Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 24
eftir Báru Þórarinsdóttur
hátíð í
skóginum
Stóri-Dýraskógurinn átti bráðum
afmæli og allir íbúarnir vildu halda
upp á það. Ekki hvað síst Raggi ref-
ur og Kalla kanína. Hinum fannst
það svo sem ekkert að marka. Þau
höfðu nefnilega stofnað hljómsveit
ásamt nokkrum öðrum og vildu ólm
fá að skemmta.
Það átti að smíða stóran pall inni í
miðjum skóginum og skógarstjórinn
hafði óskað eftir sjálfboðaliðum.
Allt iðaði af lífí. Meira að segja engi-
spretturnar létu af daglegum störf-
um sínum og buðust til að bera
naglana sem nota átti í pallinn.
Refurinn fylgdist með af gríðar-
legum áhuga. Nú faldi hann sig bak
við tré og hugsaði um hvernig hann
gæti strítt engisprettunum svolítið.
Hann var sérstaklega laginn við að
skaprauna þeim. Hann lagðist á
magann og rak nefíð niður í jörðina
og hugsaði málið. Þá kom uglan
fljúgandi og hringsólaði aðeins yfír
höfði hans.
- Nei, hvað sé ég? Ertu að tína
ber? spurði hún sposk.
Refurinn hnussaði. Þetta var
henni líkt. Og hún átti að vera svo
gáfuð. En hvað var hún að flækjast
hér um miðjan dag. Hann hélt að
kvöldið væri sá tími sem hún færi á
stjá. En nú voru allir á ferð og flugi
því að mikið var að gera við undir-
búning hátíðarinnar. Refurinn
geispaði. Það væri annars best að fá
sér lúr.
Kalla kanína virti fyrir sér pallinn
sem verið var að smíða. Hún
hnippti í Ragga ref.
- Heyrðu, sagði hún. Við verð-
um að semja lag. Skógurinn okkar
24 ÆSKAIT
| verður 150 ára eftir eina viku og við
| verðum að semja lag.
- Við kunnum ekki að semja lag,
| sagði Raggi refur.
| - Víst getum við, sagði Kalla.
| Við bara byrjum.
- Hvað gengur að henni? hugsaði
| Raggi refur. Við kunnum ekki einu
| sinni að lesa nótur. Við spilum bara
| eftir evranu. rni
| um leið og hann leit ólundarlega a
! ugluna. Alltaf var hún að skipta sér
i af.
| Benni broddgöltur hafði leynst á
I bak við tré sem stóð þar rétt hjá og
I hafði heyrt allt sem fram fór. Nu
| rak hann fram litla trýnið og þóttist
| vera að gá til veðurs. Hann vildi
| ekki láta bera allt of mikið á sér.
i Hann hafði því miður þann leiða
Uglan, sem hafði ekki verið langt
undan, heyrði á tal þeirra. Þetta
fannst henni ágætis hugmynd. Að
þau semdu lag fyrir hátíðina. Þá
hefði Raggi refur um nóg að hugsa
og færi ekki að standa í neinum
strákapörum.
- Heyrið þið, börnin góð, kallaði
hún til þeirra um leið og hún sveif í
stórum boga og settist við hliðina á
þeim.
- Þið skulið alveg endilega semja
eitt lag fyrir hátíðina. Já, ég komst
ekki hjá því að heyra hvað ykkur fór
á milli. Ég var ekki svo langt frá.
- Kemur hún enn, hugsaði Raggi
ávana að liggja á hleri og þess vegna
voru hin dýrin stundum ekki allt ol
hrifín af honum. En hann var nu
samt besta skinn. Það var bara eins
og hann gæti ekki að þessu gert. Nu
kjagaði hann stuttfættur í átt úl
Köllu og Ragga.
- Enga títuprjóna í dag, takk’
sagði Raggi refur um leið og hann sa
broddgöltinn.
Aumingja broddgölturinn varö
alltaf jafnleiður í hvert sinn þegar
Raggi refur stríddi honum svona-
Ekki gat hann gert að því þó a
hann hefði þessa brodda.
- Það er góða veðrið, sagði Benn1