Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 30

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 30
Sagan um Bjarkmund Framhaldssaga eftir Bjarka Bjarnason Eitt vorið þegar Bjarkmundur var búinn að sofa og hrjóta í heilan vetur var ýtt við honum og fólkið sagði að hann þyrfti að fara út úr húsinu, það ætti að fara að rífa það. Hann hafði fengið að liggja þar á bekk allan vetur- inn en hafði sett fæturna upp í bóka- hillu. Það var gömul kona sem átti hús- ið. - Hvað verður þá um gömlu kon- una? spurði Bjarkmundur og byrjaði að reima á sig strigaskóna. - Hún dó á gamlárskvöld, svaraði fólkið. - Ég hef bara ekki tekið eftir því, sagði Bjarkmundur. - Þú mátt taka með þér legubekkinn ef þú vilt, sagði fólkið og kímdi. - En bókahillurnar? Má ég eiga þær? spurði Bjarkmundur. - Ætli bekkurinn sé ekki nóg, sagði fólkið og skellti upp úr. Einn mannanna hjálpaði Bjarkmundi við að bera legubekkinn út á hlað og setja hann upp í hjólbörurnar. - Dekkið er alveg vindlaust. Ég verð að fara á næstu bensínstöð og dæla í það lofti, sagði Bjarkmundur og lötraði af stað. Það fréttist fljótlega að Bjarkmundur væri vaknaður af dvalanum og það fannst öllum dálítið gaman því að það var alltaf hægt að gera grín að honum. Þegar hann kom á bensínstöðina var kominn hópur af krökkum á eftir hon- um og allir hoppuðu og híuðu. - Ædarðu að fá bensín á bekkinn? spurðu bensínkarlarnir og skellihlógu. „Hann er alveg algjör,“ sögðu krakk- arnir. Legubekkurinn var þungur og Bjark' mundur varð fljótlega þreyttur á því 3 ýta hjólbörunum á undan sér. Hann beygði út af veginum og stansaði 1 grænni lautu. Þar tíndi hann upp 1 s1^ hundasúrur og drakk blávatn með. Sól- in var horfln en Bjarkmundi var sarnt ekkert kalt. - Það er best að halla sér á bekkinn- Þá þarf ég ekkert að hafa fyrir því a reisa tjaldið. Bjarkmundur tók legubekkinn ofan af hjólbörunum og lagðist flatur á hann- Eftir fímm mínútur var hann sofnaður - steinsofnaður og byrjaður að hrjota- Munnurinn á honum var galopinn e!ns og hann ætlaði að gleypa appelsínu e epli í heilu lagi. Það var vor og fuglam11' voru að búa til hreiður úti um alh °§ þeir sungu í öllum áttum. Bjarkmunduf heyrði það í gegnum svefninn með öðru eyranu. Venjulega dreymdi Bjarkmund ek _ neitt á meðan hann svaf en í þetta skipu dreymdi hann skrýtinn draum. Honum fannst að hópur af álfabörnum stæði a gægjum á bak við hól og horfði niður lautina. Hann sá álfabörnin læðast halarófu í átt til sín og slá hring í kfin^ um bekkinn. Og svo byrjuðu þau syngja: Mundi gamli hrýtur hátt og hamast við að sofa. Munu álfabörnin brátt binda endi á þetta. Nú fannst Bjarkmundi álfabörnm sparka í bekkinn og ekki hætta fyrr komin voru göt á hann. Svo byr)u þau að reyta hálminn út og troða h um í strigapoka sem þau höfðu - Nei, ég er nú að sækjast eftir vindi, svaraði Bjarkmundur sallarólegur. Bensínkarlarnir hjálpuðu honum að dæla lofti í dekkið. - Er ykkur ekki sama þó að ég leggi mig hérna á planinu hjá ykkur? Ég er eitthvað svo syfjaður. - Jú, jú, blessaður vertu, svöruðu bensínkarlarnir. Bjarkmundur sofnaði strax og nú gátu allir, sem óku fram hjá bensínstöð- inni, hlegið. „Bjarkmundur er kominn á fætur - og lagstur aftur!“ „Þetta er nú ekki hægt. Það verður að láta hirða manninn. Þetta er til skammar.“ „Það er gaman að þessu.“ Bjarkmundur vissi ekkert um það sem fólkið sagði um hann. Hann bara svaf og dreymdi ekki neitt. Hann vaknaði ekki fyrr en bensínkarlarnir ýttu við honum með vinnuvettlingum. - Við erum að fara að loka. Það er best að þú farir, vinur. - Já, já, ég skal fara, sagði Bjark- mundur og gekk af stað með legubekk- inn á hjólbörunum sínum. Hann gekk út úr bænum og beint á móti sólinni sem var að síga ofan í sjó- inn. „Þarna fer hann þessi rugludallur,“ sögðu sumir. 30 ÆSKAU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.