Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 46

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 46
VíSINDA ÞÁTTUR Umsjón: Þór Jakobsson Nýjustu geimferðafréttir: Ferð til Venusar í maí síðastliðnum sendu Banda- ríkjamenn geimfar af stað til Venusar. Geimfarið kallast Mag- ellan. Þar með lýkur tíu ára geimferðahléi í Bandaríkjunum. Eins og þið væntanlega vitið flest er Venus hnöttur í sólkerf- inu eins og Jörð (jörðin). Hún er nær sólu en jörðin, annar hnöttur frá sólu. Venus er hulin þykkum skýjahjúpi sem aldrei sést gegn- um. Það er því ekki unnt að sjá neitt af yfirborði Venusar með sjónaukum hér „heima“ á jörð- inni, jafnvel í öflugustu stjörnuat- hugunarstöðvum. Árangursríkara er að senda geimfar til Venusar, útbúið alls kyns mælitækjum. Þegar geimfarið er komið á leiðarenda getur könnunin farið fram með tvenns konar hætti. Annaðhvort er geimfarið látið falla niður gegnum hjúpinn og senda upplýsingar til vísinda- manna um umhverfið á leiðinni niður eða látið svífa hringi um- hverfis Venus hátt fyrir ofan skýjahjúpinn og kanna yfirborð hnattarins með ratsjá. Það er síð- artalda aðferðin sem verður notuð við sendingu geimfarsins Magell- ans til Venusar, ratsjárkönnun. Magellan mun komast alla leið til Venusar í ágúst á næsta ári, 1990. Þið ættuð að skrifa það hjá ykkur til gamans og fylgjast með því hvort koma geimfarsins til Venusar verður ekki í heimsfrétt- unum í ágúst 1990. Braut geim- farsins umhverfis Venus verður í 250 til 1900 km (kílómetra) hæð yfir yfirborði hnattarins. Þaðan mun geimfarið kortleggja um 90% af yfirborði Venusar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landslag, fjöll og dalir, er kortlagt á Venusi. Bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn hafa kortlagt hluta af Venusi með svipuðum hætti áður. En þess er vænst að ratsjármyndir Magellans verði tíu sinnum betri en bestu myndir til þessa. En hverjir bíða spenntastir eft- ir ratsjármyndum frá Magellan? Það eru jarðfræðingar. Fyrri rat- sjárkort hafa nefnilega sýnt fram á að landslagið á Venusi er býsna fjölbreytilegt. Víðáttumiklar flatneskjur úr hörðu bergi ein- kenna mestallt yfirborðið en sums staðar gnæfa upp úr nokk- urra kílómetra há meginlönd. Fjöll á hæð við hæstu fjöll jarðar hafa fundist og sömuleiðis gjár, dýpri og lengri en þekkist á jörð- inni. Á Venusi eru einhver stærstu eldfjöll í sólkerfinu. Að- eins á reikistjörnunni (hnettin- um) Mars eru stærri eldfjöll. Venus er á stærð við jörðina og hnettirnir tveir hafa um það bil sömu efnafræðilega samsetningu. Þess vegna verða jarðfræðingar margs vísari um þróun eða sögu hnatta (reikistjarna) með því að bera saman Venus og Jörð jarð- fræðilega. Eins og nefnt hefur verið áður í vísindaþætti Æsk- unnar hafa jarðfræðingar komist að raun um síðustu áratugi að yf- irborð jarðar er þakið nokkrum firnamiklum plötum á hægri hreyfingu sitt á hvað. Kenningin um þessar hreyfingar kallast plötukenningin og er eins konar framhald af landrekskenningunni sem minnst var á í síðasta vis- indaþætti. Ein hinna vísindalegu spurn- inga, sem „Venusarjarðfræðing- ar“ vonast til að svara með ferð Magellans, er einmitt hvort nteg- inlandsplötur á hreyfingu eru líka á Venusi. (Stuðst við Illustreret Videnskab) Hver var Magellan? Magellan er nafn á frægun1 portúgölskum landkönnuði- Hann hét á móðurmáli sínu fuUu nafni Fernao de Magalhaes en a öðrum tungumálum er naínJ Ferdinand Magellan. Fyrir ná kvæmlega 500 árum var Ferdin and níu ára drengur. Ekki er ólíklegt að hann hafi verið röskur strákur, framtakssamur og nam fús. Kannski hefur hann áú heima við sjávarsíðuna og óen anlegt hafið úti fyrir heillað hanU ungan. Að minnsta kosti gerð)st hann víðförull sæfari. Hann S'il sér gott orð á ferðum um Norður Afríku og Austur-Indíur sem nu kallast Indónesía. En svo fór ;* honum fannst hann vera snl genginn hjá löndum sinUI^| Portúgölum, og réðst Þa spænska keisarans, Karls (fimmta). Ferdinand var uppi á merku tímamótum í sögu mannkynsl og það átti fyrir honum að að eiga ríkan þátt í þeirri byltin®u sem varð. Þessir tímar kenndir við landafundina m*k 46 ÆSKAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.