Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1989, Side 45

Æskan - 01.03.1989, Side 45
Gunnar Eyjótfsson skátahöfðingi og Yngvinn Gunniaugsson félagsforingi Vogabúa. Búálfar f Inkar Svartálfar § Skátafélagið Vogabúar eins ársl Eitt af yngstu skátafélögum landsins, Vogabúar í Grafarvogi, várð eins árs 22. febrúar sl. í því starfa um 180 skátar og það er eitt fjölmennasta skátafélagið í Reykjavík. í tilefni afmælisins var haldin mikil kvöldvaka í Foldaskóla. Þangað komu liðlega 300 skátar og foreldrar þeirra. Skátahöfðingja íslands, Gunnari Eyjólfssyni, og stjórn Skátasambands Reykjavíkur var boðið á kvöldvökuna. Skátasveitir fluttu skemmtiatriði og sérstakt skáta„band“ stjórnaði söngnum. Góður skátaandi ríkti og hámark kvölds- ins var afhending viðurkenningar til besta skátaflokks Vogabúa 1988. Hana hlaut flokkurinn Rauðskinnar en í hon- um eru nokkrar eldhressar stúlkur. Nafnbótina „besti skátinn“ fékk Magnús Jóhannsson flokksforingi Útilegumanna. Skátahöfðingi skipaði Yngvinn Gunn- laugsson félagsforingja Vogabúa. í lok kvöldvökunnar afhenti skátahöfðingi Stefáni Má Guðmundssyni deildarfor- ingja „10 ára skátaliljuna“ fyrir vel unnin störf í skátahreyfingunni. Skátar úr fé- laginu Dalbúum voru gestir Vogabúa og fjölmenntu á fundinn. Skátastarfið í Grafarvogi hefur gengið mjög vel. Aðstöðuleysi hefur þó helst háð því. Helgina eftir afmælið var félags- miðstöðin Fjörgyn opnuð á félags- svæðinu og rættist þá úr. Félagið fær þar inni með fundi til bráðabirgða. Vogabúar skiptast í smáskátasveitirnar Búálfa og Svartálfa, skátasveitirnar Inka og Krútt og dróttskátasveitina Castor. í henni eru 16 ára skátar og eldri. ÆSKAN 45

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.