Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 18

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 18
Daginn, sem veislan var haldu1’ byrjuðu tröllin að streyma að snemma um morguninn. Þau voru sparibúin og í góðu skapi. Afi var líka í sparifötunum en honum leið illa. Hann vildi helst vera í gömlu görmunum. í gömlu eikinni hans afa var mikið um að vera. Títa, Tala, Todda, Tófa og Tómasína voru að taka til og viðra. Tóti, Tumi, Tolli, Tommi og Tyrfingur voru að safna saman borðum og bekkjum. Þær bökuðu tröllakleinur, vínarbrauð og tertur. Hver terta var svo stór að hún var eins og eldhúsborð í mannheimum. Svo skreyttu þær terturnar með alls kyns góðgæti. Allir voru glaðir og góðir nema trölla-afi. Hann var reiður! Hann var alveg bálreiður! Amma fullyrti að hann væri 800 ára. Trölla-mamma sagði að hann væri 750 ára en sjálfur var hann viss um að hann væri 900 ára eða 1000? Amma sagði að það skipti ekki máli. Aðalatriðið væri að halda veislu! Svo sendi hún afa út að bjóða. Afi var lengi á leiðinni. Hann fór yfir fjöll og firnindi, kom við í öllum trjám og hverjum helli. Framhaldssaga eftir Kristínu Steinsdóttur Hann ætlaði ekki að skilja neinn útundan fyrst amma var á annað borð að finna upp á þessari vitleysu. Þegar hann kom heim var hann svo þreyttur að hann lagðist í rúmið. Hann lá alveg þangað til veislan byrjaði. Það gerði hann bæði af því að hann var þreyttur og líka til að losna við að taka til. Svona var afi séður! Hvaða uppátæki var þetta líka í trölla-ömmu? Hún ætlaði að halda upp á afmælið hans. . . Og hann vissi ekki einu sinni hvað hann var gamall. 18ÆSKAN Ég er ekkert sparifata-tröll, sagði afi. En þessu réðu amma og maU1 og drifu hann í fötin. Hann fór meira að segja í skO' Afi hafði ekki komið í skó síðan hann gifti sig. Skórnir voru svartir og ægilega harðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.