Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 44

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 44
Að fá sér síma eftir Ingunni Þórðardóttur Persónur: Skrifstofumaðurinn (S), Guðmundur (G), Frú Jósefína (J). Sviðið er skrifstofa hjá Pósti og síma. Guðmundur kemur inn úr dyrunum á miklum hraða. Á hæla honum ryðst frú Jósefína. Bæði ætla þau að sækja um síma. S: Svona, svona, engan asa. Skárri eru það nú lætin í manninum. J: Já, ég segi það sama. G: Hvað kemur þetta kerlingunni við? J: Ég er að flýta mér. Ég ætlaði bara. . . . S: Já, allt kvenfólk er alltaf að flýta sér. - (snýr sér að Guðmundi) - Hvað var það fyrir þig? G: Ég ætlaði bara að sþyrja hvort það væri hérna sem maður pantar sér síma. S: Auðvitað, til hvers heldurðu annars að ég sitji hér? G: Ég ætla þá að sækja um að fá síma. S: Einmitt það - fá síma handa sjálfum þér? G: Neei - ég fæ nú víst ekki að nota hann einn. Kerlingin mín fær að hringja líka en ekki oftar en einu sinni í viku. J: Er röðin ekki komin að mér? S: Engin læti hér. Allt kvenfólk er að flýta sér. Guðmundur, hefurðu haft síma áður? G: Já, ég hafði nú síma en eiginlega ekki. Það svaraði svo sjaldan þegar ég hringdi í vini mína eða þeir voru ekki heima. S: Þetta skiptir ekki máli. Hvar áttu heima? G: Hvers konar spurningar eru þetta? Þetta er bara eins og yfirheyrsla. S: Við verðum að vita hvar þú átt heima. Ef þú átt til dæmis heima í Safamýri för- um við ekki að setja símann upp ein- hvers staðar á Háaleitisbraut. G: Nei, það gætuð þið ekki heldur ef ég ætti heima í Álftamýri. S: En, en þetta var nú bara til dæmis. G: Ég vil ekki neitt til dæmis. Ég vil síma. S: Ég spurði hvar þú ættir heima. G: Og þá svara ég: Álftamýri 1. S: Það á þá að setja símann upp í Álfta- mýri? G: Nei, það á sko ekki að setja síma í neina mýri. Það á að setja hann inn í íbúðina mína. S: Auðvitað, setja hann upp inni í íbúð- inni þinni? G: Já, náttúrlega eigið þið að setja hann upp. Ætlið þið kannski að látan hann liggja einhvers staðar? J: Nú er röðin komin að mér. Ef þessi Guðmundur segir Safamýri þá meinar hann auðvitað Álftamýri. G: En hvernig komst þá Háaleitisbraut- in inn í þetta? S: Hægan, hægan. Viltu eitthvert sér- stakt númer, Guðmundur? G: Já, það vil ég. Ég vil fá númer eitt. S: Númer eitt er ekki laust. G: Þá vil ég númer tvö. S: Númer tvö er ekki heldur laust. G: Þá vil ég bara númer eitt. S: Ég var að segja að það væri ekki laust. G: Þá vil ég númer 47. Það númer nota ég af skóm og það er svo gott að muna það. S: Jæja, ég ákveð þá bara að símanúm- erið þitt verði 305040. G: Nei, nei, það er alltof stórt handa mér. Það passar frekar á kerlinguna hérna. - (Lítur á frú Jósefínu) - J: Þú ættir að skammast þín, maður. S: Síminn verður þá settur upp í mars. G: Það á ekki að setja hann upp í mars- Það á að setja hann upp í ganginum hja mér. J: Er röðin ekki komin að mér núna? G: Bíðið aðeins. Ég ætla að segja dálítið áður en ég fer. Það er þessi sími sem er var að tala um. Ég ætla bara að segja þetta: Ég ætla ekki að fá neinn síma. S: Ætlarðu ekki að fá neinn síma? G: Nei, ég ætla ekki að fá neinn síma aí því að í húsið hjá mér í Álftamýri 1 er a^ flytja kerlingarskrukka sem ætlar ao opna sælgætisbúð á fyrstu hæðinni og Þa fer ég bara til hennar og fæ lánaðan síma og fæ að hringja ókeypis. Það er miklu ódýrara. S: Út með þig, maður. Nú er röðin kom* in að þér, frú. - (Guðmundur fer út) - J: En ég ætla, sko, ekki heldur að fa neinn sima. S: Hvað, ætlar þú ekki heldur að fa síma? Hvað kemur til? J: Nei, ég er nefnilega kerlingarskrukk- an sem ætlar að opna sælgætisbúð 1 Álftamýri 1. 44ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.