Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1988, Síða 47

Æskan - 01.02.1988, Síða 47
Kátur og Kútur Broddgölturinn hefur setið lengi og fylgst með bræðrunum leika golf. Hann er sannast sagna kominn með hálsríg af því að horfa á eftir kúlunum. - Nú skal ég sýna þér hvernig þeir leiknustu fara að, segir Kátur. Hann sveiflar kylfunni af krafti og kúlan flýgur langar leiðir. - Þar fór hún veg allrar veraldar, hugsar Broddi. Þeir finna hana ekki aftur. Glæsilegu flugi kúlunnar um loftið lýkur þó ekki þar sem skyldi heldur hafnar hún í poka kengúrumömmu. - Nú skal ég stríða þeim, hugsar keng- úran og hleypur af stað með kúl- una. Kátur og Kútur hrópa hátt og biðja hana að skila kúlunni. Þeir hlaupa, sem fætur toga, á eftir kengúrumömmu og Broddi reynir að halda í við þá. - Þetta er auðvitað ógaman, tautar hann, en verra hefði verið að týna kúlunni alveg! Loks staðnæmist kengúran. - Hér er kúlan en gætið ykkar betur svo að hún lendi ekki á okkur hinum. Þið voruð heppnir að barnið mitt var ekki í pokanum. Það hefði fengið kúlu í og á höfuðið! ^ro!)MiA/jA5AFNr 125 f\Rh y'tikniíamiepfni *SKANi Teiknisamkeppni Þjóðminjasafn íslands varð 125 ára í febrúar. í tilefni þess efnir safnið til teiknisamkeppni. Enda þótt komið sé nærri lokadegi skilafrests - sem er 15. mars - viljum við minna lesendur á keppnina. Myndunum verður skipt í flokka eftir aldri listamannanna : 1) 6-9 ára, 2) 10-12 ára, 3) 13-16 ára. Þrenn verðlaun verða veitt í hverjum flokki og eru það silfurafsteypur af þórs- hamri. í Þjóðminjasafninu verður sýning á myndunum; svo mörgum sem mögu- legt reynist. Dómnefnd skipa Þór Magn- ússon þjóðminjavörður, Rakel Péturs- dóttir safnkennari Listasafns íslands og Þóra Kristjánsdóttir hstfræðingur. Myndefni Myndirnar eiga að vera af einhverju sem tengt er fortíðinni og/eða söfnun og varð- veislu menningarminja. Þær geta t.d. verið af munum á Þjóðminjasafninu eða byggðasöfnunum, eða af gömlum húsum eða húsarústum. Þær geta líka verið af daglegu lífi fólks áður fyrr eða af atburð- um úr íslandssögunni. Einnig má teikna myndir af söfnum framtíðarinnar: Hvað verður sýnt á Þjóominjasafninu eftir 300 ár? Munið að skilafrestur er til 15. mars nk. Skrifið nafn, aldur, heimilisfang og síma á bakhlið teikninganna og sendið þær til Þjóðminjasafns íslands - Teikni- samkeppni - , Pósthólf 1489, 121 Reykja- vík.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.