Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1989, Page 47

Æskan - 01.05.1989, Page 47
^toría var eina skipið af hnatts-em ^omsf af/a fe,ö ' fyrstu a,tsiglingu mannkynssögunnar. a v°ru Portúgalar og Spánverjar ° ^ygar siglingaþjóðir og tóku a sigla langar leiðir um ókunn 0 • Þeir komu að löndum og Vnntust þjóðum sem Evrópu- Uar höfðu ekki haft hugmynd utn. Þegar Ferdinand Magellan var þad bil 39 ára fékk hann verk vinna hjá Karli V. og varð það ag°g afdrifaríkt. Hann var skip- s Ur leiðtogi leiðangurs fimm 1 ?rra skipa og átti að finna nýja ' Austur-Indía með því að v 6 na 1 vestur frá Spáni. Þetta Uy arið 1519. Tæp 30 ár voru þá StJn frú því að Kólumbus hafði 3 Sur þetta en óvænt rekist á Se Ul'nar eyjar í vestri og lönd ru Evrópumenn kölluðu síðan Auteríku. fríð^a8C^an ai sta<5 með AtjU ^’ronoyti) sigldi vestur yfir str antshaf og suður með austur- len°n^ Suður-Ameríku. Strand- f ® an virtist endalaus en loksins an SUnd Vfir 1 haf mikið vest- iiðið f Amerfiul- Pá var rúmt ár \< ra því þeir sigldu úr höfn. Vee8elIan hallaði hafið Kyrrahaf Ua þess hve vindar og straum- ar virtust hægir og stöðugir þegar norðar dró í þessu nýfundna út- hafi. Slíkir loftstraumar eru nú kallaðir staðvindar. En sundið, sem þeir sæfarar fundu, er kallað Magellanssund til heiðurs Mag- ellan. Getið þið fundið Magellans- sund í kortabókinni ykkar? Sundið er hér um bil 600 km langt en breiddin er mismikil, breiðast um 35 km, mjóst aðeins 4 km. Það liggur sem sé milli Atl- antshafs og Kyrrahafs en sunnan við það eru nokkrar eyjar. Ein þeirra heitir Eldland. Áfram héldu þeir ferð sinni, lengra og lengra í vestur, yfir Kyrrahafið og sáu engin lönd. Mörgum fór að líða illa vegna matarskorts og hræðilegs sjúk- dóms sem kallast skyrbjúgur. Hann stafar af næringarskorti og heltók landkönnuði fyrr á tímum þegar fæðan var ekki nógu fjöl- breytt. Loksins fundu þeir eyjar og einu og hálfu ári eftir brottför heiman frá Portúgal reis úr hafi stórbrotið, fjöllótt land sem nú á dögum kallast Filipseyjar. En nú fór illa. Skipverjar lentu í bardaga við fólkið sem þarna bjó og Magellan féll. Það var árið 1521. Leiðangursmönnum hafði fækkað á leiðinni og aðeins eitt skipanna var eftir. Maður að nafni Sebastian del Cano tók við stjórn að Magellan látnum og sigldi áfram hina löngu leið vest- ur Indlandshaf, suður fyrir Afr- íku og þaðan sem leið lá heim til Spánar. Þeir sem lifðu af þessa fyrstu hnattsiglingu mannkyns- sögunnar sögðu ferðasöguna en ferðin hafði tekið þrjú ár. Magellan er talinn mesti sæfari og landkönnuður sinnar kynslóð- ar og voru hugrekki hans, vilji og seigla mjög rómuð. Hann var líka fróður og snjall siglingafræðingur en það var mjög mikilvægt á þessum tíma. Það reyndi meira á skipstjóra fyrir daga alls kyns siglingatækja nútímans. í leiðangrinum voru gerðar merkar athuganir á náttúrunni. Á suðurhveli jarðar sjást á himni tveir þokukenndir, lýsandi blettir sem heita Magellanský. Það voru einmitt leiðangursmenn Magell- ans sem greindu frá blettunum við heimkomu sína. Þetta eru svonefndar stjörnuþokur, þyrp- ing ótal stjarna í órafjarlægð frá Vetrarbrautinni. Vetrarbrautin er stjörnuþyrping sem sólkerfið okkar tilheyrir. Þótt Magellanský séu vissulega í órafjarlægð eru þau tiltölulega nálægt Vetrar- brautinni miðað við önnur stjörnukerfi í alheiminum. Þess vegna eru þau áberandi og ólík öllu sem stjarnfræðingar á norð- urhveli jarðar, t.d. í Evrópu, höfðu átt að venjast. Þótt Magellan sjálfur kæmist ekki heim heill á húfi breytti leið- angur hans heimsmynd manna - hugmynd manna um jörðina, hnöttinn okkar. Það fer því vel á því að nefna geimfar til „hnatt- könnunar“ eftir þessum mikla sæfara, geimfarið Magellan sem nú er á leið til Venusar. (Stuðst við alfræðibók Aschehougs) ÆSKAN 47

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.