Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1989, Page 9

Æskan - 01.10.1989, Page 9
»Ég var stödd í bíó þegar ég hitti stelpu sem var að leita að þátttakend- í keppnina. Hún bað mig að koma á æfingu og ég ákvað að reyna." — Hvernig var undirbúningi fyrir þá ^eppni hagað? «Undirbúningurinn fólst mest í því a& við fórum í líkamsrækt þrisvar í v'ku og jafnoft á gönguæfingar." ~ Hvernig leið dagurinn þegar sú keppni fór fram? «Við komum klukkan tólf á hádegi Hður á Hótel Borg þar sem keppnin Var haldin. Þar fengum við hádegismat " sem var bara þunn súpa! — og síðan fórurn við í hárgreiðslu og andlitsförð- Un- Okkur fannst ágætt að stytta tím- ann meðan við biðum eftir að koma kam og leigðum okkur myndband til a5 horfa á. . ." — Hvernig leið þér þegar þú heyrðir Urslitin? "Bara mjög vel," segir Hugrún Linda °8 brosir. ' Var undirbúningurinn fyrir keppn- |na um titilinn Ungfrú ísland eitthvað óðruvísi en fyrir Ungfrú Reykjavík? «Hann var mjög auðveldur fyrir mig ^ví að ég hafði þurft að æfa svo mikið fyhr fyrrj keppnina. Undirbúningurinn ^rð miklu meiri hjá stelpunum utan af andi sem höfðu ekki verið á gönguæf- 'n8um eða í líkamsrækt." " Við hvað vannstu í sumar? "Ég van við malbikun norður á Ak- Ureyri. Við vorum að malbika og und- lr^úa bílastæði." " Fórstu til útlanda í sumar? »Já ég fór til Rhodos með skólasystk- 'num mínum úr Menntaskólanum. Við 0rum tveimur dögum eftir að við luk- 0na stúdentsprófi og vorum þar í þrjár V'kur. Það var mjög skemmtileg ferð." Geta þurft að keppa um miðja nótt! ^Ugrún Linda hélt frá íslandi 18. ptóber til Luxemborgar. Þar beið hún - tV° haga eftir Cargolux flugvél sem a^ flytja hana til Tævan (Tai-Wan; ^ Ur Formósa) en þar eiga fegurðar- r°ttningarnar að dveljast í hálfan s anu& við myndatökur og annað sem ertir keppnina. Með Hugrúnu „Þad eina sem ég hef gert er að fara í líkamsrækt á hverjum degi. . .“ til í „Ég vann við malbikun. Luxemborgar fór kærastinn hennar, Magnús Jaroslav Magnússon. Hugrún sagði að það yrði mjög gott að hafa hann með því að hún yrði með svo mikinn farangur. Hún vissi ekki hvort keppninni yrði sjónvarpað beint hing- að til íslands en sagðist vita að hún yrði sýnd í beinni útsendingu í Bret- landi: „Mér er sagt að þess vegna getum við þurft að keppa um miðja nótt í Hong Kong. Keppnin þarf að vera á góðum sjónvarpstíma fyrir Breta!" sagði hún. Það eru sömu eigendur að keppn- inni „Ungfrú Heimur" og hafa verið áður, Julia og Eric Morley, en Hugrún sagði að það sem hefði breyst væri að nú greiddi önnur sjónvarpsstöð fyrir út- sendinguna. Að öðru leyti hélt hún að allt væri óbreytt og markmiðið það sama: að hjálpa veikum börnum um allan heim. Þegar þetta viðtal var tekið voru að- eins tveir dagar þangað til Hugrún Linda átti að leggja af stað í ferðalagið. Hún var spurð hvort hún hefði undir- búið sig mikið? „Nei, ég hef nú ekki gert það," svar- aði hún. „Það eina sem ég hef í raun- inni gert er að fara i likamsrækt á hverjum degi. Svo þurfti ég auðvitað að útvega mér nóg af fötum því að ég verð í rúman mánuð í burtu." - Þarftu að hafa mikið af fötum með þér? „Já, eins mikið og ég kemst með! Eg hélt að ég mætti vera í stuttbuxum og toppum á daginn þarna úti en Linda Pétursdóttir sagði mér að keppendurnir væru í fínum drögtum hvern einasta dag! Ég er þess vegna vel útbúin af pilsum, kjólum og drögtum." - Þurftirðu að kaupa þetta allt? „Nei, ég á mikið af fötum og svo | hefur mamma saumað á mig. Ég fékk j líka lánuð föt, bæði hjá vinkonum = mínum og Lindu Péturs. Þetta eru allt I frekar fín föt en mér finnst þægilegast I að vera í gallabuxum og peysum eða í | íþróttagalla!" - Hvað heldurðu að þú verðir með margar ferðatöskur? „Ég ætla nú ekki að hafa þær fleiri en tvær. En þær eru stórar. . .!" sagði Hugrún Linda. Æskan. 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.