Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1989, Side 44

Æskan - 01.03.1989, Side 44
Að fá sér síma eftir Ingunni Þórðardóttur Persónur: Skrifstofumaðurinn (S), Guðmundur (G), Frú Jósefína (J). Sviðið er skrifstofa hjá Pósti og síma. Guðmundur kemur inn úr dyrunum á miklum hraða. Á hæla honum ryðst frú Jósefína. Bæði ætla þau að sækja um síma. S: Svona, svona, engan asa. Skárri eru það nú lætin í manninum. J: Já, ég segi það sama. G: Hvað kemur þetta kerlingunni við? J: Ég er að flýta mér. Ég ætlaði bara. . . . S: Já, allt kvenfólk er alltaf að flýta sér. - (snýr sér að Guðmundi) - Hvað var það fyrir þig? G: Ég ætlaði bara að sþyrja hvort það væri hérna sem maður pantar sér síma. S: Auðvitað, til hvers heldurðu annars að ég sitji hér? G: Ég ætla þá að sækja um að fá síma. S: Einmitt það - fá síma handa sjálfum þér? G: Neei - ég fæ nú víst ekki að nota hann einn. Kerlingin mín fær að hringja líka en ekki oftar en einu sinni í viku. J: Er röðin ekki komin að mér? S: Engin læti hér. Allt kvenfólk er að flýta sér. Guðmundur, hefurðu haft síma áður? G: Já, ég hafði nú síma en eiginlega ekki. Það svaraði svo sjaldan þegar ég hringdi í vini mína eða þeir voru ekki heima. S: Þetta skiptir ekki máli. Hvar áttu heima? G: Hvers konar spurningar eru þetta? Þetta er bara eins og yfirheyrsla. S: Við verðum að vita hvar þú átt heima. Ef þú átt til dæmis heima í Safamýri för- um við ekki að setja símann upp ein- hvers staðar á Háaleitisbraut. G: Nei, það gætuð þið ekki heldur ef ég ætti heima í Álftamýri. S: En, en þetta var nú bara til dæmis. G: Ég vil ekki neitt til dæmis. Ég vil síma. S: Ég spurði hvar þú ættir heima. G: Og þá svara ég: Álftamýri 1. S: Það á þá að setja símann upp í Álfta- mýri? G: Nei, það á sko ekki að setja síma í neina mýri. Það á að setja hann inn í íbúðina mína. S: Auðvitað, setja hann upp inni í íbúð- inni þinni? G: Já, náttúrlega eigið þið að setja hann upp. Ætlið þið kannski að látan hann liggja einhvers staðar? J: Nú er röðin komin að mér. Ef þessi Guðmundur segir Safamýri þá meinar hann auðvitað Álftamýri. G: En hvernig komst þá Háaleitisbraut- in inn í þetta? S: Hægan, hægan. Viltu eitthvert sér- stakt númer, Guðmundur? G: Já, það vil ég. Ég vil fá númer eitt. S: Númer eitt er ekki laust. G: Þá vil ég númer tvö. S: Númer tvö er ekki heldur laust. G: Þá vil ég bara númer eitt. S: Ég var að segja að það væri ekki laust. G: Þá vil ég númer 47. Það númer nota ég af skóm og það er svo gott að muna það. S: Jæja, ég ákveð þá bara að símanúm- erið þitt verði 305040. G: Nei, nei, það er alltof stórt handa mér. Það passar frekar á kerlinguna hérna. - (Lítur á frú Jósefínu) - J: Þú ættir að skammast þín, maður. S: Síminn verður þá settur upp í mars. G: Það á ekki að setja hann upp í mars- Það á að setja hann upp í ganginum hja mér. J: Er röðin ekki komin að mér núna? G: Bíðið aðeins. Ég ætla að segja dálítið áður en ég fer. Það er þessi sími sem er var að tala um. Ég ætla bara að segja þetta: Ég ætla ekki að fá neinn síma. S: Ætlarðu ekki að fá neinn síma? G: Nei, ég ætla ekki að fá neinn síma aí því að í húsið hjá mér í Álftamýri 1 er a^ flytja kerlingarskrukka sem ætlar ao opna sælgætisbúð á fyrstu hæðinni og Þa fer ég bara til hennar og fæ lánaðan síma og fæ að hringja ókeypis. Það er miklu ódýrara. S: Út með þig, maður. Nú er röðin kom* in að þér, frú. - (Guðmundur fer út) - J: En ég ætla, sko, ekki heldur að fa neinn sima. S: Hvað, ætlar þú ekki heldur að fa síma? Hvað kemur til? J: Nei, ég er nefnilega kerlingarskrukk- an sem ætlar að opna sælgætisbúð 1 Álftamýri 1. 44ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.