Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 47

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 47
^toría var eina skipið af hnatts-em ^omsf af/a fe,ö ' fyrstu a,tsiglingu mannkynssögunnar. a v°ru Portúgalar og Spánverjar ° ^ygar siglingaþjóðir og tóku a sigla langar leiðir um ókunn 0 • Þeir komu að löndum og Vnntust þjóðum sem Evrópu- Uar höfðu ekki haft hugmynd utn. Þegar Ferdinand Magellan var þad bil 39 ára fékk hann verk vinna hjá Karli V. og varð það ag°g afdrifaríkt. Hann var skip- s Ur leiðtogi leiðangurs fimm 1 ?rra skipa og átti að finna nýja ' Austur-Indía með því að v 6 na 1 vestur frá Spáni. Þetta Uy arið 1519. Tæp 30 ár voru þá StJn frú því að Kólumbus hafði 3 Sur þetta en óvænt rekist á Se Ul'nar eyjar í vestri og lönd ru Evrópumenn kölluðu síðan Auteríku. fríð^a8C^an ai sta<5 með AtjU ^’ronoyti) sigldi vestur yfir str antshaf og suður með austur- len°n^ Suður-Ameríku. Strand- f ® an virtist endalaus en loksins an SUnd Vfir 1 haf mikið vest- iiðið f Amerfiul- Pá var rúmt ár \< ra því þeir sigldu úr höfn. Vee8elIan hallaði hafið Kyrrahaf Ua þess hve vindar og straum- ar virtust hægir og stöðugir þegar norðar dró í þessu nýfundna út- hafi. Slíkir loftstraumar eru nú kallaðir staðvindar. En sundið, sem þeir sæfarar fundu, er kallað Magellanssund til heiðurs Mag- ellan. Getið þið fundið Magellans- sund í kortabókinni ykkar? Sundið er hér um bil 600 km langt en breiddin er mismikil, breiðast um 35 km, mjóst aðeins 4 km. Það liggur sem sé milli Atl- antshafs og Kyrrahafs en sunnan við það eru nokkrar eyjar. Ein þeirra heitir Eldland. Áfram héldu þeir ferð sinni, lengra og lengra í vestur, yfir Kyrrahafið og sáu engin lönd. Mörgum fór að líða illa vegna matarskorts og hræðilegs sjúk- dóms sem kallast skyrbjúgur. Hann stafar af næringarskorti og heltók landkönnuði fyrr á tímum þegar fæðan var ekki nógu fjöl- breytt. Loksins fundu þeir eyjar og einu og hálfu ári eftir brottför heiman frá Portúgal reis úr hafi stórbrotið, fjöllótt land sem nú á dögum kallast Filipseyjar. En nú fór illa. Skipverjar lentu í bardaga við fólkið sem þarna bjó og Magellan féll. Það var árið 1521. Leiðangursmönnum hafði fækkað á leiðinni og aðeins eitt skipanna var eftir. Maður að nafni Sebastian del Cano tók við stjórn að Magellan látnum og sigldi áfram hina löngu leið vest- ur Indlandshaf, suður fyrir Afr- íku og þaðan sem leið lá heim til Spánar. Þeir sem lifðu af þessa fyrstu hnattsiglingu mannkyns- sögunnar sögðu ferðasöguna en ferðin hafði tekið þrjú ár. Magellan er talinn mesti sæfari og landkönnuður sinnar kynslóð- ar og voru hugrekki hans, vilji og seigla mjög rómuð. Hann var líka fróður og snjall siglingafræðingur en það var mjög mikilvægt á þessum tíma. Það reyndi meira á skipstjóra fyrir daga alls kyns siglingatækja nútímans. í leiðangrinum voru gerðar merkar athuganir á náttúrunni. Á suðurhveli jarðar sjást á himni tveir þokukenndir, lýsandi blettir sem heita Magellanský. Það voru einmitt leiðangursmenn Magell- ans sem greindu frá blettunum við heimkomu sína. Þetta eru svonefndar stjörnuþokur, þyrp- ing ótal stjarna í órafjarlægð frá Vetrarbrautinni. Vetrarbrautin er stjörnuþyrping sem sólkerfið okkar tilheyrir. Þótt Magellanský séu vissulega í órafjarlægð eru þau tiltölulega nálægt Vetrar- brautinni miðað við önnur stjörnukerfi í alheiminum. Þess vegna eru þau áberandi og ólík öllu sem stjarnfræðingar á norð- urhveli jarðar, t.d. í Evrópu, höfðu átt að venjast. Þótt Magellan sjálfur kæmist ekki heim heill á húfi breytti leið- angur hans heimsmynd manna - hugmynd manna um jörðina, hnöttinn okkar. Það fer því vel á því að nefna geimfar til „hnatt- könnunar“ eftir þessum mikla sæfara, geimfarið Magellan sem nú er á leið til Venusar. (Stuðst við alfræðibók Aschehougs) ÆSKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.