Æskan - 01.03.1989, Page 45
Gunnar Eyjótfsson
skátahöfðingi og
Yngvinn
Gunniaugsson
félagsforingi
Vogabúa.
Búálfar f
Inkar
Svartálfar §
Skátafélagið
Vogabúar
eins ársl
Eitt af yngstu skátafélögum landsins,
Vogabúar í Grafarvogi, várð eins árs 22.
febrúar sl. í því starfa um 180 skátar og
það er eitt fjölmennasta skátafélagið í
Reykjavík. í tilefni afmælisins var haldin
mikil kvöldvaka í Foldaskóla. Þangað
komu liðlega 300 skátar og foreldrar
þeirra. Skátahöfðingja íslands, Gunnari
Eyjólfssyni, og stjórn Skátasambands
Reykjavíkur var boðið á kvöldvökuna.
Skátasveitir fluttu skemmtiatriði og
sérstakt skáta„band“ stjórnaði söngnum.
Góður skátaandi ríkti og hámark kvölds-
ins var afhending viðurkenningar til
besta skátaflokks Vogabúa 1988. Hana
hlaut flokkurinn Rauðskinnar en í hon-
um eru nokkrar eldhressar stúlkur.
Nafnbótina „besti skátinn“ fékk Magnús
Jóhannsson flokksforingi Útilegumanna.
Skátahöfðingi skipaði Yngvinn Gunn-
laugsson félagsforingja Vogabúa. í lok
kvöldvökunnar afhenti skátahöfðingi
Stefáni Má Guðmundssyni deildarfor-
ingja „10 ára skátaliljuna“ fyrir vel unnin
störf í skátahreyfingunni. Skátar úr fé-
laginu Dalbúum voru gestir Vogabúa og
fjölmenntu á fundinn.
Skátastarfið í Grafarvogi hefur gengið
mjög vel. Aðstöðuleysi hefur þó helst
háð því. Helgina eftir afmælið var félags-
miðstöðin Fjörgyn opnuð á félags-
svæðinu og rættist þá úr. Félagið fær þar
inni með fundi til bráðabirgða.
Vogabúar skiptast í smáskátasveitirnar
Búálfa og Svartálfa, skátasveitirnar Inka
og Krútt og dróttskátasveitina Castor. í
henni eru 16 ára skátar og eldri.
ÆSKAN 45