Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Síða 21

Æskan - 01.03.1989, Síða 21
Já, grænmeti og ávextir eru á myndinni en hvaða verkfæri er þarna? Ekki er það notað við uppskeru. Raunar virðist það ekkifalla vel inn í myndina. Engu o.ð síður á það sinn stað á reitunum og án þess verður gátan ekki leyst. I gátunni eru þrjú sjö stafa orð. Hver eru þau? Sendið lausn til Æskunnar, pósthólf 523, 121 Reykjavík. Þrenn verðlaun. Munið að geta um aldur. Léstu klippa þig? Eftiifarandi bréf barst sænska blaðinu Kammeratposten: Ég er kennari í grunnskóla í Várby Gárd skammt frá Stokk- hólmi. Fyrir skömmu lét ég skera hár mitt styttra en nokkru sinni fyrr. Ég leysi aðra kenn- ara af í fjarveru þeirra og þess vegna fer ég í marga bekki. Að sjálfsögðu dundu spurningar á mér úr öllum áttum. Fljótlega varð ég leiður á að svara þeim. Ég bað því nemendur í 5. bekk í Várbackaskolan um að gera til- lögur að svari fyrir þann sem spurður er: Léstu klippa þig? Meðal tillagnanna voru þessar: Nei, ég er með hárkollu. Nei, ég hef glatað hárkollunni. Nei, en ég hef skipt um gler- augu. Nei, ég lagðist fyrir framan sláttuvél. Nei, en ég hef greitt mér. Nei. Höfuðleðrasafnarar réðust á mig. Nei! Heyrðu, þú þarft aðfara til augnlæknis! Nei. Égfestist í lyftudyrum. Nei, en ég var eitthvað utan við mig þegar ég rakaði mig. . . Nei, nei. Ég þvoði mér bara. Nei, en þú? Af hveriu í ósköpunum heldur þú það? Nei, er það? Klippa og ekki klippa. . . JÁÁÁÁÁ!!! ÆSKAU 21

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.