a. komu Greifarnir í eitt skipti og einu sinni var haldið svonefnt „rokkball“. Opin hús eru í félagsmiðstöðinni Bóli á þriðjudögum og fimmtudögum. Á mánudögum og miðvikudögum er klúbbastarf, t.d. eru starfandi hesta- klúbbur, borðtennisklúbbur og al- mennur klúbbur sem fer m.a. á skíði, skauta, heldur myndbandakvöld o.fl. Íþróttalífið er alveg ágætt. Hægt er að æfa handknattleik, knattspyrnu, sund, frjálsar íþróttir og hnit (bad- minton). Skilyrði til íþróttaiðkana eru mjög góð og eiga eftir að verða betri því að Landsmót ungmennafé- laganna verður haldið hér árið 1990. T.d. er verið að gera nýjan útileik- völl. Jæja, þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra að sinni. Reyndar eitt að lok- um: Hvað lestu úr skriftinni? Ronja Svar: Úr skriftinni lesum við að þú sért vel greind, ákveðin, metnaðar- gjöm og hafir góða stjóm á sjálfri þér. —Heimilisfang Unnar- Kæri Æskupóstur. Geturðu gefið mér heimilisfang og símanúmer Unnar Berglindar, kynnis í Töfraglugganum. Hún var í viðtali hjá ykkur í 8. tbl. Það væri frábært ef þið gætuð birt veggmynd af henni. Með kærri kveðju. Maja. Svar: Því miður getum við hvorki skýrt þér frá heimilisfangi né síma- númeri Unnar Berglindar. Það er regla hjá flestum (líklega öllum) ís- lenskum tímaritum að gefa alls ekki þessar upplýsingar um þekkt fólk. Það er reynandi fýrir þig, ef þú vilt komast í kynni við Unni Berglindi, að skrifa Töfraglugganum í Sjón- varpinu. 33

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.