Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 45

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 45
Gunnar Eyjótfsson skátahöfðingi og Yngvinn Gunniaugsson félagsforingi Vogabúa. Búálfar f Inkar Svartálfar § Skátafélagið Vogabúar eins ársl Eitt af yngstu skátafélögum landsins, Vogabúar í Grafarvogi, várð eins árs 22. febrúar sl. í því starfa um 180 skátar og það er eitt fjölmennasta skátafélagið í Reykjavík. í tilefni afmælisins var haldin mikil kvöldvaka í Foldaskóla. Þangað komu liðlega 300 skátar og foreldrar þeirra. Skátahöfðingja íslands, Gunnari Eyjólfssyni, og stjórn Skátasambands Reykjavíkur var boðið á kvöldvökuna. Skátasveitir fluttu skemmtiatriði og sérstakt skáta„band“ stjórnaði söngnum. Góður skátaandi ríkti og hámark kvölds- ins var afhending viðurkenningar til besta skátaflokks Vogabúa 1988. Hana hlaut flokkurinn Rauðskinnar en í hon- um eru nokkrar eldhressar stúlkur. Nafnbótina „besti skátinn“ fékk Magnús Jóhannsson flokksforingi Útilegumanna. Skátahöfðingi skipaði Yngvinn Gunn- laugsson félagsforingja Vogabúa. í lok kvöldvökunnar afhenti skátahöfðingi Stefáni Má Guðmundssyni deildarfor- ingja „10 ára skátaliljuna“ fyrir vel unnin störf í skátahreyfingunni. Skátar úr fé- laginu Dalbúum voru gestir Vogabúa og fjölmenntu á fundinn. Skátastarfið í Grafarvogi hefur gengið mjög vel. Aðstöðuleysi hefur þó helst háð því. Helgina eftir afmælið var félags- miðstöðin Fjörgyn opnuð á félags- svæðinu og rættist þá úr. Félagið fær þar inni með fundi til bráðabirgða. Vogabúar skiptast í smáskátasveitirnar Búálfa og Svartálfa, skátasveitirnar Inka og Krútt og dróttskátasveitina Castor. í henni eru 16 ára skátar og eldri. ÆSKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.