Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1988, Qupperneq 17

Æskan - 01.05.1988, Qupperneq 17
 ÍK rösku ári eftir að það kom út.!! „Þetta er þessi landlæga blanda af núnnimáttarkennd og stórmennsku- örjálæði sem við íslendingar erum haldnir," útskýrir Björk skilningsrík. »íslendingar taka ekki nýjungum nema þær séu fyrst viðurkenndar er- lendis eða að þeim sé hreinlega troðið UPP á þá. Ég sjálf er ekkert skárri. Svo að ég taki dæmi um hlut sem ég fylgist h'tið með, skákina, þá rétt kannaðist ég við nöfn íslensku skák- mannanna. En þegar Jóhanni gekk svona vel þarna úti þá varð ég ofsa- lega stolt fyrir hans hönd eins og venjulegur, heiðvirður íslendingur. Ég viðurkenni að þetta er viss hræsni en þetta er h'ka ósköp venjuleg til- finning sem er í okkur öllum.“ Með heimsfrægð sinni hafa Sykur- ntolarnir náð ákveðnu forystuhlut- verki í íslenskri poppmúsík. Þeir eru hljómsveitin sem miðað er við, hljómsveitin sem vísar veginn. Það væri því gaman að fá skoðanir Bjark- ar á íslenska poppvettvangnum um þessar mundir. „Það hefur oft áður verið meira að gerast. En það hefur ekki alltaf farið saman að mikið sé að gerast og að gæði séu mikil. Það er margt gott á ferð- inni núna. Reyndar er ég svolítið vonsvikin yfir Röggu Gísla. Ég hef bundið miklar vonir við hana alveg frá því ég var 11 ára. Ég var sannfærð um að hún myndi gera einhverja góða hluti. En Svart-hvíti draumurinn er mjög góð hljómsveit. Hann hefur staðið sig mjög vel. Svo eru það ein- stakhngar eins og Megas. Annars finnst mér óþægilegt að tína svona eitt og eitt nafn út úr. Þetta er svo mikið undir manni sjálfum komið. Ef maður er áhugasamur og leitar þá finnur maður vmislest sott.“ VI55IR ÞÚ...? Michael Jackson . . . Að Mikjáll Jackson hefur fyrst- ur manna náð að koma fjórum lögum af einni og sömu plötunni í 1. sæti bandaríska vinsældalistans - og hefur alls komið 15 lögum £ það sæti? Á þessu sviði er hann þó aðeins hálf- drættingur á við vinsælasta poppara allra tíma, bítihnn Poul McCartney. Hann hefur átt 30 lög í 1. sæti banda- ríska hstans. Næstir í röðinni eru John heitinn Lennon og George Harrison með 24 lög hvor. . . . að flest erlend poppblöð, sem sagt hafa frá útkomu nýju Smither- eens-plötunnar, “Green Thoughts“, hafa látið þess getið að fyrri plata hljómsveitarinnar, „Especially for you“, komst í fyrsta sæti íslenska breiðskífulistans. Ástæðan fyrir því hve útlendingar fylgjast vel með ís- lenska vinsældalistanum er að útgáfu- fyrirtæki Smithereens, Enigma, sendi heimspressunni sérstaka fréttatil- kynningu um árangur Smithereens á íslandi. Plata þeirra seldist í 1.250 eintökum hérlendis á fyrstu þremur mánuðunum frá útkomu hennar og það nægði henni til að ná 1. sæti ís- lenska sölulistans. . . . að öll helstu poppblöð Breta hafa á síðustu mánuðum slegið Sykurmol- unum upp á forsíðu hjá sér, ásamt því að birta við þá opnuviðtöl (sem spanna iðulega upp í fjórar bls.)? Melody Maker (Lagasmiður) hefur m.a. lagt þrjár forsíður undir Sykur- molana á sex mánuðum!! Easterhouse . . . að um svipað leyti og þetta tbl. Æskunnar kemur út er von á annarri plötu írsk/ensku rokksveitarinnar Ea- sterhouse. Með fyrri plötunni, „Con- tenders“, urðu Easterhouse á svip- stundu ein efnilegasta og vinsælasta nýrokksveit Breta. Hún var kölluð „ný U2“ og „arftaki Joy Division“. Hérlendis seldust mörg hundruð ein- tök af plötunni. Síðan fór allt í háa- loft hjá strákunum og á tímabih stóð til að nokkrir þeirra gengju í hljóm- sveitina Smiths. Endirinn varð þó sá að Easterhouse klofnaði. Annar helmingurinn setti á laggir hljóm- sveitina The Cradle (Vögguna) með Craig Cannon, fyrrum gítarleikara Smiths. Hinn hlutinn fyllti í skarðið með nýjum mönnum og er að gefa út plötu undir nafninu Easterhouse. . . . að hljómsveitinni Rickshaw hef- ur bæst góður liðsauki? Þar er um að ræða rokksöngvarann Þórð Bogason sem sat mánuðum saman á „íslenska listanum“ svonefnda með lagið „Komdu í partí“ í fyrrahaust. Þá söng Þórður með Foringjunum. Þar áður söng hann með Röddinni, Hjálparsveitinni, Þrym, Þreki og F. Með Rickshaw spilar Þórður á gítar ásamt söngnum. . . . að nýrokksveitin Blátt áfram er hætt? Sigvarður gítarleikari er kom- inn af stað með nýja hljómsveit, Fé- laga forseta. Með í leiknum er söngvarinn Jón Helgi (leikari hjá Hugleik), Jómbi trymbill, kunnur úr rokksveitum Sigga Pönkara, s.s. Gargi og geðveiki og Beatnecks, og Guðjón bassaleikari, bróðir Sig- tryggs, bassaleikara Sykurmolanna heimsfrægu.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.