Æskan - 01.10.1989, Side 11
L
Segja vil ég svolítið
frá sveini er ég þekki.
AUt í lagi þó að þið
þekkið piltinn ekki.
Látið bara, börnin góð,
Ujartar raddir klingja.
^axnan skulum við lítið ljóð
uni labbakútinn syngja.
^inur minn, hann vill sem best
veröldina kanna;
1 því efni freistar ílest
þögra ára manna.
Oft hann gerir skammlaus skil
skúffunum hjá ömmu,
hjálpar pabba og tekur til
1 tauskápnum hjá mömmu.
^lest, sem augun fyrir ber,
Unnst þeim dreng svo skrýtið.
Landæðið í honum er
heldur ekkert lítið.
^8 það eru alveg undur hvað
eþn mikla hann sýnir
Vlð að sarga í sundur það
Sern hann ekki týnir.
Einatt vildi í allt það ná
er uppi á hillu sá ’ann,
tíðum hasta mamma má
mynduglega á ’ann.
Ekkert vel hann unir því,
- hann er svo skelfing frekur,
og hrín þá svo að undir í
íbúðinni tekur.
Hugði að ýmsu hér og þar
handtakssamur drengur,
iðjulaus hann aldrei var
augnabliki lengur.
Það vantar síst að vinur minn
viti hvað hann syngur,
kátbroslega kotroskinn
kúta- kútalingur.
Oft var gauragalsi í þér,
guttinn vangarjóði.
Fáir held ég samt af sér
sannari þokka bjóði.
Svipinn hreina þekkja þinn
þeir sem aðeins sáu
alsæl ljóma eitthvert sinn
augun himinbláu.
eftir Böðvar Guðlaugsson